Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í stjórnmálum er vinsælt að styðj-ast við líkingamál úr íþróttum; snúa vörn í sókn, sjá sóknarfæri, ná góðum endaspretti, búa sig undir langhlaup og þar fram eftir götun- um. Líkingin liggur nokkuð beint við. Stjórnmál eru um margt eins og deildarkeppni nokkurra liða. Á fjög- urra ára fresti eru meira að segja haldin stórmót. Helsti munurinn á íþróttum og stjórnmálum er sá að í íþróttum ræður frammistaða kepp- enda úrslitum. Í stjórnmálum er það undir hælinn lagt hvort sá sem náði bestum árangri – það er fékk flest atkvæði – standi með pálmann í höndunum. KANNSKI finnst stjórnmálamönn- um gott að líkja sér við íþróttamenn því þá líður þeim frekar eins og afreksmönnum; einhverjum sem hefur varið ómældum tíma í þjálfun og æfingar til að skara fram úr. Íþróttamannsleg hegðun þykir and- staða pólitískrar hegðunar, þar sem menn geta ekki einu sinni gengið út frá því með vissu hverjir liðsfélagar þeirra eru. Í LJÓSI þess hvað pólitíkusar hafa tungutakið úr heimi íþróttanna í miklum hávegum kemur óneitan- lega spánskt fyrir sjónir þegar stjórnmálamenn kveina undan „klækjabrögðum“, sem á íþrótta- vellinum væru einfaldlega kölluð lagleg leikflétta. Kappleikir ganga, jú, að miklu leyti út á lymskubrögð, fiska víti, setja upp hindranir og rangstöðugildrur. TÖKUM meirihluta mánaðarins í Reykjavík sem dæmi; klækjabrögð- in sem þar var beitt fólust í einni gabbhreyfingu; Óskar Bergsson þóttist ætla að fara til vinstri en fór allt í einu til hægri. Þetta þurfti ekki að koma neinum í minnihlutanum á óvart, Óskar er á vellinum til að skora fyrir Framsóknarflokkinn, ekki Samfylkinguna eða Vinstri græn. Ímyndið ykkur Sigfús Sig- urðsson úti í Peking, vælandi í einum dómaranum: „Hann lét eins og hann ætlaði að fara að skjóta, en þegar ég hoppaði upp til að verja skotið hljóp hann fram hjá mér og skoraði. Ég tek ekki þátt í þessu!“ HVAÐ Ólaf F. Magnússon snertir mátti hann vita að þegar maður gefur aldrei boltann líður ekki langur tími þangað til liðsfélag- arnir verða þreyttir á manni. Hann getur líka dregið þann lærdóm af nafna sínum Stefánssyni að það er ekki fyrr en maður byrjar að vinna leiki sem manni fyrirgefst að rausa óskiljanlegt rugl í fréttum. Fráfarandi borgarstjóri metur það hins vegar sem sóknarfæri að útmála sjálfan sig sem nytsaman sakleysingja sem í ársbyrjun lét blekkjast af gabbhreyfingu Sjálf- stæðisflokksins. Að falla fyrir gabbhreyfingu er í íþróttum kall- að „að selja sig“. Gabbhreyfingin Í dag er föstudagurinn 22. ágúst, 235. dagur ársins. 5.41 13.31 21.17 5.17 13.15 21.11 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 -1 5 1 5 SOLLA STIRÐA HOPPAR Í TAKT Latabæjarhlaupið verður haldið á morgun fyrir framan Háskóla Íslands. Skráðir hlauparar þurfa að sækja boli og skráningargögn í Laugardalshöllina í dag milli kl. 9.00 og 21.00. Þátttökugjöld í Latabæjarhlaupinu renna óskipt til UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Síðustu forvöð að skrá sig í Latabæjarhlaupið eru í dag í Laugardalshöllinni milli kl. 9.00 og 21.00. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 5.000 hlaupara. ALLIR SIGRA 23. ÁGÚST! DAGSKRÁ VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS 12.30–15.30 við Sæmundargötu SKEMMTIDAGSKRÁ LATABÆJAR MEÐAN Á HLAUPI STENDUR Íþróttaálfurinn sér um upphitun og ræsingu á hlaupum. Glanni glæpur, Solla stirða og Halla hrekkjusvín mæta ásamt „Team Lazytown“. 13.00 Ræsing 8–9 ára 13.25 Ræsing 7 ára 13.50 Ræsing 6 ára 14.15 Ræsing 5 ára – með einum fylgdarmanni 14.40 Ræsing 4 ára og yngri og kerrur aftast BARNASKEMMTUN AÐ LOKNU HLAUPI • Ingó og Veðurguðirnir taka lagið • Skoppa og Skrítla skemmta • Georg sparibaukur heilsar upp á krakkana • Pör frá dansdeild ÍR Lokaðfyrirbílaumferð KRAKKAR! MUNIÐ AÐ MÆTA Í HLAUPABOLNUM OG VERA MEÐ ARMBANDIÐ Á YKKUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.