Fréttablaðið - 24.07.2008, Page 10

Fréttablaðið - 24.07.2008, Page 10
 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...gómsætir bitar! TILBOÐIN GILDA 24. - 27. JÚLÍ w w w .m ar kh on nu n. is 30% afsláttur 40% afsláttur 469kr/kg FERSKUR KJÚKLINGUR 782 kr/kg 999kr/kg GOÐA LAMBALÆRI SNEITT (FROSIÐ) 1.242 kr/kg 398kr ALVÖRU HAMBORGARAR 2X175g 568 kr/stk 199kr/stk FRESCHETTA 2 MINI CALZONE 249 kr/stk MIÐBÆRINN „Ég held að enginn viti nákvæmlega hvað er átt við með 19. aldar götumynd,“ segir Har- aldur Ingvarsson, arkitekt hjá +Arkitektum, sem eiga vinnings- tillögu að nýjum Listaháskóla við Laugaveg. Níu hús eru á reit Listaháskól- ans. Af þeim eru tvö sem gætu tal- ist til 19. aldar húsa, Laugavegur 41 og 45. Húsafriðunarnefnd hefur lagt til að 41 verði friðað og gerir vinningstillagan ráð fyrir því að það standi áfram. Hitt húsið, númer 45, var byggt árið 1897. Það mun víkja samkvæmt til- lögunni en í keppnislýsingu er sagt að það „gæti mögulega staðið áfram“. Haraldur segir að þessir möguleikar hafi sannarlega verið vegnir og metn- ir. „Í upphafi skoðuðu menn að halda húsunum á lóðinni, en það kom í ljós að margt tapaðist við það. Þá hefði þurft að hafa húsið mun hærra,“ segir hann. Það hefði vart verið í anda 19. aldarinnar. Fram hefur komið í blaðinu að tillagan krefjist breytinga á ríkj- andi deiliskipulagi. Hefur borgar- stjóri hvatt menn til að „gefa sér ekki of mikið fyrirfram“ í þeim efnum, þótt hann sé sannfærður um að sátt náist í málinu. En það ætti ekki að koma á óvart að deili- skipulagi sé breytt, því gert er ráð fyrir því í sjálfri keppnislýsing- unni. „Deiliskipulag er leiðbeining um hvernig hlutir eiga að vera en það er ekki heilagt, ef menn koma með rök fyrir breytingum. Því hefur verið breytt fram og til baka í gegnum tíðina,“ segir Haraldur. Í keppnislýsingu hafi verið afar nákvæm og góð þarfagreining frá skólanum: „Og tillagan snýst auð- vitað um að koma þessu fyrir á lóðinni.“ Fyrrverandi formaður skipu- lagsráðs, Svandís Svavarsdóttir, telur að vinningstillagan fari „gegn einróma bókun skipulags- ráðs […] um að halda skuli í gömlu húsin“. En í bókuninni er ekki fastar kveðið að orði en svo að arkitektar „skoði möguleika á því að leyfa upprunalegri götumynd að halda sér“. Það er svo enn til marks um rugling í umræðu um 19. aldar hús að í keppnislýsingu er talað um að Laugavegur 41 hafi varðveist í upprunalegri mynd. Hið rétta er að því hefur verið breytt töluvert. Á tuttugustu öldinni. klemens@frettabladid.is Erfitt að ræða um 19. aldar götumynd Vinningshafi í keppni um Listaháskóla telur mjög á reiki hvað átt sé við með 19. aldar götumynd. Einungis eitt húsanna sem eiga að víkja var byggt á 19. öld en húsinu hefur verið breytt síðan. Bókun skipulagsráðs var mildilega orðuð. HARALDUR INGVARSSON LAUGAVEGUR 45 Þetta er eina 19. aldar húsið sem á að víkja fyrir nýjum Listaháskóla, samkvæmt vinningstillögu +Arkitekta. Það var byggt 1897. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÝR LISTAHÁSKÓLI Húsið liggur að Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu og á að hýsa meðal annars bókasafn og tónleikasal. MYND/SAMSON KÚBA, AP Ali Soufan, helsti sér- fræðingur bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, um Al Kaída-sam- tökin, segir fangabúðirnar við Guantánamo eina staðinn í heimi þar sem hann hafi ekki upplýst sakborninga um réttindi sín áður en hann yfirheyrði þá. Ástæðan sé sú að fangabúðirnar séu ekki til þess ætlaðar að framfylgja lögum. „Þetta var útskýrt þannig fyrir okkur að Guantanamo væri stað- ur til að safna upplýsingum,“ sagði Soufan, sem tók þátt í að yfirheyra Salim Hamdan, sem var um tíma bílstjóri Osama bin Laden. Réttarhöldin yfir Hamdan, sem hófust á þriðjudag, eru fyrstu stríðsglæparéttarhöldin sem haldin eru í herbúðum Bandaríkj- anna við Guantanamo. Osama er sakaður um samsæri og aðstoð við hryðjuverkastarf- semi. Lögmenn hans segja hann hins vegar ekki hafa haft neinu hlutverki að gegna í Al Kaída, nema sem afar lágt settur starfs- maður leiðtoga samtakanna. Hamdan hefur verið fangi Bandaríkjamanna í sex ár. Lög- menn hans segja andlegri heilsu hans hafa hrakað svo í einangrun- inni að hann sé varla fær um að taka þátt í eigin málsvörn. - gb Fyrstu réttarhöldin yfir fanga Bandaríkjahers á Kúbu: Ekki upplýstir um réttindi RÉTTARHÖLDIN Á KÚBU Teikning af Salim Hamdan í réttarsal. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Við áskiljum okkur rétt til að nýta orkuauðlindir landsins,“ segir Lúðvík Bergvins- son, þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar. Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, kalla í viðtali í Mark- aðinum í gær eftir nýtingu nátt- úruauðlinda þjóðarinnar og segja að engin þjóð myndi láta tækifæri Íslendinga til orkuframleiðslu fram hjá sér fara. „Við Íslendingar erum orku- framleiðendur, heimurinn kallar á orku, en við höfum það fram yfir flesta aðra að orkan er ekki flutt út í tunnum eins og olía, þeir sem vilja nýta hana verða að fjárfesta á Íslandi,“ segir Illugi í viðtalinu. „Samfylkingin vill nýta orku- auðlindir eins og aðrar auðlindir,“ segir Lúðvík. „Stefna okkar er ein- faldlega sú að við þurfum að ákveða heildstætt hvaða svæði eigi að nýta og hver eigi að vernda. Sú vinna er hafin.“ Lúðvík segir ríkisstjórnina hafa sameinast um að fara ekki inn á óröskuð svæði fyrr en það hafi verið ákveðið. „Samfylkingin hefur ekki gert neina málamiðlun um að kort- leggja hvað eigi að nýta og vernda og það er lykilatriði.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokksins, telur aftur á móti að ef tvö álver rísi á kjörtímabilinu sé það í andstöðu við stefnu Samfylkingarinnar Fagra Ísland. „Ég tel að við þurf- um að velja á milli hvort álver rísi í Helguvík eða á Bakka.“ - ht Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ekki verða farið inn á óröskuð svæði: Vilja nýta orkuauðlindirnar ÞINGFLOKKSFORMAÐUR Lúðvík segir vilja flokksins að nýta orkuauðlindir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.