Fréttablaðið - 25.07.2008, Page 6

Fréttablaðið - 25.07.2008, Page 6
6 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Grill og ostur – ljúffengur kostur! Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Hallveig Rúnarsdóttir skrifar: Ég var að koma frá Vestfjörðum og fullyrði að mýtan um að allt sé dýrara úti á landi sé dauð. Borðuðum til dæmis á flottasta fiskistað landsins, Tjöruhús- inu á Ísafirði, þegar ég átti afmæli. Fengum þar tvíréttað með tveimur glösum af víni á mann, gosi fyrir krakkann og afmæliskökusneið og kaffi á eftir fyrir 7.400 krónur! Rétt er að taka fram að forrétturinn var útibú frá plokkfiski barnsins, hún gat fengið alla þá ábót sem hún vildi, seinni vínglösin voru gefin þar eð við vorum búin að bíða í heilan hálftíma eftir matnum og afmælistertan var frí. Það besta var þó að maturinn var ekkert annað en ÓLÝSANLEGA góður! Fyrir sama rétta- og drykkjafjölda á einhverjum lásí millidýrum pastastað í Reykjavík hefðum við aldrei sloppið undir 15 þúsund kallinum. Til samanburðar má taka „fisk dagsins“ á Thor- valdsen, sem hefur á tveimur árum farið úr 1.290 krónum með súpunni innifaldri í 2.190 krónur án súpu. Fiskurinn er svo yfirleitt einstaklega naumt skammtaður þar en fiskipönnurnar á Tjöruhúsinu voru troðfullar.. Hallveig heldur áfram og nefnir tvö önnur dæmi af sanngjörnu verðlagi á Ísafirði: Risa paninibrauð með fullt af kjúklingi, beikoni og fíneríi með frönskum á Langa Manga kostaði 850 kall. Í Gamla bakaríinu keypti ég svo brauð á 350 krónur, en sambærilegt brauð hjá Bakara- meistaranum er á 475 krónur. Óskar Pétur Einarsson er með dæmi frá Stykkishólmi: Á veitingahúsinu Fimm fiskar var fyrir skömmu hægt að fá súpu, splúnkunýjan fisk og kaffi á 1.200 kall á mann. Toppstaður! Það er ekki alls kostar rétt að allt sé dýrara á landsbyggðinni Sjónum beint að sanngjörnu verði og þjónstu HRÁEFNI Á LEIÐ Á DISKA Ódýrt fiskmeti má fá í Tjöru- húsinu á Ísafirði og hjá Fimm fiskum á Stykkishólmi. Þykir þér eðlilegt að forseti Íslands verði viðstaddur Ólymp- íuleikana í Kína? Já 54,2% Nei 45,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að Sigurður G. Guð- jónsson ætti að mega verja Jón Ólafsson? Segðu skoðun þína á visir.is Ók undir áhrifum fíkniefna Einn var tekinn fyrir fíkniefnaakstur í gærmorgun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Hann reyndist hafa neytt amfetamíns, metamfetamíns og kókaíns. Tíu teknir fyrir hraðakstur Tíu voru teknir fyrir hraðakstur í Borgarnesi í gær. Hraðast mældist bíll á um 120 kílómetra hraða á klukku- stund. Þrír voru teknir á Akureryri Sá sem hraðast ók mældist á 133 kílómetra hraða á klukkustund. LÖGREGLUFRÉTTIR McCain hittir Dalai Lama John McCain, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjun- um, hittir Dalai Lama, andlegan leið- toga Tíbeta, í Aspen í Colorado-ríki í dag. Dalai Lama heldur þar fyrirlestur um málefni Tíbeta. Tíbetar hafa lengi leitað eftir aukinni sjálfsstjórn frá Kínverjum. BANDARÍKIN FLUG Fyrsta ágúst næstkomandi verður tekið í notkun nýtt rafrænt forskráningarkerfi á netinu fyrir þá sem ferðast til Bandaríkjanna. Kerfinu er ætlað að auka ferðaöryggi, og einnig að minnka umstangið við flugið. Þeir sem ferðast hafa til Bandaríkjanna kannast við grænu eyðublöðin sem fylla þarf út í flugvélinni á leiðinni. Þau munu heyra sögunni til 12. janúar á næsta ári, þegar ferðalöngum verður gert skylt að skrá sig í gegnum nýja kerfið. Endanleg ákvörðun um hvort viðkomandi komist inn í landið eður ei verður þó sem fyrr tekin af viðeigandi aðilum á áfangastað. