Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 60
40 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1941 Winston Churchill, for- sætisráðherra Breta, hefur viðkomu í Reykjavík á leið sinni heim af fundi með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta. 1945 Puyi, síðasti kínverski keisarinn, er handsamað- ur af Sovétmönnum. 1960 Kýpur fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1962 Ringo Starr tekur við af Pete Best sem trommari Bítlanna. 1989 Sólgos veldur truflunum í örgjörvum á jörðu og truflar tölvustarfsemi víðs vegar um heim. 1991 Úrkomumet er sett í Reykjavík, 18 mm á klst. Það samsvarar fjórðungi af heildarúrkomu venju- legs árs. Þennan dag, 16. ágúst, árið 1960 setti bandaríski her- maðurinn Joseph W. Kittinger II þrjú heimsmet sem standa enn. Hann stökk þá úr loft- belgnum Excelsior í 102.800 feta hæð (31.330 metrar) og setti heimsmet í fallhlífar- stökki úr mestri hæð. Hann sveif í frjálsu falli í 4 mínút- ur og 36 sekúndur sem er annað met, og hann náði 988 km hraða á klukkustund (274 metra á sekúndu) en svo hratt hefur enginn maður eða kona farið fyrr né síðar, það er að segja án þess að sitja í flugvél. Stökkið var þriðja stökk Kittinger en fyrsta stökkið fór fram í nóvember 1959. Það var úr mun minni hæð, 76.400 fetum en litlu munaði að illa færi. Kittinger, sem þola þurfti G-kraft sem nemur 22 földu þyngdarafli á jörðu niðri, missti meðvitund en sjálf- virkur sleppibúnaður fallhlífar hans bjargaði lífi hans. Þrátt fyrir áfallið var Kittinger kom- inn upp í loftbelg og búinn að stökkva aftur viku síðar. Það stökk var úr 74.700 fetum og var vel heppnað í alla staði. Þess má geta að þriðja stökkið, þar sem Kittinger setti öll metin, gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þrýstibúnaður í hanska Kittinger bilaði og hægri hönd hans þrútnaði út svo hún varð tvöföld miðað við þá vinstri. ÞETTA GERÐIST: 16. ÁGÚST ÁRIÐ 1960 Hraðskreiðasti maður heims ELVIS PRESLEY LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1977. „Ég er ekki kóngurinn. Jesús Kristur er kóngurinn. Ég er bara skemmtikraftur.“ Elvis Presley var og er enn í dag kallaður konungur rokks- ins. Hann lést af hjartaslagi á heimili sínu Graceland, aðeins 42 ára að aldri. Trumbusláttur og söngur mun hljóma vestast í Vesturbænum í dag þegar leikskólinn Dvergasteinn við Seljaveg fagnar tíu ára afmæli sínu. Hátíða- höldin hefjast með glaðlegri skrúð- göngu. „Við ætlum að njóta dagsins saman frá ellefu til hálf tvö og bjóðum gömlum og nýjum nemendum ásamt foreldrum og gömlu og nýju starfs- fólki,“ segir Elín Mjöll Jónasdóttir forstöðukona, sem hefur leitt farsælt starf á Dvergasteini allt frá stofnun hans og haldist vel á fóstrum og öðru starfsliði. „Fyrstu börnin stigu hér inn fyrir þröskuldinn 17. ágúst 1998 þegar skólinn var nýbyggður, en ég var ráðin áður en komin var hola í jörðina,“ rifj- ar hún upp og bætir við brosandi: „Við vorum fimm sem héldum uppá tíu ára starfsafmæli hér núna um daginn.“ Það er greinileg festa í starfinu á Dvergasteini. Þjóðsögur og skapandi list eru lykilverkefni þar enda hefur Reykjavíkurborg séð ástæðu til að veita honum hvatningarverðlaun. Elín Mjöll segir líka árlega haldið upp á af- mæli hans en nú verði það með hátíð- legra sniði en fyrr og öllum boðið sem tengist skólanum. Er það ekki orðinn gríðarlegur fjöldi? „Jú, en við byrjuðum með lítinn tveggja deilda leikskóla og njótum þess að þekkja öll þessi börn og for- eldra þeirra af því að megnið af starfs- fólkinu er búið að vera hér allan tím- ann. Börnin sem hafa verið hér hafa tengst okkur vel og fjölskyldur þeirra líka. Þess vegna ákváðum við að senda boðsbréf til þeirra allra og einnig starfsmanna sem komnir eru annað og höfum fengið góð viðbrögð,“ segir Elín Möll og lýsir dagskránni lítillega. „Við byrjum með skrúðgöngu klukk- an ellefu og förum hring um hverfið. Börnin hafa sjálf skapað hljóðfæri til að vera með í göngunni. Einnig hafa þau skreytt húsið og gert heljar mik- inn vef úr náttúrulegum efniviði í um- hverfi okkar. Nýtt lógó skólans verður vígt í dag og því foreldri sem teikn- aði það veitt viðurkenning og við erum líka að gefa út söngbók af þessu til- efni sem seld verður foreldrum. Svo er skemmtidagskrá. Þar kemur fram hljómsveit skipuð nokkrum foreldrum og starfsmönnum og síðan koma Skoppa og Skrítla.