Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 58

Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 58
38 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég myndi segja indversks matar. Ég borða hann náttúrulega alltaf þegar ég er stödd á Indlandi og svo þegar systir mín eldar hann, en ég er ekki nógu dugleg að elda sjálf vegna tímaleysis. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ætli það sé ekki maturinn sem mamma og pabbi elda. Gott grillað kjöt með kartöflum og fullt af grænmeti. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Mér finnst ruslmatur yfirleitt mjög vondur. Eitthvað sem maður kaupir og hitar í örbylgju finnst mér verst. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Safapressan. Hún er alveg uppáhaldið mitt og ég nota hana eiginlega á hverjum degi. Þá bý ég oftast til safa úr engifer, spínati, gulrótum og eplum. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég er mikið fyrir góða heita drykki og grauta, til dæmis hrísgrjónagraut og te með hunangi. Allt sem róar mann og jarðtengir mann aðeins. Svo er ég voða- lega mikið fyrir að hafa matinn sætan. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Perur, epli, app- elsínur. Ég hef verið á svo miklu ferðalagi upp á síðkastið að ég hef ekki komið mér upp miklu safni í ísskápnum, en það er á stefnuskránni. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Heitt kakó með rjóma, það gæfi mér orku. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Úti í Ísrael borðaði ég tungu úr annaðhvort svíni eða lambi. Vitn- eskjan um að þetta væri tunga úr dýri var eiginlega verst. Þetta var sérstakur hátíðismatur svo ég vildi klára fyrir kurteisissakir, en það var mjög erfitt. MATGÆÐINGURINN STEINUNN GARÐARSDÓTTIR NUDDARI Notar safapressuna daglega Lærðu … … að nota afgangana í stað þess að henda þeim. Kalt kjöt er gott á samlokur, soðnar kartöflur má nota í eggjakökur með einhverju skemmtilegu grænmeti og skrefið frá grilluðum kjúklingi yfir í girnilegasta salat er örstutt. Stundum er erfitt að láta sér detta í hug nýja rétti til að bera á borð með grillmatnum. Einn slíkur grænmetisréttur, sem ber heitið Melanzane alla Parmigiana, á rætur sínar að rekja til Napólí á Ítalíu, en í honum mætast eggald- in, hvítlaukur, tómatar og par- mesanostur. Svo er auðvitað ekk- ert því til fyrirstöðu að hafa gratínið í aðalhlutverki og bera það fram með brauði og salati. MELANZANE FYRIR 4 2 eggaldin 500 g tómatar ólívuolía salt og pipar 5 hvítlauksgeirar rifinn börkur af 1 sítrónu 1 dl rifinn parmesanostur 2 kúlur af mozzarellaosti Skerið eggaldinin á lengdina í um ½ cm þykkar sneiðar. Stráið salti yfir báðar hliðar og látið liggja í um 15 mínútur, eða þar til þær fara að gefa frá sér vökva. Skerið tómatana í litla bita og steikið í ólífuolíu í potti. Látið malla í um 30 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Steikið eggaldinið í ólívuolíu, þar til gullinbrúnt. Skerið hvítlaukinn í þunnar sneiðar, rífið sítrónubörkinn, par- mesanostinn og mozzarellaostinn. Raðið því næst í eldfast mót: fyrst eggaldinsneiðum, þá tómatsósu, hvítlauk, sítrónuberki og ostinum. Látið ost efst. Bakið við 175° C í um 30 mínútur. Gott með grillinu ÍTALSKT GRATÍN Melanzane alla Parmigi- ana á rætur sínar að rekja til Napólí. Gratínið má bæði snæða sem meðlæti og aðalrétt. NORDICPHOTOS/GETTY Lime á sér ágætis fylgisvein í myntu, eins og fjölmargir aðdáendur drykkjarins mojito eru eflaust sammála um. Það má þó búa til óáfeng- an drykk úr þessum bestu vinum, sem verður þá nokkurn veginn eins og límónaði, með græna ættingja sítrónunnar í aðalhlutverki. Lime-aði er alveg jafn gott og svalandi á sólríkum sumardegi. Það kemur heldur ekkert í veg fyrir að fullorðna fólkið missi dálítinn rommdropa út í sín glös, ef svo ber undir. LIME-AÐI Í u.þ.b. fjögur glös Rifinn börkur af einu lime (um 1 msk.) 1 bolli limesafi ¾-1 bolli sykur 3 bollar vatn Nokkrir kvistar af ferskri myntu Blandið saman 1 bolla af vatni, sykri og limeberki í litlum potti og hitið að suðu. Takið af hitanum þegar sykurinn hefur leyst upp og látið kólna í nokkrar mínútur. Sigtið blönduna ofan í skál svo að börkur- inn skiljist frá sykursírópinu. Bætið limesaf- anum og 2 bollum af vatni út í. Smakkið til og bætið dálitlum limesafa út í ef blandan er of sæt. Bætið myntunni út í. Kælið eða berið fram samstundis með nægum klaka. Öðruvísi límonaði MOJITOLEGUR SUMARDRYKKUR Lime og mynta, í einhvers konar samkrulli við sykur, eru uppskrift að bragðgóðum sumardrykk. Þeir sem vilja geta svo bætt dálitlum rommslurk út í sín