Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 66
46 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls. folk@frettabladid.is Agli Einarssyni blöskraði hvað fólk var að borga í einkaþjálfun og hannaði því svokallaða fjarþjálfun. Nú er kúnnahópur hans rúmlega tvö hundruð manns og fer stækkandi. „Jú, það er rétt, ég er að fjarþjálfa rúmlega 200 manns núna og haustvertíðin er ekki skollin á, ég sé fram á að þetta endi í fimm hundruð,“ segir Egill Einarsson, betur þekktur sem Stóri, aðspurð- ur hvort rétt sé að hann „fjarþjálfi“ hundruð manna, eins og Fréttablaðið komst á snoðir um. Egill er hugmyndafræðingurinn á bak við hugtakið fjarþjálfun. „Ég var einkaþjálfari og viðurkenni að það er ekki gefins. Fólk borgar einkaþjálfurum kringum sextíu þúsund kall á mánuði. Ég ákvað að hanna konsept og pælingin bak við það var hvernig hægt væri að koma fólki í form án þess að rífa af því handleggina. Þannig varð fjarþjálfunin til,“ segir Egill sem í kjölfarið opnaði heimasíðuna fjarthjalfun.is. Egill segir þetta hafa mælst vel fyrir, sem sýni sig best á þeim fjölda sem hefur notast við fjarþjálfunina. „Það er svo mikið að gera hjá mér að ég er hættur að einkaþjálfa, ég hef ekki tíma í það. Ég mæli frekar með fjarþjálfun við fólk sem vill að ég einkaþjálfi það,“ segir Egill og bætir við: „Ég hef líka séð að árangurinn er ekki síðri hjá fjarþjálfunar-kúnnunum. Fólk þarf ekkert endilega að hafa einhvern skítugan einkaþjálfara hangandi yfir sér meðan það æfir,“ segir Egill. Egill segir að fjölmargir hafi fetað í fótspor sín og bjóði nú upp á fjarþjálfun. „Vandamálið er bara að þeir eru ekki Stóri,“ segir hann en yngsti kúnni hans er fjórtán ára og sá elsti sjötugur. Samkvæmt heimasíðunni fjarthjalfun.is kostar mánuðurinn fyrir fjarþjálfun á bilinu 7.500-10.000 krónur og því ljóst að Egill hefur fínt upp úr fjarþjálfuninni. En getur hann tekið endalaust við kúnnum? „Á einhverjum tímapunkti verð ég annaðhvort að segja stopp eða fá einhvern með mér. Það yrði þá einn af okkar bestu einkaþjálfurum en ég lít svo á að það séu um sex eða sjö góðir einkaþjálfarar á Íslandi,“ segir fjarþjálfarinn kokhrausti að lokum. soli@frettabladid.is Kemur hundruðum í form STÓRI Egill datt inn á góða viðskiptahugmynd þegar hann bjó til það sem kallast fjarþjálfun. Í dag eru kúnnar hans um tvö hundruð og haustvertíðin ekki enn farin í gang. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > EIGNAÐIST DÓTTUR Matt Damon og eiginkona hans, Luciana, eignuðust dótturina Giu á þriðjudag, en fyrir eiga þau Isabellu og Alexiu, dóttur Luci- önu af fyrra hjónabandi. Damon hyggst nú taka sér frí frá störfum það sem eftir lifir árs til að umgangast fjölskyldu sína og taka því rólega. Nýjustu fregnir herma að fyrirsætan og spjall- þáttastjórnandinn Tyra Banks hafi látið áhorf- endur sína bíða í yfir tvær klukkustundir eftir því að hún stigi á svið. Einn áhorfandinn sagði að fyrirsætan hefði stað- ið baksviðs og spjallað við gesti þáttarins. „Maður heyrði í henni tala og tala því hún stóð beint fyrir aftan tjaldið að sviðinu, á meðan biðum við í næstum tvo klukkutíma eftir því að þátturinn byrjaði.“ Þegar fyrirsætan kom loks á svið baðst hún ekki velvirðingar á töfinni. „Hún heilsaði ekki einu sinni og þegar fyrirsæt- urnar sem komu í þáttinn byrjuðu að tala greip hún alltaf fram í fyrir þeim og byrjaði að tala um sjálfa sig. Þátturinn sner- ist alfarið um hana, hún er mjög sjálfumglöð,“ sagði áhorfandinn önug- ur. Sjálfumglaður þáttastjórnandi Listamennirnir KK, Páll Óskar og Monica, Svavar Knútur trúbador, Jón Tryggvi og Jónas Sig munu syngja fyrir Tíbet næstkomandi sunnudag. Tónleikarnir, sem eru á vegum Vina Tíbets, fara fram í Saln- um, Kópavogi, en listamennirnir gefa vinnu sína. Allur ágóði tón- leikanna rennur til flóttamanna- miðstöðvar í Dharamsala á Ind- landi en þangað flýja um 3.000 flóttamenn frá Tíbet ár hvert. Málefni Tíbeta hafa verið dreg- in fram í dagsljósið í kringum Ólympíuleikana í Peking, en tón- leikarnir eru einmitt haldnir sama dag og þeim lýkur. Ögmundur Jónasson, Birg- itta Jónsdóttir og Tsewang Namgyal halda erindi á tón- leikunum. Þá mun Harpa Rut Harðardóttir sýna myndir sem hún tók á nýlegu ferða- lagi sínu um Tíbet. DÓNALEG Áhorfendur þurftu að bíða í tvær klukkustundir eftir fyrirsætunni. GEFUR VINNU SÍNA KK er einn þeirra sem syngur fyrir Tíbet. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Syngja fyrir Tíbeta Rhys Ifans virðist ekki alveg hafa náð að fóta sig eftir að hann og Sienna Miller skildu að skiptum fyrr á árinu og virðist hafa verið meira og minna í annarlegu ástandi síðan. Hann hefur verið að slá sér upp með Kimberly Stewart, dóttur rokk- arans víðfræga Rods Stewart, síðustu vikur og var fylgisveinn hennar í afmælisveislu Kimberly á skemmtistaðnum Bungal- ow 8 í London á miðvikudagskvöldið. Rhys virtist hins vegar ekki vera í góðu jafnvægi og er sagður hafa orðið kær- ustu sinni til skammar. Leikarinn lenti meðal annars í úti- stöðum við afmælisgest sem honum þótti sýna Kimberly of mikla athygli. Rhys tók manninn hálstaki, spurði hvort hann lang- aði í slagsmál og sagði honum að snerta ekki kær- ustuna sína og hypja sig úr veislunni. Öryggisverð- ir þurftu að skerast í leikinn til að stilla til friðar. Rhys hafði einnig teiknað á sig lítið yfirvaraskegg með tússpenna, og tilkynnti gestum að hann væri „mikill aðdáandi Hitlers“ auk annarra uppá- tækja. Kimberly sjálf þurfti að lokum að siða kær- astann til og bað hann lengstra orða að róa sig. „Ég er komin með nóg af þessu rugli, Rhys, ekki gera þetta. Þetta er afmælið mitt, hættu að hegða þér eins og þú sért tólf ára,“ sagði afmælisbarnið. Þau yfirgáfu skemmtistaðinn skömmu síðar og sáust fara upp í leigubíl. Rhys verður sér til skammar ANNARLEGT ÁSTAND Rhys Ifans virðist hafa verið í annarlegu ástandi frá því að Sienna Miller fór frá honum í vor. ÓÁNÆGT AFMÆLISBARN Kimberly Stewart var ekki hrifin af hegðun kærastans í afmælisveislu hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.