Fréttablaðið - 25.07.2008, Page 26

Fréttablaðið - 25.07.2008, Page 26
fréttir Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjórn Sunna Dís Másdóttir sunna@frettabladid.is Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Blaðamenn Sara McMahon, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Sólmundur Hólm Sólmundarson Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR „Þetta var bara eitt það skemmti- legasta sem ég hef upplifað á æv- inni,“ segir Skjöldur Eyfjörð sem hélt upp á þrítugsafmælið sitt síð- astliðinn laugardag á staðnum 7- 9-13. „Allur fókusinn fór í að skemmta gestunum og það voru standandi skemmtiatriði frá níu til miðnættis,“ bætir hann við, en meðal þeirra sem komu fram voru Haffi Haff, Alan úr X- faktor-keppninni og Skjöldur tók sjálfur lagið. „Magnús Jóhann, unnusti minn, var víst búinn að vera að læra á gítar í laumi til að koma mér á óvart, en hann ákvað hins vegar bara að syngja fyrir mig þetta kvöld og tók lagið Ev- erything með Michael Bublé sem er náttúrlega mjög rómantískt. Pabbi söng svo fyrir mig lag sem var samið fyrir hann út af afmæl- inu,“ útskýrir Skjöldur. „Fyrir utan skemmtiatriðin voru svo sýndar alls konar gaml- ar myndbandsupptökur af mér, þar sem ég var meðal annars að taka þátt í dragkeppnum og var sautján ára að dansa með Páli Óskari,“ segir Skjöldur að lokum, ánægður með vel heppnaða af- mælisveislu. SKJÖLDUR HÉLT UPP Á ÞRÍTUGSAFMÆLIÐ Pabbi söng frumsamið lag Leyndarmálið felst í lögmáli aðdráttaraflsins. Allt sem gerist í lífinu löðum við að okkur. Leyndarmálið er falið innra með hverjum og einum og möguleikarnir eru endalausir. Skjöldur Eyfjörð skemmti sér kon- unglega í góðra vina hópi þegar hann hélt þrítugsafmælið sitt síðast- liðinn laugardag. Þ að má segja að þetta sé um 50 prósent nýting á tíu árum,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari og höfundur þjóð- hátíðarlagsins Brim og boðaföll, en þetta er í fjórða sinn sem hann bæði flytur og semur lag fyrir þjóðhátíð í Eyjum sem hann hefur sótt nánast árlega síðastliðin tíu ár. „Það er að sjálfsögðu hljómsveitin mín, Land og synir, sem flytur lagið en við höfum lítið verið að koma fram að undanförnu. Við gáfum reyndar út plötuna Lífið er yndislegt fyrir síðustu jól, sem var upptaka af tónleikum okkar í Óperunni frá því í haust, en þá vorum við að fagna tíu ára afmæli hljómsveitarinn- ar,“ útskýrir Hreimur. „Við ætlum að spýta í lófana fram að jólum og anna mikilli eftir- spurn en í haust er von á nýju lagi frá okkur,“ bætir hann við. Spurður um frekari plötuút- gáfu fyrir jólin vill hann ekkert gefa upp. „Ég vil ekkert segja að svo stöddu um þetta nýja efni en okkur líður eins og við séum mjög gjaf- mildir,“ segir Hreimur sposkur á svip. Í lok september á Hreimur von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni, Þorbjörgu Sif Þor- steinsdóttur, en saman eiga þau dótturina Emblu Margréti, þriggja ára. „Það hefur allt gengið eins og í sögu, en það mæðir nú minnst á mér enn sem komið er,“ segir Hreimur sem hefur í mörgu að snú- ast þessa dagana því auk þess að syngja með Landi og sonum spilar hann reglulega með Vigni Snæ Vigfússyni og er verslunarstjóri fyrirtækisins Prodomo sem sérhæfir sig í heildarlausnum á hljóð-, mynd- og ljósabúnaði. „Það er vægast sagt nóg að gera, því ef maður er ekki að spila opinberlega er maður alltaf að vinna í tónlistinni á bakvið tjöldin. Svo reynir maður öðru hverju að ná einum golfhring þegar tími gefst til, svona áður en barnið kemur í heiminn,“ segir Hreimur að lokum, en þjóðhátíðarlagið Brim og boðaföll má nálgast frítt á vefsíðunni pepsi.is. alma@frettabladid.is Hreimur Örn Heimisson er með mörg járn í eldinum Á von á öðru barni í haust „Mér datt fyrst í hug gamla Holly- wood-leikkonan Joan Craw- ford,“ segir rithöfundurinn og skáldið Gerður Kristný Guð- jónsdóttir, en glöggir lesendur Bakþanka Gerðar Kristnýjar síðastliðinn laugardag hafa ef til vill rekið augun í skemmti- lega uppgötvun hennar eftir heimsókn á Vesturfarasetr- ið á Hofsósi. Þar komst hún að því að skyldmenni henn- ar sem héldu til Vesturheims frá Króksfjarðarnesi tóku upp nafnið Crawford. „Ég komst svo að því að leikkonan hafði tekið upp Crawford-nafnið, þar sem hún hét upphaflega Luc- ille Fay LeSueur. Það er því ekkert skylt með okkur og satt best að segja er ég fegin, því þrátt fyrir að vera Óskarsverðlaunahafi var hún einnig þekkt fyrir að vera slæm móðir,“ útskýrir Gerður Kristný. Spurð um hugsanlegan skyldleika með henni og of- urfyrirsætunni Cindy Craw- ford slær Gerður á létta strengi. „Cindy er náttúrlega fræg fyrir fæðingarblett fyrir ofan annað munnvikið og ég veit að systir mín hefur látið fjarlægja nokkra fæðingar- bletti. Hvað þann skyldleika varðar vonar maður bara það besta,“ segir Gerður og hlær. Gerður Kristný „Crawford“ Gerður Kristný Guðjóns- dóttir komst nýlega að því að skyldmenni hennar sem héldu til Vesturheims á sínum tíma frá Króks- fjarðarnesi tóku upp nafnið Crawford. Cindy Crawford SYSTKININ SAMSTIGA Í BARNEIGNUM Systkinin Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari Motion Boys, og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dansari eiga bæði von á börnum þessa dagana. Unnur og sambýlismaður henn- ar, leikarinn Gunnar Hansson, eiga von á sínu fyrsta barni saman nú einhvern næstu daga, en enn eru nokkrar vikur í að barn Birgis Ísleifs komi í heiminn. Það verður annað barn Bigga og konu hans, Heiðu Kristínar Helgadóttur, sem eiga fyrir soninn Benedikt. Birgir Ísleifur hefur annars í mörg horn að líta þessa dagana, því hann er nú að leggja loka- hönd á fyrstu plötu Motion Boys, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvænt- ingu. Hreimur er höfundur þjóðhátíðarlagsins Brim og boðaföll, en hann á von á sínu öðru barni í lok september. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég er að fara á Bræðsluna á Borgarfirði eystri, með vinum og frænkum. Ég er mjög spennt. Ég hef ekki farið áður en það er gaman að fara í útilegu, ég hef ekkert farið í sumar. Það er 17-20 stiga hiti sem bíður eftir mér.“ Anna Svava Knútsdóttir, leikkona með meiru. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Anna Svava Knútsdóttir leikkona 2 • FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.