Fréttablaðið - 24.07.2008, Síða 27

Fréttablaðið - 24.07.2008, Síða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN SUMAR FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Þórhildur Jónsdóttir snyrtifræðingur hefur lengi haft mikinn áhuga á snyrtingu og förðun. „Ég hef alltaf haft áhuga á snyrtingu og förðun almennt. Bara frá því að ég var unglingur og barn í rauninni,“ segir Tóta, eins og hún er oftast kölluð. „Ég fór mjög snemma að hafa áhuga og skoðanir á augabrúnum. Bæði á fólki almennt og í sjónvarpinu. Ég hugsaði um hvað ég gæti gert fyrir manneskjuna.“ „Ég farðaði vinkonur mínar mikið þegar ég var yngri. Ég byrjaði mjög fljótt að lita á mér augabrún- irnar og fara í litun og plokkun,“ segir Tóta þegar hún er innt eftir því hvernig áhugi hennar á snyrtingu hafi birst þegar hún var yngri. „Ég ætlaði alltaf í hárgreiðsluna. Svo fann ég það að það var ekki alveg mitt.“ Tóta ákvað að leggja snyrtifræðina fyrir sig þegar mamma hennar sá auglýsingu um námið. „Mamma var að hugsa um að fara sjálf. Svo áttuðum við okkur á því að það átti kannski akkúrat við mig en ekki hana. Þannig að ég skellti mér í skólann.“ „Stíllinn minn er breytilegur. Hann fer eftir aðstæðum og skapi. Ég myndi segja að uppáhalds förðunarlitirnir mínir væru grænn og fjólublár núna,“ segir Tóta um stílinn sinn. Tóta, ásamt fimm öðrum snyrtifræðingum, leigir stól í nýopnaðri snyrtistofu Heilsu og fegurðar í Turninum í Kópavogi. „Þetta var rosalega spennandi tækifæri. Það er gaman að fara á stað þar sem svona margir vinna,“ segir Tóta um Turninn. martaf@frettabladid.is Stíll Þórhildar er breytilegur og fer eftir aðstæðum og skapi hennar. Farðaði vinkonur ung FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R ÍSLENSKT Í VETUR Íslenskir hönnuðir eru farnir að leggja línurnar fyrir veturinn en margir þeirra eru með vinnustofur og verslanir í miðbænum. TÍSKA 2 SKIPALAGT ELDHÚS Í litlum eldhúsum skiptir skipulagið máli og mikil- vægt er að öll vinnutæki séu rétt staðsett svo rýmið nýtist sem best. HEIMILI 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.