Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 4
4 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Góð tilbreyting! REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY flugfelag.is Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Ísafjörður frá 3.990 kr. UMHVERFISMÁL „Það eru allir bæj- arbúar á móti þessu, hver og einn einasti,“ segir Haraldur Helgason, formaður umhverfisnefndar Akra- ness sem leggst gegn því að Sem- entsverksmiðjan fái nýtt og breytt starfsleyfi. Sementsverksmiðjan hefur verið starfrækt á Akranesi í hálfa öld og hefur verið óskað eftir nýju starfsleyfi fyrir verksmiðjuna nú í haust. Að sögn Haraldar Helgasonar felur umsókn Sementsverksmiðj- unnar í sér að fyrirtækið geti við framleiðslu sína brennt margvíslegum úrgangi í stað kola sem nú séu notuð. Þannig væri í raun opnað á þann möguleika að breyta Sem- entsverksmiðj- unni að hluta í sorpbrennslu- stöð. Því myndi fylgja mikil stækkun og umferðarþungi auk þess sem slík starfsemi eigi alls ekki heima í litlu bæjarfélagi. „Við getum ekki fellt okkur við að fyrirtækið fari að hafa tekjur af sorpeyðingu hérna inni í bænum. Þá væri betra að flytja alla starf- semina annað,“ segir Haraldur sem kveður það mundu hafa verið betra að Sementsverksmiðjan hefði sótt um óbreytt starfsleyfi. „Við fáum auðvitað starfsleyfi,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Sementsverksmiðjunnar. „Ég hef boðið nefndinni að koma í heim- sókn til okkar en þau hafa nú ekki þegið það enn þá. Þetta er nánast vinnuplagg sem er þarna í gangi.“ Umhverfisnefndin segir tillögu sína um afgreiðslu bæjaryfirvalda á starfsleyfisumsókn Sements- verksmiðjunnar gerða á grund- velli stjórnarskrár Íslands, mann- réttindasáttmála Evrópu, staðardagskrár 21, Ólafsvíkur- yfirlýsingarinnar og heilsustefnu ríkisstjórnarinnar. „Umhverfisnefndin telur að nýtt starfsleyfi hafi í för með sér aukin umsvif sem ekki muni falla vel að þróun byggðar á Akranesi. Nefndin leggst gegn förgun úrgangs í verksmiðjunni, þar sem hún verðfelli ímynd bæjarins og valdi íbúum og öðrum hagsmuna- aðilum óþægindum,“ segir nefnd- in og hvetur til „opinnar og lýð- ræðislegrar umræðu um framtíð Sementsverksmiðjunnar hf.“ Ekki náðist í Gísla S. Einarsson bæjarstjóra í gær. Búast er við að bæjarráð fjalli um tillögu umhverfisnefndarinnar að hálfum mánuði liðnum. gar@frettabladid.is Sementsverksmiðjan sé ekki sorpbrennsla Umhverfisnefnd Akraness vill ekki að Sementsverksmiðjan fái starfsleyfi sem feli í raun í sér heimild til að reka sorpbrennslustöð með auknum umsvifum. Það myndi verðfella ímynd bæjarins. Forstjórinn er viss um að starfsleyfi fáist. GÍSLI S. EINARSSON SEMENTSVERKSMIÐJAN Umhverfisnefnd Akranes vísar meðal annars til stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu þegar hún lýsir andstöðu við leyfi til sorp- brennslu í Sementsverksmiðjunni. MYND/HÖRÐUR GUNNAR H. SIGURÐSSON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 20° 18° 19° 19° 20° 22° 22° 27° 25° 29° 30° 27° 21° 28° 28° 31° 18° Á MORGUN 5-8 m/s SUNNUDAGUR 5-10 m/s 12 12 14 14 17 13 13 14 13 12 8 6 6 4 4 5 4 3 7 3 6 6 12 15 18 1412 10 12 13 1010 NÝTT ÚRKOMU- SVÆÐI Núna eftir hádegi tekur úrkomuloft land vestan til og má má búast við töluverðri rigningu um miðjan dag víða á vesturhluta landsins. Hins vegar verður fínasta veður austan til lengst af, bjart með köfl um og hlýtt. Ekki sér fyrir end- ann á úrkomuloft- inu næstu daga þó vissulega verði að mestu þurrt eystra. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur BRUSSEL, AP Höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel hefur borist bréf frá rússneskum hermálayfirvöldum, þar sem segir að þau hafi ákveðið að stöðva allt hermálasamstarf við bandalagið og aðildarríki þess. Þessi tilkynning frá Moskvu er nýjasta skrefið í þeirri reiðilegu togstreitu sem átökin í Georgíu hafa komið af stað milli Rússlands og NATO. Utanríkisráðherrar NATO ákváðu á bráðafundi á þriðjudag að ekki yrði reynt að kalla saman samstarfsráð Rússlands og NATO, fyrr en eftir að Rússar hefðu kallað herlið sitt frá Georgíu. - aa Rússland og NATO: Hermálasam- starf stöðvað GEORGÍA, AP Rússneskt herlið gróf skotgrafir og virtist vera að byggja varanlegar víggirðingar á hernaðarlega mikilvægum stöðum í Georgíu í gær. Jafnframt því sáust lestir rússneskra stríðstóla mjakast norður á bóginn, inn í