glös. NORDICPHOTOS/GETTY Þeir eru eflaust margir sem hafa starað tómum augum á tófúpakkningar í matvöruverslunum. Guðný Jónsdóttir, kokkur hjá veitingahúsinu Garðinum á Klapparstíg, kann ýmis ráð sem ættu að koma þeim vel að notum sem vilja prófa matreiðslu með tófú. „Tófu er mjög misjafnlega stinnt, frá því að vera mjúkt yfir í að vera mjög stinnt. Það er líka mismun- andi ferskt og hefur því mislangan líftíma. Það tófú sem ég hef mest notað hefur haft frekar stuttan líftíma, af því að það er ekki niðursoðið eða í krukku,“ útskýrir Guðný. Tófú er matreitt á mismunandi hátt eftir því hvað það er stinnt. „Ef maður er með stíft tófú er það tekið úr vökvanum og mestur vökvinn kreistur úr því. Þá er hægt að skera það í teninga og láta það marinerast. Gott er að láta það marinerast í hálftíma í sojasósu, með hvítlauksrifjum og engiferrót. Á meðan getur maður soðið hrísgrjón og skorið papriku, púrrulauk, spergilkál og fleira, allt mjög þunnt. Það er steikt í wok-pönnu og tekið svo upp úr feitinni. Svo steikir maður tófúbitana. Þá þarf í raun ekkert að gera meira nema krydda með salti og hvítum pipar. Mjög einfalt og gott,“ segir Guðný. Ef unnið er með mjúkt tófú er sniðugra að bregða á annað ráð. „Það nota ég helst í tófúbollur eða eitthvað. Ég set það í matvinnsluvél þangað til það er alveg orðið að mauki. Svo set ég bara niðurskorið grænmeti út í og nota svo spelt eða kjúklingabaunamjöl til að festa það saman og búa til bollur sem ég steiki eða baka. Stundum tek ég bara einhverja uppskrift með kjöti og set tófú í staðinn. Þá bæti ég yfirleitt sojasósu út í tófúið, því það eitt og sér er ekkert bragðmikið. Ég hef skipt því út fyrir fisk og kjúkling, jafnvel humar. Það kemur bara mjög vel út.“ - kbs Tófú í mörgum myndum EINFALDARA EN ÞÚ HELDUR Guðný Jónsdóttir hjá Garðinum eldar tófú í stað kjöts á einfaldan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir er sælkeri og eftirréttadrottning. Hún segir íslenskan heimilismat annars vera í mestu uppáhaldi. „Ég er mikill sælkeri. Mér finnst rosalega gott að borða og hef fengið ýmis gælunöfn vegna þess í gegnum tíðina,“ segir Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir og hlær við, en hún er alla jafna kölluð Þóra. „Fjölskyldan mín er öll mjög flink að elda, bæði foreldrar mínir og systkini. Ég er yngsta barnið af fjórum systkinum og held að ég hafi bara fengið einhverja afganga af þeim hæfileikum. Það sem ég elda helst er svona hefðbundinn heimilismatur: fiskur, eins og soðin ýsa og kartöflur, og kjötbollur í brúnni sósu,“ segir Þóra. Henni hefur því gjarnan verið úthlutað því hlutverki að sjá fyrir eftirréttum í fjölskylduboð- um, sem hún segir henta sér ansi hreint vel. „Þessi eftirréttur er einn þeirra sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég er oft alveg á síðustu stundu og hann er svo fljótlegur að hann verður oft fyrir valinu. Svo getur maður eiginlega líka logið því að sjálfum sér að hann sé bara nokkuð hollur,“ segir Þóra hlæj- andi. „Það er fullt af ávöxtum í honum, svo hann er ferskur en samt sætur,“ útskýrir hún. Þóra, sem hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair undanfarin ár, en starfar nú að kynning- ar- og markaðsmálum, segir heimilismatinn ofarlega á blaði hvað varðar uppáhaldsmatinn. „Ég var rosalegur gikkur þegar ég var yngri, en ég er öll að koma til núna. Mér finnst mjög gott að fara út að borða og fá einhvern góðan mat, en líka æðislegt að fara heim til mömmu og pabba í heimilismat. Ég og maðurinn minn pöntum okkur oft borð þar,“ segir hún og hlær. Þetta er mjög einfaldur og fljótlegur eftirréttur og hefur slegið í gegn hjá mér í hvert skipti! Rjóminn er þeyttur, marengsbotninn mulinn út í rjómann, ávextirnir skornir niður og settir út í, allt hrært saman og sett í mót. Stungið inn í ísskáp í klukkustund og borið fram. Fyrir þá sem vilja enn meiri sætindi er líka mjög gott að brytja niður eitt súkkulaðistykki svo sem Snickers, eða Nóakropp eða hvað svo sem fólki finnst best, og strá yfir. Þá er að sjálfsögðu einnig um að gera að setja þá ávexti og/eða ber sem hverjum og einum líkar best í réttinn. sunna@frettabladid.is Heimilismaturinn bestur SÆLKERI OG MATGÆÐINGUR Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir kveðst vera mikill sælkeri og er jafnan úthlutað því hlutverki að sjá um eftirrétti í fjölskylduboðum. MYND/EGILL BJARNASONUPPSKRIFT Í TÖFLU: Eftirréttur Þóru 2 bananar 1 klasi af vínberjum 1 box af jarðarberjum 1 box af bláberjum 1 epli 1 marengsbotn með kornflexi 1 peli rjómi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.