Fréttablaðið - 16.08.2008, Síða 40
● heimili&hönnun
Ískalt íslenskt vatn
- hvenær sem er
GE kæliskáparnir eru öflugir,
endingargóðir og glæsilega innréttaðir
Kr. 239.000 stgr.
Hvernig væri að geyma góða
hluti í hundskjafti?
Hefur þig alltaf dreymt um að eiga hund sem sækir blaðið fyrir þig
á morgnana? Þessi skemmtilega hilla frá mexíkóska hönnunarhópn-
um NEL geltir reyndar ekki og hreyfir sig ekki úr stað en hún lítur út
eins og hundur og getur geymt hvort sem er nýjasta dagblaðið eða
bókina sem þú ert að lesa í kjaftinum. Hillan er hluti af línu sem kall-
ast Pack of dogs og í boði eru nokkrar mis-
munandi mublur sem minna á hunda
í alls kyns stellingum. Þær heita eftir
þekktum mexíkóskum glímuköpp-
um og nýtast sem hillur,
blaðagrindur, kaffi-
borð eða stólar. Allar
nánari upplýsingar
má nálgast á slóðinni
http://www.nel.com.
mx/nel/splash.htm
Anna og Ásgeir höfðu ætlað að
minnka við sig og fengu hug-
myndina þegar dóttir þeirra, sem
rekur hárgreiðslustofu í hús-
inu og átti rýmið, auglýsti það til
sölu.
„Hér hafa verið tannlækna-
stofur og lögfræðiskrifstofa og
síðast var hér líkamsræktarstöð
áður en við fluttum inn,“ útskýrir
Anna en húsnæðið var algerlega
opið rými fyrir utan tvær burðar-
súlur.
Anna og Ásgeir hönnuðu sjálf
innra skipulag íbúðarinnar kring-
um súlurnar og gluggana en íbúð-
in er um 147 fermetrar. „Ég teikn-
aði þetta bara upp í excel-skjali
og málsetti og þannig fór það
til smiða og rafvirkja,“ útskýrir
Anna. „Ég hannaði allar innrétt-
ingar sjálf og fékk trésmiði hér á
staðnum til að smíða fyrir mig.“
Íbúðin var hólfuð niður með
gifsveggjum en Anna segir þau
hafa lagt áherslu á flæði í rýminu,
að það yrði praktískt og þægilegt
í þrifum. Íbúðin er því öll flísa-
lögð og eldhús, borðstofa og stofa
eru eitt sameiginlegt rými. „Ég er
komin á sextugsaldurinn og þetta
er trúlega síðasta íbúðin sem ég
bý í áður en ég fer á elliheimilið,“
segir Anna hlæjandi.
Innbúið keyptu þau nýtt og
tóku í það einn eftirmiðdag í hús-
gagnaversluninni Öndvegi í Síðu-
múla. Framkvæmdir við íbúðina
gengu líka hratt fyrir sig en byrj-
að var að rífa út úr húsinu í mars
2007 og þremur mánuðum síðar
voru þau flutt inn. „Við vorum
búin að selja ofan af okkur svo
það var pressa að klára og unnið
nótt og dag kringum páskana með
góðum mönnum. Við notuðum
svo kosningadaginn 12. maí til að
flytja inn og hér var haldið inn-
flutningspartí á kosninganótt,“
segir Anna, sem er hæstánægð
með íbúðina.
Hún segir sambúðina við ná-
grannana ganga vel en það eru
skrifstofur og hárgreiðslustofa.
Þau eru því ein í húsinu á kvöldin.
„Okkur líður mjög vel hérna og
hér er gott næði. Svefnherbergin
liggja út í portið svo það er ekki
einu sinni fuglasöngurinn til að
halda fyrir manni vöku á morgn-
ana.“ - rat
Íbúðin hefur þjónað
fjölbreyttu hlutverki
● Hjónin Anna Ragnarsdóttir og Ásgeir Kristjánsson innréttuðu íbúð í iðnaðarhúsnæði á
Húsavík. Innréttingar íbúðarinnar voru hannaðar af Önnu sjálfri og smíðaðar á Húsavík.
Uppáhaldsstaður Önnu er við eldavélina. Þaðan hefur hún útsýni yfir skrúðgarð og upp í Húsavíkurfjall. Allar innréttingar hann-
aði Anna sjálf og lét smíða á Húsavík. MYND/ÖRLYGUR
Anna litla Rakel var í pössun hjá ömmu sinni og nöfnu þegar ljósmyndara bar að
garði.
Eldhúsið, borðstofan og stofan eru eitt sameiginlegt rými. Anna og Ásgeir keyptu
sér nýtt innbú einn eftirmiðdaginn, allt á einum stað, en nýttu gömlu búslóðina í
sumarbústaðinn.
16. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR4