Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 72
52 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR PEKING 2008 Kínverjar hafa svo sannarlega gert sitt til þess að Ólympíuleikarnir í Peking verði þeir bestu í sögunni en tveir menn eiga stærstan heiðurinn af því að leikarnir verða á vörum fólks næstu áratugi ef ekki lengur. Afrek þeirra Michael Phelps og Usain Bolt hafa skilið menn eftir orðlausa af undrun. Þegar bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps varð fyrsti íþrótta- maður sögunnar til þess að vinna átta gullverðlaun á sömu leikum var enginn í vafa um að þetta yrðu hans Ólympíuleikar en hrokafull- ur og hávaxinn spretthlaupari úr karabíska hafinu hefur þó stolið svolítið þrumunni af sundmannin- um hlédræga. Ótrúlegt afrek Phels Afrek Michaels Phelps er ótrúlegt og það er nánast ómennskt að hann hafi viljann og úthaldið í að vinna átta gull á níu dögun. Til þess þurfti hann að synda alls 17 sinn- um og í hvert skipti á móti nýjum og ferskum sundmönnum sem allir höfðu augun á að verða þeir fyrstu og jafnvel einu sem ná að stoppa hann. Það er kannski hægt að sjá fyrir sér sundmann með hæfileika til þess að vinna öll þessi sund ein og sér með næga hvíld inn á milli en það er erfiðara að sjá út hvernig þessum 23 ára Bandaríkjamanni tókst að vinna sig í gegnum press- una og þreytuna og halda einbeit- ingu og hundrað prósent árangri út alla sundkeppnina. Í lok keppninnar brosti Phelps sínu breiðasta og kom fram af hógværð og virðuleika. Hann hafði endurskrifað sundsöguna en var strax farinn að hugsa um hvernig hann gæti fundið sér ný krefjandi verkefni í lauginni. Vildi breyta sundíþróttinni „Það er aldrei hægt að segja að eitthvað sé ómögulegt. Það er allt hægt ef þú ert tilbúinn að leggja allt á þig. Mitt markmið hefur allt- af verið að breyta sundíþróttinni og ég vildi gera eitthvað sem eng- inn hafði gert áður,“ sagði Phelps eftir að áttunda gullið var í höfn. Það var þó félagi hans Aaron Peirsol sem orðaði það best. „Hug- takið Sptiz-afrek er úrelt og hér eftir tölum við um Phelps-afrek.“ Met Marks Spitz stóð í 36 ár og eftir að keppnin harðnaði í nútíma sundi bjóst enginn við því að það yrði nokkurn tímann slegið. Phelps er þegar farinn að tala um næstu Ólympíuleika sem fara fram í London 2012. „Ég er spenntur fyrir að prófa nýjar greinar og synda í öðrum greinum en ég gerði í Peking. Það verður gaman að fá að prófa eitt- hvað nýtt þessi fjögur ár,“ segir Phelps en mestar líkur eru á að hann einbeiti sér að styttri sund- um og gefi jafnvel tvær sterkustu greinar sínar upp á bátinn, 200 og 400 metra fjórsund. Stanslaus sýning hjá Bolt Yfirburðir Usains Bolt í tveimur greinum, sem vinnast oftast á sjónarmun, hafa hins vegar einnig skilið menn eftir orðlausa. Hafi Phelps sýnt ómennska hæfileika í að halda út í svo mörg- um sundum þá sýndi Bolt að því er virðist ómennska yfirburði í tveimur vinsælustu greinum frjálsra íþrótta. Hann var svo langt á undan hinum að hann gat liggur við snúið sér við og bakkað síðustu metrana inn í markið. Bolt fullkomnaði þá list að slaka á í lok undanrásanna og taka hina hlaup- arana á taugum með alls konar látalátum. Hann er langfljótastur, hann sýndi það á brautinni og lét síðan alla vita það þegar hann fagnaði frábærum árangri með dönsum, töffaraskap og almennum hroka löngu eftir að hlaupunum lauk. En hvað var hægt að segja og þessi látalæti sáu til þess að hann stal sviðsljósinu í öllum heimshornum nema kannski í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn voru örugglega ekki ánægðir með að sjá Bolt gera lítið úr helstu hlaupastjörnum þeirra og skyggja auk þess á afrek stjörnusundmannsins. Heyrðu, þessi gæi er fljótur „Ég vissi að þetta væri hröð braut en ég bjóst aldrei við þessu. Ég er í sjokki. Ég kom mér á óvart og ég kom öllum heiminum á óvart,“ sagði Bolt á milli þess að hann fagnað sigrinum með því að sýna skóna, dansa um og horfa á