Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 22. ágúst 2008 — 227. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 LANDBÚNAÐUR verður í brennidepli um helgina á landbúnaðar- sýningu á Hellu sem haldin er í tilefni af hundrað ára afmæli Búnaðar- sambands Suðurlands. Sýnd verða tæki og vélar, afurðir og búfé, og kynntar vörur og þjónusta sem tengist landbúnaðinum. Landbúnaðar- sýningin stendur frá föstudegi til sunnudags og er í senn fagsýning fyrir landbúnaðinn og neytendasýning fyrir almenning. „Ég er oft beðinn um að gera þess- ar pönnukökur, þetta er einfaldur og fljótlegur bakstur,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson vefhönnuður um amerísku pön kh er að bera kökurnar fram með hlynsírópi úr glerflöskunum.“Jökull er mikill áhugam ðeld vart uppskriftum; ég skoða margaþeirra og f k Afslappandi að eldaJökull Sólberg er mikill áhugamaður um eldamennsku og hefur gaman af því að skoða uppskriftabækur og horfa á matreiðsluþætti. Hann eldaði amerískar pönnukökur eftir uppskrift frá Jamie Oliver. Jökull Sólberg eldaði gómsætar amerískar pönnukökur. „Jamie Oliver mælir með bláberjum eða ferskum maís með. Þá skal með-lætinu stráð á ósteiktu hliðina rétt áður en pönnsunni er snúið við,“ segir Jökull. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA frábært fl ugeldaútsýni og næg bílastæðiPerlan býður ykkur velkomin á menningarnótt. Hefjið menningarröltið á belgískum vöfflum á 4. hæð Perlunnar eða njótið flugeldanna frá höfninni yfir 4ra rétta kvöldverði á veitingastaðnum á 5. hæð. Hjá Perlunni eru næg bílastæði! Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! 4ra rétta tilboð Léttreyktur lax með granateplum og wasabi-sósu Rjómalöguð humarsúpa með grilluðum humarhölum Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósuBanana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu 6.490 kr.Með 4 glösum af víni 9.990 kr. Landbúnaðarsýning Staða íslensks landbún- aðar í þjóðfélaginu verð- ur kynnt á landbúnaðar- sýningu sem hefst á Hellu í dag. TÍMAMÓT 56 SJÓNVARPIÐ MEST NOTAÐI MIÐILL LANDSINS VIÐSKIPTI „Ýmsir hafa nálgast okkur, þar á meðal Norðurál,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarfor- maður Hitaveitu Suðurnesja. Reykjanesbær er stærsti hlut- hafinn í Hitaveitunni, á tæplega 35 prósenta hlut. Árni segir að Norðurál sé ákjósanlegur sam- starfsaðili í Hitaveitunni, ekki síst í ljósi mikillar starfsemi fyrir- tækisins á Suðurnesjum, samfara væntanlegu álveri í Helguvík. Norðurál er dótturfélag banda- ríska álfyrirtækisins Century. Áhugi félagsins á íslenskri orkuframleiðslu er ekki alveg nýtilkominn, því nefna má að í fyrrahaust lýsti félagið áhuga á að eignast hluti í Reykjavík Energy Invest. Ekki varð af því. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins hafa Norðurálsmenn einnig sýnt hlut Orkuveitunnar áhuga. Það hefur ekki fengist staðfest. Orkuveita Reykjavíkur á 16,5 prósenta hlut, auk þess sem samningur var gerður um kaup á 14,5 prósenta hlut til viðbótar frá Hafnarfirði. Orkuveitan má hins vegar ekki eiga meira en 10 prósenta hlut í Hitaveitunni, samkvæmt úrskurði áfrýjunar- nefndar samkeppnismála frá í sumar. