Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 16
16 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Klikkuð hugmynd „Mér finnst þessi hugmynd alveg klikkuð. Ég er hrifinn af öllum svona steiktum hugmyndum,“ segir Vilhelm Anton Jónsson um hugmyndir Björns Kristinssonar verkfræðings um að reisa varnargarð milli Seltjarnarness og Álftaness og þurrka upp Skerjafjörðinn til að afla nýs byggingarlands. „Ég myndi vilja að þessi varnar- garður yrði þannig úr garði gerður að hægt væri að virkja sjávarföllin til að búa til rafmagn handa þessari nýju byggð. Ef það væri gert finnst mér þessi hugmynd stórgóð. Þetta er alveg jafn raunhæft og allar þess- ar virkjanahugmyndir.“ Loks bætir Vilhelm við að sniðugt gæti líka verið að setja plexigler yfir Eyjafjörðinn. SJÓNARHÓLL UPPÞURRKUN SKERJAFJARÐARINS VILHELM ANTON JÓNSSON Tónlistarmaður. „Það er allt flott að frétta af mér. Haustið er að koma og það leggst vel í mig eins og ævinlega. Lífið og tilveran leggjast yfir höfuð vel í mig,“ segir André Bachmann, tónlistarmaður, stræt- isvagnabílstjóri og almennur gleðigjafi. André hefur dvalist töluvert á sjúkrahúsi í sumar en hefur jafnað sig fullkomlega að eigin sögn. Hann hefur nóg að gera við vinnu og fleira. „Ég gaf út disk um áramótin og hef verið að kynna hann síðan. Diskurinn heitir Með kærri kveðju og er fyrsti diskurinn minn í heil tólf ár, eða síðan ég gaf út plötuna Til þín árið 1996. Reyndar hef ég komið að útgáfu annarra diska á þessum tíma, og þá helst þeirra sem gefnir eru út til stuðn- ings góðra málefna,“ segir André. Hann þreytist að eigin sögn seint á því að láta gott af sér leiða. „Þessa dagana er ég að undirbúa jólahátíð fatlaðra og er þetta í 27. sinn sem ég vinn að þeirri hátíð. Ég lofa nokkr- um góðum nöfnum, en vil ekki tjá mig um þau strax,“ segir hann og skellir upp úr. „Svo eru skólarnir að hefjast og þá verður nú aldeilis nóg að gera í strætisvagnaakstrin- um, með aukaferðum og hvaðeina. Það er aldrei að vita nema ég skelli mér í smá afslöppunarferð til Svíþjóðar fyrir jólin. Bróðir minn býr þar í smábænum Staff- anstorp. Þangað reyni ég að fara fjórum til fimm sinnum á ári. Bærinn er vinalegur og þangað er alltaf gott að koma,“ segir André og snýr sér því næst að daglegu amstri, enda greinilega nóg um að vera hjá gleðigjafanum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ANDRÉ BACHMANN, TÓNLISTARMAÐUR OG BÍLSTJÓRI Er að undirbúa jólahátíð fatlaðraHlemmur er víða „Hann hefur hingað til verið eins og húsvörður á biðstöð þar sem setið er og beðið en kannski hann sé að átta sig á að þannig gengur þetta ekki fyrir sig.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, FORMAÐUR VG, UM FORSÆTIS- RÁÐHERRA Fréttablaðið 21. ágúst. Einfalt mál „Ég tel að ef menn leika á eðlilegri getu og við náum al- vöru leik þá óttast ég ekkert. Ég tel að þá höfum við alla burði til þess að ná góðum leik og góðum úrslitum á móti Norðmönnum.