aðskilnaðarhéraðið Suður-Ossetíu. Þótt Dmítrí Medvedev Rúss- landsforseti hafi heitið því að rússneska herliðið í Georgíu myndi fara þaðan fyrir vikulokin virtist það fara sér í engu óðslega. Jafnvel virtist ástæða til að ætla að það ætlaði sér að hersetja viss svæði í Georgíu eins lengi og því sýndist, þvert á ákvæði vopna- hléssamkomulagsins. - aa Átökin í Georgíu: Rússar grafa skotgrafir MÓTMÆLI Íbúar Poti við Svartahafið mót- mæla hernámi Rússa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL „Niðursveiflan er ekki búin og botninn er ekki í sjónmáli,“ sagði Myron Scholes á ráðstefnu Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði í Þýskalandi í gær. Scholes, sem hlaut Nóbelsverðlaun árið 1997, telur alþjóðlega efnahagskreppu í vændum. Nóbelsverð- launahafinn Joseph Stiglitz kenndi skorti á virku eftirliti með fjármálafyrirtækjum um. Sérstaklega gagnrýndi hann fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna Alan Greenspan fyrir að hafa brugðist skyldu sinni, en Greenspan hefði átt að hafa hemil á skuldasöfnun bandarískra neytenda og stöðva sprengingu í útgáfu vafasamra skuldvafninga. „Allir mestu hugsuðir efnahagslíf- sins brugðust skyldum sínum,“ sagði Stiglitz. -msh Hagfræðingar spá kreppu: Ástandið á eftir að versna mikið JOSEPH STIGLITZ STJÓRNSÝSLA Haukur Leósson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitunnar, borgaði úr eigin vasa fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son, Björn Inga Hrafnsson og Guð- laug Þór Þórðarson í veiði í Miðfjarðará. Fréttablaðið hefur séð gögn þar um. Leyfin þrjú kostuðu samanlagt 480 þúsund krónur. Haukur segir að hann og Stefán Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Baugs, séu gamlir veiðifélagar og hafi fyrir löngu verið búnir að kaupa eina stöng saman. Rétt fyrir ferðina hafi þrjár stangir verið lausar og því fengist með góðum afslætti. - kóp Laxveiðiferð í Miðfjarðará: Haukur borgaði leyfin sjálfur ELDUR Eldur kviknaði í loftpressu á áttundu í húsnæði Fóðurblöndunn- ar í Korngörðum við Sundahöfn í Reykjavík um klukkan hálfsex í gær. Allt slökkvilið var kallað út og náðu slökkviliðsmenn fljótlega tökum á eldinum en búið að var að slökkva í fyrir klukkan átta. Jón G. Kristinsson verksmiðjustjóri sagði í gær að hann teldi tjónið sem varð hlaupa á milljónum. Hann væri þó þakklátur því að hætta hefði ekki steðjað að fólki og að vel hefði tek- ist við að slökkva eldinn. Sá sem fyrstur varð eldsins var er Arnar Karlsson, framleiðslu- stjóri Fóðurblöndunnar. Á vett- vangi var auðséð að hann hafði komist í mikið návígi við eldinn því skegg hans var allt sviðið. Hann sagðist þó ekki hafa verið hræddur um líf sitt en þakkar fyrir að föst regla hjá fyrirtækinu er að gefa ávallt viðvörunarbjöll- um brunaboðans í fyrirtækinu gaum þótt oft hafi hann hringt af ástæðulausu. Ég hljóp strax á svæðið þar sem tilkynnt var um að eldur væri, þar var mikill eldur en búið var að kalla út hjálp. Ég hljóp þá og sótti slökkvitæki og tæmdi yfir eldinn. Það dugði ekki til og eldurinn gaus upp aftur,“ segir Arnar sem segist þá hafa haft vit á því að forða sér út úr húsinu enda búinn að vera í miklu návígi við eldinn eins og skegg hans bar vott um. - kdk Eldur kviknaði í húsnæði Fóðurblöndunnar við Sundahöfn í gær: Milljónatjón í bruna í Korngörðum VIÐSKIPTI Olía hækkaði á mörkuð- um í gær um ríflega fimm dollara á tunnu. Verðið fór yfir 122 dollara á tunnu og hefur ekki verið hærra í tvær vikur. Væntingar um að verðið færi niður í 100 dollara urðu að engu við hækkunina. Sérfræðingar eru sammála um að spenna í sam- skiptum Rússa við Vesturveldin sé höfuðástæða hækkunarinnar. Rússland, er annað stærsta olíuútflutningsríki heims á eftir Sádi-Arabíu. Menn óttast að þeir muni beita útflutningsstýringum til að gæta hagsmuna sinna. - kóp Olíuverð hækkar úti í heimi: Alþjóðaspenna hækkar olíuverð NÁÐU FLJÓTLEGA TÖKUM Á ELDINUM Allt slökkvilið höfuðborgarinnar var kallað út og gekk það rösklega til verks og var búið að slökkva eldinn fljótlega eftir komu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GENGIÐ 21.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,9171 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,39 82,79 153,48 154,22 121,62 122,30 16,303 16,399 15,291 15,381 12,955 13,031 0,7572 0,7616 129,67 130,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.