Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 10
10 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR REYKJAVÍK Mikið gekk á í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þegar fjórði borgarstjórinn á kjörtímabilinu, Hanna Birna Kristjánsdóttir, var kjörinn. Stjórnarandstaða og fráfarandi borgarstjóri spöruðu ekki stóru orðin og ekki heldur Óskar Bergs- son, borgarfulltrúi Framsóknar og fyrrum félagi stjórnarandstöðu. Hanna Birna borgarstjóri viður- kenndi mistök Sjálfstæðisflokks- ins á kjörtímabilinu. „Ábyrgðin var okkar.“ Hún reifaði nauðsyn þess að mynda nýja meirihlutann. Gagn- kvæm virðing og málamiðlanir hefðu ekki verið til staðar milli sjálfstæðismanna og Ólafs F. Svo hafi verið komið að „við áttum ekk- ert val“. Á fundinum var mikið rætt um „ruglið“ sem hefði einkennt kjör- tímabilið og Hanna Birna vildi ekki lofa því að nú félli allt í ljúfa löð. Betra væri að lofa sem minnstu. Hún biðlaði til allra flokka að auka samstarf í borgarstjórn og sagðist vilja formgera slíkt starf. Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, sagðist hafa verið leiddur til slátrunar af Sjálfstæðis- flokki í þriðja sinn. Hann ræddi um „vélráð, óheilindi, svik og pretti“ fyrrum samstarfsflokks síns. „En ég er ekki búinn, ég kem aftur.“ Dagur B. Eggertsson, Samfylk- ingu, sagði að þau viðmið og vinnu- brögð sem hefðu ríkt í Ráðhúsinu væru ekki til eftirbreytni. „Við eigum ekki að kenna börnunum okkar þetta,“ sagði hann. „Við vilj- um ekki svona samfélag […] þar sem orð standa ekki“. Nú hefði ríkt sex mánaða stjórn- arkreppa í boði Sjálfstæðisflokks, sem hefði horft í augu kjósenda og sagt þeim að allt væri í lagi. „Á að bjóða kjósendum upp á að Sjálf- stæðisflokkurinn skipti um skoðun á sex mánaða fresti?“ spurði Dagur. Svandís Svavarsdóttir, VG, sagði smáflokka „auðveld fórnarlömb“ Sjálfstæðisflokksins. Hún reifaði þá hugmynd að breyta sveitar- stjórnarlögum, svo „sætir bitling- ar“ brjóti síður niður lítil framboð. Hún styddi Hönnu Birnu til góðra verka, en ekki til að spilla félagsmálakerfi borgarinnar, né í því að auka misrétti eða spilla nátt- úruperlum. Óskar Bergsson, úr Framsókn, svaraði fyrrum félögum sínum fullum hálsi og sagði meirihlutann myndaðan vegna „ákalls úr sam- félaginu“. Þetta hefði verið eini leikurinn í stöðunni. Hann gerði lítið úr því að minni- hlutinn þættist nú vammlaus og sakaði Dag B. Eggertsson um lýð- skrum. Hann tæki eigin hagsmuni, eða Samfylkingarinnar, fram yfir hugsjónir félagshyggjufólks. Póli- tík Samfylkingar væri „ómerkileg kjaftapólitík“. Á fundinn vantaði þau Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Gísla Martein Baldursson. klemens@frettabladid.is GALLERY TURPENTINE KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR Í LEIT AÐ HIMNARÍKI OPNUN SÝNINGAR FÖSTUDAGINN 22. ÁGÚST FRÁ KL. 17:00 - 19:00 GALLERY TURPENTINE INGÓLFSSTRÆTI 5 101 REYKJAVÍK 5510707 TURPENTINE.IS Minnihluti gagnrýnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn harðlega Nýr borgarstjóri vill stórauka samstarf flokkanna. „Eini