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni www.cbp.gov. - kg Ferðalög til Bandaríkjanna: Nýtt skráning- ar kerfi á netinu KJÖRKASSINN REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir núverandi meirihluta hafa unnið kappsamlegar að öryggismálum borgarinnar en nokkurn annan. Hann segist funda einu sinni til tvisvar í viku með fjölmörgum aðilum um þessi mál. Auk þess hafi hann haft frumkvæði að fundum með dóms- málaráðherra og óskað eftir að ríkisvaldið komi til móts við borgaryfirvöld sem hafi sýnt mikið frumkvæði í þessum málum; bæði með aðgerðum, tækjakaupum og því að leggja til mannafla. „Dómsmálaráðherra hefur sagst vilja starfa með okkur til að efla löggæsluna í borginni og verða við kröfum okkar um aukna og sýnilegri löggæslu,“ segir Ólafur. „Hann ber hins vegar fyrir sig skorti á fjárveitingum til löggæslumála og skilningsleysi margra stjórnmálamanna á nauðsyn þess að forgangsraða öryggis- og löggæslumálum í samræmi við þýðingu þeirra fyrir almenning.“ Ólafur segir að auk beins þrýstings á dómsmála- og lögregluyfirvöld verði að þrýsta á fjárveitinga- valdið að gegna ábyrgð sinni í þessum málum. Hann telur til bóta að færa löggæslumál til sveitarfélaga. „Ég held að það væri almennt til bóta að færa þessi þýðingarmiklu mál nær vettvangi – frá ríki til sveitarfélaga. Ég tel að verkaskiptingin og sam- vinnan um þessi mál þurfi að vera í stöðugri endurskoðun, en nærtækasta verkefnið núna er að tryggja eðlileg framlög til öryggismála.“ - kóp Borgarstjóri segir dómsmálaráðherra bera skorti á fjárveitingum fyrir sig: Þörf er á sýnilegri löggæslu BORGARSTJÓRI Vill færa löggæsluna til sveitarfélaganna. Segir borgaryfirvöld hafa unnið gott starf í löggæslumálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGGÆSLUMÁL Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segir lítið hafa breyst í löggæslumálum síðasta áratuginn. Hún telur að flytja eigi nærlöggæslu, hverfagæsl- una, til sveitarfélaganna. Reykja- víkurlistinn lagði það til árið 1995. „Það er enn mín bjargfasta trú að ákveðnir þættir löggæsl- unnar eigi heima hjá sveit- arfélögunum. Nærlöggæslan á mun betur heima þar,“ segir Steinunn Valdís, en árétt- ar að það eigi ekki við um lítil sveitarfélög. Hún segir skipulagslega ekkert því til fyrirstöðu og vísar í að í dag sé verkefnum á sviði löggæslu skipt á milli lög- reglustjóraembætta og Ríkislög- reglustjóra. Steinunn segir að skortur sé á sýnilegri löggæslu og auknar fjárveitingar þurfi til lögregl- unnar. „Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðis- ins, kom á fund fjárlaganefndar í vetur og lýsti yfir miklum áhyggj- um af stöðu mála. Ég lít svo á að þetta hafi verið ákall til Alþingis um aðstoð við að auka fjárveit- ingar til lögreglunnar,“ segir Steinunn. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra er ósammála Steinunni og telur að ekki eigi að færa nærlög- gæsluna til sveitarfélaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær skilaði viðræðuhópur um löggæslu í Reykjavík frá sér skýrslu í mars 2006. Björn segist sammála ýmsu í þeirri skýrslu og að árangur hópsins megi sjá í störfum og stefnumótun Stefáns Eiríkssonar sem lögreglustjóra, en hann leiddi hópinn. „Ég er sammála þeirri megin- niðurstöðu að þessi verkefni eru hvorki alfarið á hendi lögreglu né sveitarfélagsins, heldur byggjast á því, að þeir aðilar, sem koma að því að tryggja borgurunum öruggt umhverfi, stilli saman strengi sína,“ segir Björn í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Spurður hvort úrbóta sé þörf í löggæslu í miðbænum segir Björn: „Reynslan nú og síðustu ár sýnir, að meira þarf til ef menn vilja bæta ástandið í mið- borginni en bæta úr löggæslu – sem hefur þegar verið gert. Þeir menn setja kíkinn fyrir blinda augað, sem sjá það eitt til úrbóta fyrir miðborgina að auka lög- gæslu.“ Björn hefur ekkert nema gott að segja um samstarf Reykjavíkur- borgar og ráðuneytisins um lög- gæslumál í sinni ráðherratíð. kolbeinn@frettabladid.is Vill hluta lögreglu til sveitarfélaganna Steinnunn Valdís Óskarsdóttir vill flytja hverfalöggæslu til sveitarfélaga. Dóms- málaráðherra er ósammála. Segir aukna löggæslu eina og sér ekki lausnina. BJÖRN BJARNASON STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR FRÁ RÍKINU Steinunn Valdís Óskarsdóttir vill flytja hluta löggæslu til sveitarfélaganna. Dómsmálaráðherra er ósammála. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.