Fréttablaðið - 24.07.2008, Síða 47

Fréttablaðið - 24.07.2008, Síða 47
FIMMTUDAGUR 24. júlí 2008 27 Virkjum fiskimiðin UMRÆÐAN Jón Kristjánsson skrifar um sjávarút- veg Í Fréttablaðinu 17. júlí sl. var sagt frá því að skipa ætti nefnd, sem skila á af sér á kjörtímabilinu, til þess að kanna áhrif kvóta- kerfisins á landsbyggðina, þrátt fyrir að fyrir liggi skýrsla um málið frá 2001, og allir nema ráðamenn geri sér grein fyrir að kerfið hafi nú þegar lagt mörg sjávarpláss í rúst. Neikvæð áhrif kvótakerfisins á landsbyggðina hafa verið öllum ljós, nema sægreifum og ráðamönnum. Ég átti erindi á Breiðdalsvík um daginn, þar voru fáir á ferli nema ferðamenn að fylla á bif- reiðar sínar – úr sjálfsala. Tvær trillur voru við bryggju en enginn var á ferli við höfnina. Enginn bátur sást á hafinu svo langt sem augað eygði. Þaðan ók ég norður um til Egilsstaða, yfir Hellisheiði eystri og norður fyrir Sléttu til Akureyrar. Ofan af Hellisheiði eystri var engan bát að sjá til hafs á Héraðs- flóa og engan heldur á Vopna- firði. Í kauptúninu var lítið um að vera og ekkert líf við höfnina. Á Bakkaflóa sáust 2 trillur undan Langanesi. Á Þórshöfn var sama sagan, örfáir bátar við bryggju en ekk- ert fólk að vinna, enginn fiskur og enginn bátur sást á sjó á Þistil- firði. Af veginum við Súlur sunnan Raufarhafnar sást enginn bátur á sjó. Raufarhöfn er varla skugg- inn af sjálfri sér, örfáar trillur en enginn virtist vera í veiðiskap og engin sála var við höfnina. Þarna sá ég Kúbueinkennin, sem ég kalla svo: Húsum ekki haldið við, þau ekki máluð en látin grotna niður. Ein búð, opin fáa tíma á dag, engin dagblöð um helgar og eldsneyti aðeins úr sjálfsala. Þegar ekið var fyrir Melrakka- sléttu var heldur engan bát að sjá, ekki heldur í Öxarfirði og á Kópaskeri voru fáir bátar við bryggju og enginn umgangur. Annað sem einkenndi þessi sjávarþorp var að þar var nær engan fugl að sjá, örfáa hettu- máva og fáeinar kríur, það var allt. Þetta var öðruvísi meðan menn stunduðu sjó á Íslandi, þá iðuðu allar hafnir af fugli, sem var að fá sér í gogginn. Út af Tjörnesi var engan bát að sjá, það var ekki fyrr en kom að Húsavík að einn hvalaskoðun- arbátur sást á leið í land með ferðamenn. Talsvert var af trill- um í höfninni en lítið um að vera, flestar í biðstöðu vegna kvóta- leysis. Í öllu krepputalinu núna leggja menn til að taka erlent lán til að auka gjaldeyrisforðann. Engum virðist detta í hug að fara í sjó- inn og sækja gullið þaðan. Þjóð- inni er haldið í kreppu vegna þess að Hafró heldur því fram að það þurfi að „byggja upp þorskstofninn“ með friðun, helst veiða ekki neitt. Ráðamenn gleypa ráðleggingarnar hráar þótt löngu hafi verið sýnt fram á að þetta sé líffræðilega ómögu- legt. Vitnar þar best um 30 ára árangursleysi þessarar „tilraun- ar“. Það er á færi sjávarútvegsráð- herra að bregða töfrasprota yfir sjávarþorpin og landið allt með því að auka aflaheimildir, stokka allt kerfið upp – og reka þjálfar- ann. Fyrir hverja er annars verið að reyna að byggja upp fisk- stofnana? Það verða brátt engir eftir til þess að veiða. Höfundur er fiskifræðingur. JÓN KRISTJÁNSSON UMRÆÐAN Höskuldur Þórhallsson skrifar um Ríkisútvarpið Að undan-förnu hef ég átt í undarlegum ritdeilum. Í grein benti ég á svik núverandi stjórnarflokka um að efla og styrkja RÚV ohf. Þorgrímur Gestsson, formaður Hollvinasam- taka RÚV, sá þá ástæðu til að benda á, í grein sem bar heitið „Svikin við RÚV og svikararnir“, að Framsókn- arflokkurinn hefði samþykkt að gera RÚV að opinberu hlutafélagi og þannig væri núverandi vandi útvarpsins til kominn. Þessum full- yrðingum svaraði ég í annarri grein þar sem ég benti á að rekstrarform- ið hefði ekkert með það að gera að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin stæðu fyrir niðurskurði á fjármagni til RÚV. Í annarri svargrein sinni sakar Þorgrímur mig um að misskilja hann vísvitandi og að vitna rang- lega í grein hans. Til upplýsinga þá vitna ég aldrei orðrétt í grein hans en fullyrði að hann kenni rekstrar- forminu um þann vanda sem útvarpsstöðin á í. Við þessi orð mín stend ég og misskil hann ekki á nokkurn hátt. Þorgrímur segir nefnilega í greininni, báðum reynd- ar, að „allt væri komið fram sem Hollvinir RÚV og fleiri sögðu þegar þeir vöruðu við hlutafélagavæðing- unni; þar var einfaldlega átt við þann niðurskurð og samdrátt, sem nú er að koma á daginn“. Þorgrímur fullyrðir í grein sinni að hollvinirnir hafi séð þetta fyrir. Hvernig má það vera? Er Sjálf- stæðisflokkurinn svo fyrirsjáan- legur að um leið og hann fær tæki- færi til svíkur hann sín loforð um eflingu RÚV? Og er Samfylkingin það mikill taglhnýtingur að hún lyppast niður í öllum málum sem snúa að ráðuneytum sjálfstæðis- manna? Þótt ég telji að svo sé þá er það staðreynd að ef stjórnarflokk- arnir hefðu staðið við þjónustu- samning við Ríkisútvarpið og þannig tryggt útvarpinu nægt fjár- magn hefði aldrei þurft að koma til uppsagna og niðurskurðar. Þá hefði spádómur Hollvina RÚV heldur ekki ræst. Niðurskurður og samdráttur eru ekki fylgifiskar þess að breyta RÚV í opinbert hlutafélag þótt annað form kunni að vera heppilegra. Það sem eftir stendur er hins vegar spurningin um hvað Þorgrími gangi til með greinarskrifum sínum. Hefði tíma hans sem formanni Holl- vinasamtaka RÚV ekki verið betur varið í að fá svör frá núverandi stjórnarflokkum af hverju verið sé að þjarma að RÚV? Eða eru skrif hans vísvitandi misskilningur? Höfundur er alþingismaður. Vísvitandi misskilningur HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.