“ Elín getur þess í lokin að grillað verði fyrir utan skól- ann. „Eitt er víst að það verður gaman hjá okkur því við viljum halda veglega uppá þessi tímamót.“ gun@frettabladid.is LEIKSKÓLINN DVERGASTEINN: TÍU ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ Njótum þess að þekkja öll þessi börn og foreldra þeirra ELÍN MJÖLL Hefur verið leikskólastjóri frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Brynjólfur Sæmundsson Dalbraut 27, lést miðvikudaginn 13. ágúst. Útförin auglýst síðar. Dagmar Brynjólfsdóttir Georg Jón Jónsson Jóhanna Brynjólfsdóttir Sveinbjörn Jónsson Jóna P. Brynjólfsdóttir Gylfi Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Aðalbjörn Benediktsson frá Grundarási, sem lést 13. ágúst á Landspítalanum, verður jarðsung- inn fimmtudaginn 21. ágúst frá Fossvogskirkju kl. 13. Guðrún Benediktsdóttir Sigrún Aðalbjarnardóttir Þórólfur Ólafsson Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir Helgi Jón Jónsson Aldís Aðalbjarnardóttir Páll Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlut- tekningu við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingibjargar Guðmundsdóttur Eyrardal, Súðavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á öldruar- deild Sjúkrahússins á Ísafirði sem með frábærri umönnun og umhyggju gagnvart mömmu og pabba, Kjartani Jónssyni, létti þeim ævikvöldið síðustu árin þeirra þar. Guðlaug Ingvarsdóttir Jóna Kjartansdóttir McCarthy Josep McCarthy Bjarni Kjartansson Guðmundína Sturludóttir Steinn Ingi Kjartansson Rósa Ólafsdóttir Guðmundur S. Kjartansson Guðjón M. Kjartansson Dagbjört S. Hjaltadóttir Kristín Lilja Kjartansdóttir Þorsteinn H. Þorsteinsson Bjarney Stella Kjartansdóttir Einar V. Hálfdánarson Daði Kjartansson Stefán H. Kjartansson og fjölskyldur Elsku móðir okkar, amma, langamma og kær vinur, Kristjana M. Jóhannesdóttir andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði miðvikudaginn 13. ágúst. Útför fer fram frá Áskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 11.00. Sigurður Hávarðsson Guðrún Jónsdóttir Jens Kristján Jensson Bang Orn Sibrunang Manfreð Jóhannesson Þorvaldur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vinarhug og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru Ragnhildar Kristínar Sandholt Sérstakar þakkir til starfsmanna heimahlynningar og líknardeildar LHS í Kópavogi fyrir einstaka umönnun. Jón Eiríksson Eiríkur Jónsson Ásthildur Björnsdóttir Íris Jónsdóttir Einar Sigurðsson Atli Már Jónsson Lilja Dagbjartsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Eiríksdóttir Hæðargarði 33, áður Miðdal í Kjós, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á MS-félagið. Davíð Guðmundsson Fanney Þ. Davíðsdóttir Hulda Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Grímsson Kristín Davíðsdóttir Gunnar Rúnar Magnússon Guðbjörg Davíðsdóttir Katrín Davíðsdóttir Sigurður Ingi Geirsson Sigríður Davíðsdóttir Gunnar Guðnason Guðmundur H. Davíðsson Svanborg A. Magnúsdóttir Eiríkur Þ. Davíðsson Solveig U. Eysteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI VALUR FREYR EINARSSON leikari er 39 ára. RÓBERT ARN- FINNSSON leikari er 85 ára. Á DVERGASTEINI Börnin og fóstrurnar vefa listaverk úr náttúrulegu efni úr nánasta umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.