Fréttablaðið - 16.08.2008, Page 74

Fréttablaðið - 16.08.2008, Page 74
54 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR PEKING 2008 Þátttöku Íslendinga í sundkeppninni í Peking lauk í gær þegar Ragnheiður Ragnars- dóttir tók þátt í 50 metra skrið- sundi. Hún stóð sig frábærlega og setti nýtt Íslandsmet er hún kom í mark á 25,82 sekúndum en gamla metið hennar var 25,95 sekúndur. Þessi tími dugði henni í 36. sæti af 90 keppendum. „Ég vissi að þessir leikar yrðu svona. Ég átti miklu meira inni í 50 metra sundinu. Ég er samt ánægð með bæði sundin og þetta hefur verið rosa gaman,“ sagði Ragnheiður kát nýstigin upp úr lauginni. Hún sagði fyrir leikana að seinna sundið yrði betra hjá sér og hafði rétt fyrir sér. „Ég er búin að fá fjögur ár af stórmótareynslu og það er að skila sér mjög vel. Þetta er tals- vert skemmtilegra en fyrir fjórum árum,“ sagði Ragnheiður ,sem veit ekkert hvað tekur við hjá henni á næstu misserum en telur þó líklegt að hún haldi áfram að synda. „Nú fer ég í sumarfrí en hvað síðan tekur við veit ég ekki. Ég tími varla að hætta í sundinu núna og öll þessi vinna er þess virði. Það er ótrúlega gaman að synda gott sund og fíla sig í vatninu. Ég stefni líklega á næstu leika en maður veit ekkert hvort maður verður í sundi eftir fjögur ár,“ sagði Ragnheiður, sem segist ekki stefna á að synda erlendis en hún stefnir á háskólanám að ári liðnu. „Ég er með margar hugmyndir, mikið af plönum sem og tilboðum í hitt og þetta. Ég er að meta stöð- una núna. Verst að ég er ekki tíföld svo ég geti gert allt sem er í boði.“ - hbg Ragnheiður Ragnarsdóttir endaði þátttöku sundfólksins á leikunum með Íslandsmeti í 50 metra skriði: Tími varla að hætta í sundinu núna METIÐ Í HÖFN Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti Íslandsmetið í 50 metra skrið- sundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Þjálfarateymi handboltalandsliðsins – Guð- mundur Guðmundsson, Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon – er ekki í neinni skemmtireisu í Peking heldur vinna þeir myrkranna á milli. Þegar landsliðið er ekki að spila sitja þeir félagar fyrir framan tölvu og greina leik næstu andstæðinga íslenska liðsins. Það er mikil vinna en hún hefur heldur betur skilað sér ef mið er tekið af leik íslenska liðsins á mótinu. „Við vinnum eiginlega á vöktum. Þetta er þrotlaus vinna, því er ekki að neita. Það er verið að greina leiki til fimm á nóttunni og svo tek ég við á morgnana. Við skiptumst á og hver klukkutími skiptir máli í þessu. Maður gerir ekkert nema hanga í þorpinu uppi á herbergi, sofa og borða. Til þess kom maður líka hingað,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og brosti. - hbg Handboltaþjálfararnir: Í næturvinnu á milli leikja MIKIÐ ÁLAG Landsliðsþjálfararnir Guð- mundur Guðmundsson og Óskar Bjarni Óskarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 „Það eru allir heilir og klárir í slaginn að Arnóri Atlasyni undanskildum. Það er talsverð óvissa með hans þátttöku í leikn- um en hann tognaði illa í baki gegn Kóreu,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær en Ísland mætir Dönum á ÓL í dag. Leikurinn hefst klukkan 12.45 að íslenskum tíma en 20.45 að staðartíma. Guðmundur ætlaði að prófa Arnór á æfingu morguninn fyrir leikinn en heyra mátti að hann var svartsýnn á þátttöku skyttunnar. „Þó svo að hann muni ekki spila þennan leik kemur ekki til greina að skipta honum út úr hópnum strax. Það gerum við ekki nema í lengstu lög,“ sagði Guðmundur en fjöldi leikmanna er sár eftir átök síðustu daga. Guðjón Valur sneri sig rétt fyrir mót, Alexander hefur orðið fyrir alls konar skakkaföll- um og svona mætti áfram telja. „Auðvitað eru menn lemstraðir en það þýðir ekki að fást um það. Þetta er langt mót, mikil átök og auðvitað verða menn aumir. Það er bara þannig,“ sagði Guðmund- ur. Þjálfarinn segir að fólk hafi haft á orði að hann væri ekki húsum hæfur eftir tapið gegn Kóreu en sagðist allur vera að koma til eftir nætursvefn. Danir hafa ekki verið í sínu besta formi hér í Peking. Gerðu jafntefli við Egypta, töpuðu fyrir Kóreu og mörðu síðan Rússa með marki beint úr aukakasti eftir venjulegan leiktíma. „Það er oft þannig að lið eru mislengi að finna taktinn á svona mótum. Danir unnu náttúrulega gríðarlega mikilvægan og sætan sigur á Rússum og mæta því til leiks fullir sjálfstrausts gegn okkur,“ sagði Guðmundur, en hvað þarf til að leggja Danina, sem hafa verið okkur erfiður ljár í þúfu síð- ustu ár? „Vörnin verður að vera áfram eins öflug og hún hefur verið, sem og markvarslan. Sóknarleikurinn þarf síðan að detta aftur í gírinn en það er bót í