leikurinn í stöðunni,“ segir Óskar Bergsson. „Ljótasti leikurinn,“ segir Dagur B. Eggertsson. „Framsókn hefur ekkert lært,“ segir Svandís Svavarsdóttir. „Óheilindi, svik og prettir,“ segir fráfarandi borgarstjóri. FRÁ BORGARSTJÓRNARFUNDI Bekkur var ekki fullskipaður fyrr en ungliðar minnihlut- ans létu sjá sig. En stuðningsmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru í meirihluta og klöppuðu fyrir sínu fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dagur B. Eggertsson: „Ég sé að hátt í 30 manns hafa svarað kalli nýs meirihluta [og mætt á pallana].“ „Óskar Bergsson hafði ekki sterk bein, skynsemi, þolinmæði eða sjálfstraust til þess að standa á þeim prinsippum sem hann sjálfur lagði niður í janúar.“ Svandís Svavarsdóttir: „Smáflokkar eru auðveld fórnarlömb […] þeir fá völd ekki í gegnum fylgi, heldur fylgilag.“ „Nýr meirihluti er myndaður eftir höfði fyrrverandi formanns Sjálfstæðis- flokksins og ritstjóra Fréttablaðsins, þetta er meirihluti hans; stóriðju- og virkjanameirihluti Þorsteins Pálssonar.“ Óskar Bergsson: „[Ólafur F. Magnússon] er einn arfaslappasti guðfaðir sem sögur fara af.“ „Allt tal [Dags] um kosningar er lýðskrum […] það er ekki hægt að vera svo upptekinn fyrir framan spegilinn að vita ekki hvað er að gerast í kringum sig […] fólk sem aðhyllist félagshyggju hefur alltof oft verið óheppið með foringja […] Samfylkingin er að koma í veg fyrir að vinstri fólk geti starfað saman.“ Dagur: „Var ég ekki nógu góður við þig? […] Ég get þó litið í spegilinn án þess að líta undan.“ Svandís: „[Óskar] er peð á taflborði Guðna Ágústssonar […] ég vona að hann hafi fengið útrás fyrir móralinn. Óskar var að tala við samviskuna í sjálfum sér, ég vona að hann sofi betur í nótt.“ Hann Birna Kristjánsdóttir: „Ykkur líður ef til vill eins og þið séuð stödd í fjölskylduboði?“ TEKIST Á Í RÆÐUSTÓL Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, dæsti í miðri upptalningu sinni um skipan í nefndir. Honum hefur eflaust verið hugsað til upptökuvéla ríkis- útvarpsins þegar hann sagði: „Þetta er nú ekki mjög áhugavert útvarpsefni.“ Sjónvarpsfréttamaður hóf upptöku fullum hálsi af palli fjölmiðlanna og glumdi í salnum, meðan forseti borgarstjórnar las lágróma upp skipan í nefndir. Hastað var á fréttamann, nokkrum sinnum. Flestir borgarfulltrúar styttu sér stundir á netinu, meðan á fundi stóð, og ófáir skoðuðu farsíma sína grannt. Júlíus Vífill blaðaði þó í stórri skruddu upp á gamla mátann. Kjartan Magnússon var áhugasamur og fylgdist með öllu sem fram fór. EMBÆTTISSTÖRFIN Fimm af fimmtán breytast ekki: Borgarráð: Óskar Bergsson - Var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Stjórn Framkvæmda- og eigna- sjóðs: Óskar Bergsson - Var Jórunn Frímannsdóttir Menntaráð: Kjartan Magnússon - Var Júlíus Vífill Ingvarsson Íþrótta- og tómstundaráð: Kjartan Magnússon - Óbreytt (Í fjarveru Bolla Thor- oddsen) Skipulagsráð: Júlíus Vífill Ingv- arsson - Var Hanna Birna Kristjáns- dóttir Umhverfis- og samgönguráð: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir - Var Gísli Marteinn Baldursson Leikskólaráð: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir - Óbreytt Velferðarráð: Jórunn Frímanns- dóttir - Óbreytt Mannréttindaráð: Marta Guð- jónsdóttir - Var Sif Sigfúsdóttir Menningar- og ferðamálaráð: Áslaug Friðriksdóttir - Var Þorbjörg Helga Stjórnkerfisnefnd: Jórunn Frímannsdóttir - Var Gísli Marteinn FULLTRÚAR HJÁ HELSTU FYRIRTÆKJUM Formaður stjórnar Faxaflóa- hafna: Júlíus Vífill Ingvarsson - Óbreytt Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur: Guðlaugur G. Sverrisson - Var Kjartan Magnússon Formaður stjórnar Sorpu: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson - Óbreytt Fulltrúi í stjórn Strætós: Jórunn Frímannsdóttir - var Gísli Marteinn HELSTU FORMENN RÁÐA ■ Aðgerðaráætlun vegna breytts efnahagsástands verði lögð fram fyrir 1. október. ■ Metnaðarfull fjölskyldustefna. ■ Rannsóknir vegna Bitruvirkjunar hefjist á ný. ■ Lóðaúthlutanir til fólks og fyrir- tækja til að auðvelda fólki að búa í borginni. ■ Grænu skrefin stigin áfram. Aukin endurvinnsla sorps. ■ Viðræður við ríkið vegna Sunda- brautar og skipulagsvinna vegna Vatnsmýrarinnar á grundvelli hugmyndasamkeppninnar. ■ Kröftug uppbygging, samhliða verndun, í skipulagsákvörðunum. ■ Nýtt aðalskipulag á kjörtímabil- inu. ■ Sátt um REI með fjárfestinga- sjóði, öllum opinn. ■ Bætt þjónusta, opnari stjórnsýsla. MÁLEFNIN NÝR MEIRIHLUTI Í BORGARSTJÓRN STJÓRNMÁL „Okkur líkar ekki sú pólitík sem fram fer í Ráðhúsinu,“ segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Ungra Vinstri grænna en ungliðahreyfingar Samfylkingar og Vinstri grænna stóðu í gær fyrir óvenjulegum mótmælum fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur. Þar var meirihlutaskiptum í borgarstjórn mótmælt. Nýr borg- arstjóri var valinn með stólaleik og í strætóskýli við Vonarstræti var fólki boðið að kjósa nýja borgar- stjórn. „Við erum svolítið að gera grín að þeim aðstæðum sem upp eru komnar,“ segir Auður. Hún segir meirihlutaskiptin vera lögleg en siðlaus. „Þetta er pólitík sem snýst um stóla en ekki hugsjónir eða borgarbúa.“ Anna Pála Sverrisdóttir, formað- ur Ungra jafnaðarmanna, segir hreyfingarnar hafa staðið fyrir mótmælunum til að minna borgar- búa á slæm vinnubrögð í Ráðhús- inu að undanförnu. Hún segir fólk hafa tilhneigingu til að finnast þrjár síðustu meiri- hlutamyndanir allar vera sami grauturinn en svo sé þó ekki. „Ég held að fólk nenni þessu kjaftæði ekki lengur en þá verðum við að hafa í huga að ef okkur þykir vænt um borgina okkar þá verðum við að halda áfram að láta í okkur heyra,“ segir Anna Pála. „Við hvetjum borgarbúa til að muna eftir því sem gerst hefur á þessu kjörtímabili og kjósa sam- kvæmt því í næstu kosningum,“ segir Anna Pála. - ovd Ungliðahreyfingar Samfylkingar og Vinstri grænna mótmæltu við Ráðhúsið: Krýndu nýjan borgarstjóra NÝR BORGARSTJÓRI Anna Pála Sverr- isdóttir krýndi Uglu Egilsdóttur nýjan borgarstjóra eftir að Ugla hafði unnið embættið í stólaleik utan við Ráðhúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.