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að ekki hafi verið rætt að fyrirtækið eignist hlut í Hitaveitunni. Ýmsir aðrir munu hafa sýnt því áhuga að eignast hlut í Hitaveit- unni eða í einum helsta eiganda hennar, Geysi Green Energy. Norðurál hyggst reisa álver í Helguvík. Gert er ráð fyrir 250 megavöttum af raforku í fyrsta áfanga álversins, en annar áfangi hefur ekki verið tímasettur. Hita- veita Suðurnesja selur álverinu 150 megavött og Orkuveita Reykjavíkur rest. Þegar hefur verið tekin skóflustunga að álver- inu. - ikh / sjá síðu 22 Álver sýnir áhuga á raforkuframleiðslu Stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja segir Norðurál hafa áhuga á að eignast hlut. Hitaveitan framleiðir orku sem Norðurál hyggst nota í nýju álveri í Helguvík. SJÓNVARP „Ég sló því fram í gríni í óformlegu spjalli við Þórhall [Gunnarsson dagskrárstjóra] að ef ég yrði spyrill væri rétt að stigavörður- inn verði karlkyns,“ segir Eva María Jónsdóttir létt í bragði. Gengið hefur verið frá því að Eva María verði spyrill í Gettu betur - spurningakeppni fram- haldsskólanna sem verður á dagskrá sjónvarps að venju næsta vetur. Eva María er önnur konan til að gegna því vandasama hlutverki. - jbg/sjá síðu 58 Breytingar í Gettu betur: Eva María verður spyrill EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR PEKING 2008 Íslenska hand- boltalandsliðið getur tryggt sér verðlaun í dag þegar liðið mætir Spánverjum í undanúrslitum hand- boltakeppni leikanna. Með sigri spilar íslenska liðið um gullverðlaunin í fyrsta sinn í sögunni en tap þýðir að liðið spilar um bronsið eins og liðið gerði í Barcelona fyrir sextán árum. „Við ætlum heldur betur að nýta þetta tækifæri. Við vitum í fyrsta lagi ekkert um það hvort við kom- umst aftur á Ólympíuleika. Það er ekkert sjálfsagt. Svo erum við ekki með á næsta stórmóti þannig að það er alls óvíst hvort við fáum slíkt tækifæri aftur. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná árangri,“ sagði Guð- jón Valur Sigurðsson fyrir leikinn. Leikurinn hefst klukkan 12.15 að íslenskum tíma en á undan mætast Frakkar og Króatar í hinum unda- úrslitaleiknum. Leikið verður um sæti á sunnudaginn. - óój, hbg / sjá íþróttir síðu 50 Ísland mætir Spánverjum í undanúrslitum Ólympíuleikanna í hádeginu í dag: Ætlum að nýta þetta tækifæri Ungur umboðsmaður Hinn sextán ára gamli Steinar Jónsson skipu- leggur tónlistarhátíð sem haldin verður á Tunglinu í september. FÓLK 58 Fimmtug poppdrottning Tónleikaferðalag Madonnu hefst á morgun og víst er að ekkert verður til sparað að skemmta tónleika- gestum. FÓLK 48 EGILL EINARSSON Blöskraði verðið á einkaþjálfara Gillzenegger þjálfar nú um tvö hundruð manns í fjarþjálfun FÓLK 46 JÖKULL SÓLBERG AUÐUNSSON Einfalt og fljótlegt að baka pönnukökurnar • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS RIGNING Í dag verða sunnan 3-10 m/s. Skúrir í fyrstu og síðan allmikil rigning á vesturhluta landsins síð- degis. Úrkomulítið á austurhlutan- um til kvölds. Hiti 10-18 stig, hlýjast fyrir austan. VEÐUR 4 12 14 17 1413 HJÁLPAÐ TIL Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, lagði sitt af mörkum í undirbúningi liðsins því hér sést hún nudda landsliðsmann- inn Loga Geirsson sem var í meðferð hjá Ingibjörgu Ragnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK Hanna Birna Kristjáns- dóttir, nýr borgarstjóri, hvatti til samstarfs allra flokka á fyrsta borgarstjórnarfundi nýs meiri- hluta í gær. Þá gagnrýndi minnihlutinn harðlega hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn hefði hagað sér á kjörtímabilinu og Framsókn fékk einnig að heyra það. Meðal stefnumála nýs meiri- hluta er að leggja fram aðgerða- áætlun vegna breyttrar stöðu efnahagsmála, rannsóknir hefjist að nýju í Bitru, lóðaúthlutanir og kröftug uppbygging í miðborg- inni. - kóþ / sjá síðu 10 Ný borgarstjórn í Reykjavík: Borgarstjórinn hvetur til sátta LYKLASKIPTI Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við lyklunum að Ráðhúsinu úr höndum Ólafs F. Magnússonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stórstjörnur Ól- ympíuleikanna Michael Phelps og Usain Bolt stálu senunni í Peking. ÍÞRÓTTIR 52 VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.