endur- sýninguna af hlaupunum. „Ég var að horfa á sjálfan mig og sagði: Heyrðu, þessi gæi er fljótur,“ sagði Bolt í léttum tón. „Mig hefur dreymt um þetta síðan ég var lítill strákur og þess vegna er sigurinn í 200 metra hlaupinu mér meira virði en 100 metra hlaupið,“ sagði Bolt eftir að seinna gullið var í höfn. ooj@frettabladid.is Stærstu stjörnur leikanna í Peking Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps og spretthlauparinn frá Jamaíku Usain Bolt eru tvær stærstu stjörnur Ólympíuleikanna í Peking. Þeir sáu til þess að leikarnir eru ekki aðeins einstaklega vel heppnaðir heldur einnig sögulegir. Sigurgleði beggja er óumdeil- anleg en fögnuðurinn er hins vegar á ólíkum nótum enda gerólíkir persónuleikar, annar hógvær en hinn hrokinn uppmálaður. ÁTTA GULL Á NÍU DÖGUM Michael Phelps fór átta sinnum upp á pall, fékk í hvert skipti gullpening og að hlusta á bandaríska þjóðsönginn. NORDICPHOTOS/AFP TVÖ MÖGNUÐ HEIMSMET Usain Bolt setti heimsmet í bæði 100 (að ofan) og 200 metra hlaupum. NORDICPHOTOS/AFP USAIN BOLT Íþróttagrein: Frjálsar íþróttir Land: Jamaíka Gælunafn: Lightning Bolt (Eldingin Bolt) Fæddur: 21. ágúst 1986 (22 ára) Fæðingarstaður: Trelawny, Jamaíka Hæð: 196 sm Þyngd: 86 kg Ólympíugull 2008: 2 Heimsmet á ÓL 2008: 2 Ólympíugull á ferlinum: 2 Sagan skrifuð: Níundi maðurinn í sögunni til þess að vinna spretttvennuna (100 m og 200 m hlaup) en sá fyrsti til þess að gera það með því að setja heimsmet í báðum sigurhlaupunum. Bolt er einnig fyrsti maðurinn frá árinu 1979 sem á heimsmetin í báðum sprett- hlaupunum. Líkt við: Carl Lewis frá Bandaríkjunum sem var sá síðasti til að vinna spretttvennuna, á Ólympíuleik- unum í Los Angeles 1984. Samanburðurinn við Michael Johnson er einnig óumdeilanlegur eftir að Bolt sló „óbætanlega” heimsmetið hans í 200 metra hlaupi. Sagt um hann: „Þetta er ótrúlegt og hvað er hægt að segja um Usain Bolt. Hann ætlaði sér að bæta metið og gerði það. Hann hljóp enn flottara hlaup en þegar hann vann 100 metra hlaupið ef það var hægt. Maður sem er 196 cm á hæð á ekki að geta náð svona góðu starti. Hann á alveg að geta bætt bæði þessi met og ég sé ekki annað en að hann gæti farið að reyna við 400 metra hlaupið en ég er þó ekki viss um að heimsmetið þar sé í hættu,” sagði Michael Johnson um Bolt. MICHAEL PHELPS Íþróttagrein: Sund Land: Bandaríkin Gælunafn: The Baltimore-bullet (Byssukúlan frá Baltimore) Fæddur: 30. júní 1985 (23 ára) Fæðingarstaður: Baltimore, Maryland Hæð: 193 cm Þyngd: 91 kg Ólympíugull 2008: 8 Heimsmet á ÓL 2008: 7 Ólympíugull á ferlinum: 14 Sagan skrifuð: Fyrstur í sögunni til þess að vinna átta gullverðlaun á sömu leikum og sá íþróttamaður sem hefur unnið flest gullverðlaun frá upphafi. Phelps hefur nú unnið 14 gull og alls 16 verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps bætti þar met Larissu Latynina (fimleikar, Sovétríkin), Paavos Nurmi (frjálsar, Finnland) Marks Spitz (sund, Bandaríkin) og Carl Lewis (frjálsar, Bandaríkin) sem öll höfðu unnið 9 gull. Hann er sá eini sem hefur unnið á annan tug gullverðlauna. Líkt við: Mark Spitz, bandarísk- an sundmann sem vann sjö gullverðlaun á Ólympíuleikunum í München 1972. Phelps mistókst að jafna metið hans Spitz í Aþenu fyrir fjórum árum (sex gull og 2 brons) en bætti úr því í Peking. Sagt um hann: „Þetta sýnir okkur að hann er ekki aðeins besti sund- maður allra tíma og besti íþrótta- maður Ólympíuleikanna heldur er hann kannski besti íþróttamaður sögunnar. Hann er mesti keppn- is maður sem hefur gengið á þessarri jörðu,“ sagði Mark Spitz um Phelps. Michael Phelps 400 metra fjórsund Heimsmet 4 x 100 m skriðsund Heimsmet 200 metra skriðsund Heimsmet 200 metra flugsund Heimsmet 4 x 200 m skriðsund Heimsmet 200 metra fjórsund Heimsmet 100 metra flugsund Ólympíumet 4 x 100 m fjórsund Heimsmet Usain Bolt 100 metra hlaup Heimsmet 200 metra hlaup Heimsmet GULLMENNIRNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.