máli að við mætum núna hefðbundnari vörn en í síð- asta leik ef svo má að orði kom- ast,“ sagði Guðmundur. Óvissa með Arnór Atlason Ísland mætir Evrópumeisturum Dana í fjórða leik liðsins á ÓL í dag. Þjálfarinn segir menn vera lemstraða en hefur mestar áhyggjur af Arnóri Atlasyni. SLÆMUR Í BAKI Arnór Atlason hefur spilað vel á leikunum. Hér er hann í leik gegn Þjóðverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is PEKING 2008 Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson var nokkuð frá sínu besta í undan- keppninni í gær. Bergur Ingi kastaði 71,63 metra en Íslandsmet hans er 74,43 metrar. Kasta þurfti 78 metra til þess að komast í úrslit. „Þetta gekk bara svipað og ég bjóst við. Ég er bara mjög sáttur við að hafa komist yfir 70 metra á mínum fyrstu Ólympíuleikum,“ sagði hinn 22 ára gamli Bergur Ingi, sem kastaði fyrst 69,74 metra en gerði síðan ógilt. Lokakastið hans var síðan hans besta. „Þessi upplifun var svipuð og ég bjóst við. Kannski aðeins meira af fólki en maður á að venjast. Mér leið vel og fann ekkert fyrir stressi. Man að ég var einmitt að hugsa um hvað það væri skrítið að ég væri ekki stressaðri,“ sagði Bergur Ingi, sem mætir væntanlega reynsl- unni ríkari til leiks í London eftir fjögur ár. „Það hjálpar manni að hafa keppt hér og ætli stefnan verði ekki að komast í úrslit þá,“ sagði Bergur Ingi brattur. - hbg Bergur Ingi Pétursson: Er mjög sáttur LOKAKASTIÐ Bergur Ingi Pétursson sést hér kasta yfir 71 metra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Landsliðsbakvörður- inn Hildur Sigurðardóttir gæti verið á leiðinni aftur út í atvinnumennsku því hún er komin með tilboð frá svissneska úrvalsdeildarliðinu Elfic Fribourg. Félagið er frá sam- nefndri borg í vesturhluta Sviss og endaði í 6. sæti í deildinni í fyrra. Hildur lék við góðan orðstír með sænska liðinu Jämtland veturinn 2004-05 en hefur síðan leikið með Grindavík og KR eftir að hún kom aftur heim. Hildur var lykilmaður hjá nýliðum KR á síðasta tímabili sem kom mörgum á óvart með því að komast alla leið í úrslita- einvígið um titilinn. Hildur var valin í lið ársins en hún var með 15,3 stig, 10,3 fráköst og 7,1 stoðendingu að meðaltali í leik. Það er því ljóst að það verður mikill missir fyrir KR ef Hildur verður ekki með liðinu í vetur. Hildur er nú á fullu með landsliðinu en fyrsti leikurinn í EM er einmitt á móti Sviss. Hildur er reyndasti leikmaður liðsins en hún lék sinn 56. landsleik á Norðurlandamótinu á dögunum. - óój Hildur Sigurðardóttir: Með tilboð frá liði í Sviss Á LEIÐINNI ÚT Hildur Sigurðardóttir gæti spilað í Sviss í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR PEKING 2008 Júdókappinn Þormóð- ur Árni Jónsson stóð sig með ágæt- um í júdókeppni Ólympíuleikanna í gær. Hann byrjaði á því að leggja Pablo Figueroa frá Púertó Ríkó sannfærandi á ippon. Þá mætti hann Írananum Mohammad Reza Rodaki og tapaði þegar aðeins 48 sekúndur voru eftir af glímunni. Þá leiddi Þor- móður, 1-0, og gerði sitt besta til þess að verja stigið. Íraninn náði síðan góðu taki á Þormóði og skellti honum. Þormóður hefði fengið upp- reisnarglímu ef Íraninn hefði unnið næsta andstæðing en af því varð ekki. „Ef ég hefði unnið Rodaki þá hefði ég varla getað beðið um það betra. Þá hefði ég komist í sextán manna úrslit á harðasta móti í heimi. Ég kem inn neðstur af Evr- ópumönnunum. Ég bjóst sjálfur við því að vinna Figueroa en vildi bara ekkert vera að auglýsa það,“ sagði Þormóður Árni, sem var ekki fjarri því að skella Rodaki um miðjan bardagann. „Það sem ég ætlaði að gera var að fá hann á mig og detta undir hann. Ég varð að hreyfa mig mikið og þegar ég varð orðinn hvað þreyttastur hugsaði ég um allt það sem ég er búinn að leggja á mig síðustu tvo mánuði. Bara fjörutíu sekúndur í viðbót sem var ekki neitt en því miður þá gekk það ekki,“ sagði Þormóður, sem var löðursveittur en átökin í júdói eru hreint rosaleg. „Glíma er í rauntíma svona átta mínútur. Þetta er eins og að lyfta stöðugt í átta mínútur. Það gekk mikið á og ég hélt ég myndi hrygg- brotna þegar hann náði mér einu sinni. Ég verð örugglega mjög skemmdur á morgun,“ sagði Þor- móður og glotti en hann hélt að Rodaki hefði meiðst. „Hann meidd- ist í hnénu og ég var alveg „please“ vonandi er eitthvað slitið í hnénu. Það var ekki svo gott,“ sagði Þor- móður í hæðnistón. - hbg Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson vann fyrstu glímuna sína á leikunum en tapaði næstu fyrir Írana: Aðeins 48 sekúndum frá 16 manna úrslitum Í VONDUM MÁLUM Þormóður Árni Jóns- son sést hér í glímu sinni við Íranann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.