Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 75
FÖSTUDAGUR 22. ágúst 2008 55 FÓTBOLTI Fyrsti heimaleikur karlalandsliðs Íslands í fótbolta í undankeppni HM 2010 verður gegn Skotlandi 10. september næstkomandi. Mikill áhugi er fyrir leiknum í Skotlandi og Skotar eru stórhuga fyrir undankeppnina eftir að hafa rétt misst af farseðlinum á lokakeppni Evrópumótsins í sumar. En samkvæmt heimasíðu KSÍ þá hefur sambandið nú þegar selt knattspyrnusambandi Skotlands 1.500 miða á leikinn og búast má við því að þeir miðar muni rjúka út. Skoskir áhorfendur láta jafnan mikið til sín taka hvert sem þeir fara og menn muna ef til vill eftir því þegar skoska landsliðið kom síðast og fylgismenn þeirra máluðu Reykjavík rauða í undankeppni Evrópumótsins árið 2004. - óþ Undankeppni HM 2010 1.500 Skotar á Laugardalsvöll? VEKJA ATHYGLI Skoskir áhorfendur skera sig jafnan úr hvert sem þeir fara. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Porstmouth fékk í gær franska vinstri bakvörðinn Armand Traore að láni frá Arsenal út yfirstandandi keppnis- tímabil. Hinn 18 ára gamli Traore kemur til með að veita Hermanni Hreiðarssyni samkeppni um stöðu í byrjunarliði Portsmouth en knattspyrnustjórinn Harry Redknapp er lengi búinn að vera á eftir vinstri bakverði og rétt missti af Nicky Shorey sem fór frekar til Aston Villa á dögunum. Þá gekk Portsmouth í gær frá kaupum á kantmanninum Jerome Thomas frá Charlton og skrifaði leikmaðurinn undir eins árs samning. - óþ Enska úrvalsdeildin: Hermann fær meiri samkeppni KÖRFUBOLTI Ísland tapaði fyrsta leiknum sínum á æfingamótinu á Írlandi þegar liðið lá 65-84 fyrir Pólverjum. Pólverjar eru A-þjóð en taka ekki þátt í undankeppni EM að þessu sinni þar sem þeir verða gestgjafar á úrslitakeppn- inni næsta haust. Bakvörðuinn Łukasz Wichniarz skoraði 19 stig fyrir Pólverja en hrökk heldur betur í gang í seinni hálfleiknum. Pólverjar skoruðu fyrstu fimm stig leiksins en íslenska liðið var vel inni í leiknum í fyrri hálfleik, komst fyrst yfir í 28-27 og staðan var síðan jöfn, 31-31, í hálfleik. Það gekk hins vegar allt á aftur- fótunum hjá íslenska liðinu í þriðja leikhlutanum sem tapaðist 11-33. Íslenska liðið náði aðeins að laga stöðuna í lokaleikhlutanum og ná muninum úr 26 stigum niður í þau 19 stig sem skildu liðin að í lokin. Jón Arnór Stefánsson var stiga- hæstur með 11 stig auk þess að gefa 5 stoðsendingar en Hlynur Bæringsson skoraði 10 stig. Jón og Hlynur voru í byrjunarliðinu ásamt þeim Jakobi Erni Sigurðar- syni, Páli Axel Vilbergssyni og hinum unga miðherja Sigurði Gunnari Þorsteinssyni. Tölfræðin var íslenska liðinu óhagstæð, liðið tapaði fráköstun- um 25-37, hitti aðeins úr 8 af 30 þriggja stiga skotum sínum (26 prósent) og Pólverjar fengu 18 fleiri víti en Ísland. Pólska liðið nýtti 21 af 29 vítum á meðan aðeins 3 af 11 vítum íslenska liðsins skil- uðu sér í körfuna. - óój ÍSLAND-PÓLLAND 65-84 (20-22, 11-9, 11-33, 23-20) Stigin: Jón Arnór Stefánsson 11 (5 stoðs.), Hlynur Bæringsson 10, Logi Gunnarsson 9, Sigurður Þorvaldsson 6 (8 fráköst), Jakob Sigurðarson 6, Páll Axel Vilbergsson 5, Fannar Ólafs- son 4, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4, Magnús Þór Gunnarsson 3, Helgi Már Magnússon 3, Sveinbjörn Claess- en 2 og Friðrik Stefánsson 2. Ísland tapaði með 19 stigum á móti Póllandi á æfingamótinu í Írlandi í gær: Skotnir í kaf í þriðja leikhluta STIGAHÆSTUR Nýi KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig en var í mjög strangri gæslu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.