Fréttablaðið - 16.08.2008, Page 65
LAUGARDAGUR 16. ágúst 2008
Starfshópur sem skipulagði Tónlist-
arhátíð unga fólksins tók við viður-
kenningu að upphæð 700 þúsund
krónur úr Styrktarsjóði Önnu Kar-
ólínu Nordal úr hendi Jónasar Ingi-
mundarsonar píanóleikara í Salnum
á fimmtudagskvöld. Starfshóp
þennan skipa þau Guðný Þóra Guð-
mundsdóttir fiðluleikari, Arnþrúð-
ur Gísladóttir flautuleikari, Þor-
gerður Edda Hall sellóleikari og
Helgi Jónsson tónlistarfræðingur
við LHÍ, en þau hafa þótt standa sig
með prýði við að hleypa þessari
metnaðarfullu og glæsilegu hátíð af
stokkunum í fyrsta sinn.
Tónlistarhátíð unga fólksins, sem
staðið hefur yfir í Kópavogi nú í
mánuðinum, hefur farið fram með
miklum sóma í hvívetna. Markmið-
ið með hátíðinni var að skapa vett-
vang þar sem tónlistarnemendur á
hinum ýmsu stigum náms geta
komið saman og lært af frábærum
listamönnum og það hefur sannar-
lega náðst. Fjölmargir ungir hljóð-
færaleikarar og söngvarar hafa sótt
námskeið hjá úrvals kennurum,
komið fram á tónleikum og hlýtt á
leiðbeinendur sína leika af miklu
listfengi í afar metnaðarfullri tón-
leikaröð hátíðarinnar í Salnum að
undanförnu.
Þetta er í fyrsta sinn sem hátíð
sem þessi er haldin hér á landi og
því um sannkallað brautryðjenda-
starf að ræða hjá þeim öfluga en
fámenna starfshópi sem hefur haft
veg og vanda að undirbúningi og
skipulagningu hátíðarinnar.
Stjórn Styrktarsjóðs Önnu Karól-
ínu Nordal var því einhuga um að
viðurkenning úr sjóðnum að upp-
hæð 700 þúsund krónur skyldi að
þessu sinni renna til hátíðarinnar
með árnaðaróskum og von um að
framhald verði á hátíðinni strax á
næsta sumri.
Áður hafa hlotið viðurkenningu
úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu
Nordal þau Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir mezzó-sópran, Eyjólfur Eyj-
ólfsson tenór, Ari Þór Vilhjálmsson
fiðluleikari, Jónas Guðmundsson
tenór, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðlu-
leikari og Gissur Páll Gissurarson
tenór. Stjórn Styrktarsjóðs Önnu
Karólínu Nordal skipa þau Jónas
Ingimundarson, Þórður Júlíusson
og Vigdís Esradóttir. - vþ
Tónlistarhátíð
verðlaunuð
VERÐLAUNAÐUR STARFSHÓPUR Aðstandendur Tónlistarhátíðar unga fólksins voru að
vonum ánægðir með viðurkenninguna. MYND/SALURINN
Framhaldsskóladeild
Kennsla hefst 18. ágúst
Grunnskóladeild
Kennsla hefst 25. ágúst
Forskóli nemar fæddir 2000 til 2003
Innritun hefst 18. ágúst
Kennsla hefst 8. september
Skrifstofan er opin virka daga
frá 13:00 til 17:00
Skólaárið 2008 – 2009
Kennsla hefst
Listdansskóli Íslands hefur viðurkenningu
menntamálaráðuneytisins sem einkaskóli
á framhaldsskólastigi.
Nám við Listdansskóla Íslands er samkvæmt
aðalnámskrá á grunn- og framhaldsstigi
Skólinn er rekinn af Dansmennt ehf,
sem er í eigu Listaháskóla Íslands
Staður:
Engjateigur 1
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar:
www.listdans.is
588 91 88
Skólabækur
Pennaveski
Skólatöskur
Skrúfblýantar
Blek
Tússlitir
Trélitir
Blýantar