“ ÓLAFUR JÓHANNESSON, LANDS- LIÐSÞJÁLFARI Í FÓTBOLTA Fréttablaðið 21. ágúst ■ Embætti borgarstjóra var stofnað árið 1907 og ári síðar var Páll Ein- arsson skipaður fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. Þrátt fyrir að Reykjavík væri aðeins 10 þúsund manna bær og yrði ekki formlega borg fyrr en 1964, reyndar eftir lögum frá 1962, var emb- ættið kallað borgarstjóri. Hanna Birna Kristjánsdóttir er 20. borgarstjórinn. Þegar Davíð Oddsson lét af störfum, árið 1991, höfðu 11, að honum meðtöldum, menn gegnt embættinu á 83 árum. Á þeim 17 árum sem liðin eru síðan Davíð lét af störfum hafa 9 borgarstjórar gegnt embættinu; 4 sjálfstæðismenn, 3 fyrir R-listann, 1 samfylkingarmaður og einn fyrir F-lista og óháða. BORGARSTJÓRI Ólafur Ragnar Grímsson er fyrsti íslenski forsetinn sem fer á Ólympíuleika. Forsetahjónin heilsuðu upp á íslenska hópinn í gær. Ólafur segir alla handbolta- strákana geta lagt sig í for- setakosningum yrði kosið eftir mánuð. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief komu til Peking á miðvikudaginn. Þau skelltu sér á leik Íslands og Póllands fljótlega eftir lendingu og urðu vitni að frábærum sigri Íslands. Í gær heimsóttu þau hjónin Ólympíuþorpið og virtust hafa afar gaman af. „Það er mikil upp- lifun að koma hingað. Bæði fróð- leg og skemmtileg,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Fréttablaðið en borgarstjóri Ólympíuþorpsins tók á móti þeim. Þar næst var haldið í vistarverur íslenska hóps- ins. Aðstæður kannaðar og spjall- að við fólkið. Að lokum héldu þau hjónin í matartjaldið stóra með íslenska hópnum og snæddu með þeim hádegisverð. Ólafur Ragnar er fyrstur íslenskra forseta til þess að fara á Ólympíuleika. Ákvörðun hans um að koma til Kína var ekki öllum að skapi en forsetinn segist ekki skilja þann hugsunarhátt. „Mér finnst skrítið að fyrirrenn- arar mínir og ég sjálfur hafi ekki fyrr komið á Ólympíuleika. For- setinn er verndari íþróttahreyf- ingarinnar og hefur verið það frá stofnun lýðveldisins. Þetta er mesta íþróttahátíð heims og það er hreinlega undarlegt að forseti Íslands hafi ekki mætt hér áður,“ segir Ólafur Ragnar og bendir á að allir aðrir þjóðhöfingjar Norð- urlandanna séu í Peking. „Það hefði verið undarlegt ef forseti Íslands hefði ekki mætt. Það hefðu verið skilaboð um að íþróttirnar skiptu ekki máli eða það væri eitthvað rangt af hálfu Íslands að taka þátt í móti af þessu tagi. Ef Ísland tekur þátt í heims- móti íþrótta af þessu tagi þá á for- setinn auðvitað að geta mætt. Þess utan þykir mér vænt um þetta verndarahlutverk. Að sýna íþrótta- fólkinu þá virðingu að koma hing- að. Það snart mig þegar ég óskaði handboltastrákunum til hamingju með sigurinn að margir þeirra þökkuðu okkur fyrir að koma,“ sagði Ólafur Ragnar. Vinsældir handboltastrákanna eru eðlilega miklar um þessar mundir. Hvernig heldur Ólafur Ragnar að forsetakosningar myndu fara ef það yrði kosið eftir mánuð og Ólafur Stefánsson myndi bjóða sig fram gegn honum? „Ég held að hver sem myndi bjóða sig fram úr handboltalands- liðinu myndi örugglega vinna,“ sagði Ólafur léttur og hló dátt. henry@frettabladid.is Ólafur Ragnar og Dorrit heimsóttu Ólympíuþorpið KLOFAÐ Í VAGNINN Forsetafrúin sýndi fimi sína þegar hún klifraði á milli sæta í þessum forláta vagni sem flutti hjónin á milli staða í rigningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NAFNARNIR Forsetahjónin ásamt nafna forsetans, Ólafi Stefánssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VISTARVERUR HÓPSINS Ólafur Ragnar ræddi við íslensku Ólympíufarana í Ólympíu- þorpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.