Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 56

Fréttablaðið - 20.07.2008, Page 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar F í t o n / S Í A Þegar þú brosir, þá brosum við! þjónustu, hlýju viðmóti og liðlegheitum viljum við senda farþega okkar út í heim og skila þeim aftur ánægðum eftir vel heppnað ferðalag í útlöndum. Nú fer hver að verða síðastur til að bóka flug út í sumar. Smelltu þér á icelandexpress.is og skoðaðu frábært úrval áfangastaða! með ánægju Í dag er sunnudagurinn 20. júlí, 203. dagur ársins. 3.57 13.34 23.08 3.17 13.19 23.17 Á síðustu öld gerðu listamenn í stórum stíl uppreisn gegn formi og reglum sem þeim fannst sníða sköpun sinni of þröngan stakk. Skáldin sprengdu utan af sér formið og sögðu hefðbundinni bragfræði stríð á hendur. Mynd- listarmenn lögðu pensla og striga til hliðar og unnu með öðrum verk- færum. Jafnvel gat listin verið í því einu fólgin að setja gamlan hlut í nýtt samhengi. Fyrir þetta uppgjör standa allir sæmilega list- hneigðir menn í þakkarskuld við þá enn þann dag í dag. ÞEIR sem fylgdu í kjölfarið virð- ast hins vegar upp til hópa alger- lega hafa misskilið um hvað upp- reisnin snerist, gegn hverju andófið beindist. Uppreisnin var nefnilega ekki gegn forminu sem slíku, held- ur gegn list sem þjónaði engum til- gangi öðrum en forminu, list sem var ekki um neitt annað en upp- skriftina að sjálfri sér. Þannig er það vandræðalega augljóst að ástæða þess að langflest skáld yrkja formlaus ljóð nú á dögum er ekki að þau hafi sprengt formið utan af sér, heldur að þau gætu ekki fyllt upp í það þótt þau reyndu. EINU sinni sagði leikstjóri við leikhóp sem ég var í að við ættum alls ekki að hafa gaman af þessu. Það væri ekki tilgangurinn, til- gangurinn væri að áhorfendur hefðu gaman af þessu. Það tókst. Áhorfendur höfðu gaman af sýn- ingunni og viti menn: Það veitti okkur aðstandendum hennar ánægju. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn vegna þess að ég varð vitni að listsköpun ung- menna. Þau spiluðu ekki óhljóð af bandi í sal með flöktandi ljósum eða héngu hreyfingarlaus í neti eins og nú tíðkast aðallega, heldur stilltu þau sér upp á almannafæri og sungu rammfalskt. Gjörning- urinn var sennilega í því fólginn hvað þau voru í bjánalegum bún- ingum og með asnalega andlits- málningu. Eflaust höfðu þau sjálf mjög gaman af þessu. En ef þau hefðu lagt einhverja vinnu í að æfa sönginn hefði ánægja áheyr- enda af uppákomunni hugsanlega orðið einhver. Fyrir vikið hefði ánægja þeirra sjálfra af henni kannski rist dýpra. ÞESS vegna langar mig að frá- biðja mér allan þennan frumleika og óska eftir því að fá að sjá ein- hverja hæfileika. Það er ólíkt skemmtilegra að heyra gamalt lag leikið vel en að heyra glænýtt glamur. Mér finnst nefnilega mun merkilegra að kunna á hljóðfæri en að geta misþyrmt því á áður óþekktan hátt. Minni frumleika, meiri hæfileika

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.