Fréttablaðið - 24.07.2008, Page 48

Fréttablaðið - 24.07.2008, Page 48
28 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is PETER SELLERS LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1980 „Þú kemst að því hvað ham- ingja er þegar þú ert búinn að gifta þig. En þá er það orðið of seint.“ Peter Sellers á að baki fjölda kvikmynda eins og Bleika par- dusinn og Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worry- ing and Love the Bomb. Þennan dag árið 2001 var Simeon Saxe-Coburg- Gotha kosinn forseti Búlgaríu. Hann var jafnframt Tsar, eða keisari, Búlgaríu frá 1943 til 1946 eða þar til kommúnistar tóku völdin. Saxe-Coburg-Gotha varð að þjóðhöfðingja 1943, einungis sex ára gamall, en þá lést faðir hans. En sex ára barn telst seint hæft til emb- ættisstarfa svo frændi Saxe-Coburg-Gotha, for- sætisráðherrann og yfirmaður hersins fóru með völd. Það varð Saxe-Coburg-Gotha til lífs að vera valdalaus því þremenningarnir sem stjórnuðu í hans nafni voru allir líflátnir er Sovétríkin komu á leppstjórn í Búlgaríu haustið 1946. Saxe-Coburg-Gotha, ásamt eftirlifandi meðlim- um Tsar-fjölskyldunnar, var sendur í útlegð, fyrst til Egyptalands og síðar Spánar. Hann sneri aftur til Búlgaríu árið 1996, sex árum eftir að komm- únistar misstu völd þar. Hann stofnaði fljótlega stjórnmálaflokk og 24. júlí árið 2001 var hann kosinn forsætisráðherra með yfirgnæfandi meiri- hluta. Hann varð þannig að fyrsta kónginum til að vera kosinn þjóðhöfðingi í frjálsum kosning- um. ÞETTA GERÐIST: 24. JÚLÍ ÁRIÐ 2001 Keisarinn sem kjörinn var forseti MERKISATBURÐIR1896 St. Jósefssystur koma til Íslands, fyrstu nunnurnar síðan fyrir siðaskipti. 1950 Fyrstu V-2 eldflauginni er skotið á loft frá Kennedy Space Center. 1956 Grínistarnir og sjarmatröll- in Dean Martin og Jerry Lewis koma saman í síð- asta skiptið á Copaca- bana klúbbnum í NY. 1961 Yuri Gagarin kemur til Ís- lands, þremur mánuðum eftir að hafa orðið fyrst- ur manna til að fara út í geim. 1977 Fjögurra daga stríði Eg- ypta og Ísraela lýkur. 2005 Lance Armstrong vinnur sjöunda sigur sinn í röð í Tour de France-hjólreiða- keppninni. Landsmót skáta stendur nú sem hæst á Hömrum við Ak- ureyri með þátttöku um 2.000 skáta, íslenskra og erlendra. Þemað er „Á víkingaslóð“ og sett hefur verið upp sérstakt víkingaþorp þar sem finna má eldsmiðju, tré- og leður- smiðju, jurtasetur og menningartorg. Eðalskátinn Aðal- steinn Þorvaldsson er félagsmálastjóri hjá Bandalagi ís- lenskra skáta en ver frístundum sínum líka í þágu hreyf- ingarinnar og hefur verið sveitarforingi hjá Ægisbúum í tíu ár. Hann segir landsmót hápunkt og uppskeru hins dag- lega skátastarfs og er að sjálfsögðu mættur á mótið með dróttskátasveit sína, Erni. „Skátastarf er ekki áhorfendas- port heldur taka allir þátt. Hver flokkur hefur valið sér verkefni til að leysa og allir hafa eitthvað að gera,“ lýsir hann og nefnir vatnsbardaga, þrautabrautir, hjólaferðir og flekagerð, auk verkefna í víkingaþorpinu. Á laugardaginn segir Aðalsteinn alla velkomna á svæðið, tekur samt fram að rukkað verði smávegis inn. En hvern- ig hefur viðrað? „Betur en við bjuggumst við. Skátar fara ekki í útilegu nema búa sig undir það versta. Á síðasta landsmóti árið 2005 vorum við með mikla óveðursáætlun en hefðum þurft að búa okkur betur undir ofþornun og sól- sting því hitinn var um 25 stig.“ Aðalsteinn kveðst hafa verið kominn á þrítugsaldur þegar hann gekk til liðs við skátahreyfinguna. „Góðvinur minn í skátunum bauð mér í félagsútilegu að Úlfljótsvatni og ég gersamlega heillaðist. Vildi gjarnan láta gott af mér leiða og fann þarna skemmtilegan félagsskap sem skilar miklu til einstaklinganna. Ég hef aldrei verið í æskulýðs- menginu heldur alltaf í leiðtogahlutverki sem er mjög gef- andi og lærdómsríkt.“ Dróttskátasveitin Ernir er skipuð 13 til 15 ára krökk- um. Aðalsteinn segir sitt hlutverk jafnan að sjá til þess að sveitin hafi eitthvað uppbyggilegt fyrir stafni sem ögrar og veitir áskorun. Þar eru útilegur í mestu uppá- haldi. „Krakkarnir eru æfðir í lýðræðislegum vinnubrögð- um og verkefnin eru margvísleg en ganga mest út á hæfni og kröfur útilífs. Friðar-, mannúðar- og hjálparstarf er líka á dagskrá auk þess sem þeir aðstoða yngri krakka og taka fyrstu skrefin í leiðtogaþjálfuninni. Markmið skátastarfs er samt ekki skátastarf heldur að búa til ábyrga, virka og hjálpsama einstaklinga.“ En nenna börn og unglingar í dag að ganga á fjöll, reyna á sig og upplifa þurrabúð og þrengingar? „Já. Útilega hefur alltaf verið snar þáttur í skátastarfi enda öllum hollt að fara úr sínu eðlilega umhverfi og út í náttúruna, læra þar á sjálfa sig og verða góður félagi og lagsmaður eins og það er orðað í skátalögunum. Skátalíf er ákveðin vegferð og hún endist alla ævi. Þess vegna er eitt sinn skáti ávallt skáti.“ gun@frettabladid.is AÐALSTEINN ÞORVALDSSON: SVEITARFORINGI Í TÍU ÁR Landsmót er uppskera og hápunktur skátastarfsins SKÁTAFORINGINN Aðalsteinn ásamt hluta skátanna sem hjóluðu yfir Kjöl á leið sinni á landsmótið. Fréttablaðið/Heiða.isAFMÆLI BRYNDÍS HÓLM frétta- kona er 43 ára í dag. HARALDUR STURLAUGS- SON fram- kvæmdastjóri er 59 ára í dag. MICHAEL ANTHONY RICHARDS, leikari og grínisti, er 59 ára í dag. TJALDAÐ Skátahreyfingin barst til Íslands árið 1912 og landsmótið á Hömrum er hið 26. í röðinni. 50 ára afmæli Í tilefni afmælis míns 28. júlí nk. langar mig að fagna með ætting jum og samferðafólki í Félagslundi Gaulverjabæjarhreppi laugardaginn 26. júlí kl. 20.00 (tjaldaðstaða) Hlakka til að sjá ykkur ! Guðrún B. Ægisdóttir 80 ára afmæli Kristján G Eggertsson Hjaltabakka 18 er 80 ræður í dag Í tilefni dagsins ætlar hann að taka á mótifjölskyldu og vinum í í Kívanis húsinu í Mosfellsbæ kl 18.00 í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.