Fréttablaðið - 24.07.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 24.07.2008, Síða 28
[ ] Áhugavert er að skoða mismunandi áherslur í íslenskri hönnun fyrir næsta vetur. Nú fer útsölum að ljúka og haustvörurnar að koma inn. Nóg er af íslenskri hönnun í miðbænum og athyglisvert að sjá hverjar áhersl- urnar verða fyrir næstu árstíð. Ásta Creative Clothes leggur áherslu á svört efni með mismun- andi áferð og fléttar fínt og gróft saman. Einnig eru ullarhvítir, gráir og brúnir litir í vetrarlínunni, gróft handprjón úr íslenskum lopa er nýtt af nálinni og skinn verður áberandi. Hönnuðurinn Hanna segir kvenlegan grófleika ríkjandi hjá sér næsta vetur. Hún er með flæðandi form og meiri liti en á síðasta ári. Margrét Rós, verslunarstjóri í Spaksmannsspjörum, segir kom- andi vetrarlínu sexí, töff og smart sem endranær. Grunn- urinn eru svöl, svört föt og með því sérstakari flíkur úr flaueli í mörg- um litum og mynstruðum satín- efnum. Í Nakta apanum er haldið áfram með svipaðar hug- myndir og síðasta vetur en þó eru sniðin ætluð breiðari aldurshópi og henta marg- ir kjólanna konum á öllum aldri. Verslunin er þekkt fyrir litríka hönnun og verður engin breyting þar á næsta vetur. mariathora@frettabladid.is Kvenlegur grófleiki Kjóll frá Hönnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Pils úr þæfðri ull frá Hönnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Síður jakki í Spaksmannsspörum. Hægt er að nota hann á ýmsa vegu; hægt er að hneppa efra stykkið frá svo úr verði stuttur jakki og neðra stykkið er hægt að nota sem pils, skokk eða slá. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Ný tegund jakka í Nakta apanum. Þessi er fyrir konur en einnig eru að koma svipaðir jakkar fyrir karl- menn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Grófprjónuð peysa úr íslenskum lopa í Ásta Creative Clothes. FRÉTTABLAÐIÐ/ ARNÞÓR Grófprjónað sjal úr íslenskum lopa í Ásta Creative Clothes. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hálsfestar eru skemmtilegur fylgihlutur sem gaman er að skreyta sig með í sumarveislunum. Sniðugt er að finna hálsfestar í mörgum litum og blanda þeim saman á ýmsa vegu. ENN LÆKKA VERÐIN Útsalan heldur áfram 50-70% afsláttur SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Laugavegi 63 • S: 551 4422

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.