Fréttablaðið - 16.08.2008, Side 44

Fréttablaðið - 16.08.2008, Side 44
● heimili&hönnun Þ egar rökkva tekur er ráð að finna lampa sem gefa notalega og þægilega birtu. Þessi sveppalampi sem hannaður er af Úlfari Svein- björnssyni er sniðugur til að skapa rómantískt andrúmsloft þegar farið er að skyggja. Úlfar segist hafa byrjað að hanna sveppalampann fyrir um sjö árum. „Þetta byrjaði þannig að ég gerði einn lampa í lag- inu eins og keilu. Svo þróuðust þeir smám saman og breyttust fljótlega í þessa sveppalampa,“ útskýrir hann og bætir brosandi við að þetta form hafi eigin- lega verið skemmtilegast. Úlfar seg- ist búa lampana til eftir pöntunum. „Ég framleiði þá ekki en það er hins vegar alltaf verið að panta einn og einn.“ Nánari upplýsingar má finna á www.ulli.is. Rómantískir ljósasveppir Sveppalamparnir skapa notalegt and- rúmsloft þegar rökkva tekur á kvöldin. MYND/SVEINBJÖRN ÚLFARSSON STANDANDI STÍGVÉL Skór og yfirhafnir taka mikið pláss og því er oft þröng á þingi í forstofunni. Leðurstígvél passa illa í skóhillur og eiga það til að detta á hliðina. Hægt er að fá uppblásna stígvélahólka sem settir eru ofan í upprennd stígvélin og þannig haldast þau upprétt. Einnig er hægt að klemma þau saman og jafnvel hengja þau þannig upp. Annað ráð er að setja teygju utan um kálfana á stígvélinu og halda þeim þannig saman en gæta þarf þess að ekki komi far í leðrið. Ef gott pláss er í forstofunni er hægt að hafa sérstaka körfu eða kassa fyrir stíg- vélin. Þannig gengur maður að þeim vísum og þau eru ekki fyrir neinum. Klukkuhillan er gríðarstór þó svo að hún virki örsmá á myndinni. Þ essi stafræna klukka gerir fleira en að tilkynna eiganda sínum hvað tímanum líður. Hún er nefnilega risastór og til þess gerð að geyma hluti í sér. Klukkuhillan er 73 sentimetrar á lengd, 36 sentimetrar á hæð og 13 sentimetra djúp og inni í rauðu stöfunum er hægt að geyma geisladiska, DVD-diska eða tölvuleiki. Hillan leysir því geymsluvanda sem margir eiga við að stríða. Stafræn klukka var mjög vinsæl á áttunda áratugnum og er þessi hönnun skemmtileg og nýstárleg endurkoma á henni. Húsgagnið getur poppað upp hefðbundna stofu en það er klukkuframleiðandinn Anka frá Hong Kong sem sem framleiðir hilluna. Sjá nánar á www.anka.com.hk. Stafræn klukka og hilla í senn 16. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.