Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 75

Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 75
FÖSTUDAGUR 22. ágúst 2008 55 FÓTBOLTI Fyrsti heimaleikur karlalandsliðs Íslands í fótbolta í undankeppni HM 2010 verður gegn Skotlandi 10. september næstkomandi. Mikill áhugi er fyrir leiknum í Skotlandi og Skotar eru stórhuga fyrir undankeppnina eftir að hafa rétt misst af farseðlinum á lokakeppni Evrópumótsins í sumar. En samkvæmt heimasíðu KSÍ þá hefur sambandið nú þegar selt knattspyrnusambandi Skotlands 1.500 miða á leikinn og búast má við því að þeir miðar muni rjúka út. Skoskir áhorfendur láta jafnan mikið til sín taka hvert sem þeir fara og menn muna ef til vill eftir því þegar skoska landsliðið kom síðast og fylgismenn þeirra máluðu Reykjavík rauða í undankeppni Evrópumótsins árið 2004. - óþ Undankeppni HM 2010 1.500 Skotar á Laugardalsvöll? VEKJA ATHYGLI Skoskir áhorfendur skera sig jafnan úr hvert sem þeir fara. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Porstmouth fékk í gær franska vinstri bakvörðinn Armand Traore að láni frá Arsenal út yfirstandandi keppnis- tímabil. Hinn 18 ára gamli Traore kemur til með að veita Hermanni Hreiðarssyni samkeppni um stöðu í byrjunarliði Portsmouth en knattspyrnustjórinn Harry Redknapp er lengi búinn að vera á eftir vinstri bakverði og rétt missti af Nicky Shorey sem fór frekar til Aston Villa á dögunum. Þá gekk Portsmouth í gær frá kaupum á kantmanninum Jerome Thomas frá Charlton og skrifaði leikmaðurinn undir eins árs samning. - óþ Enska úrvalsdeildin: Hermann fær meiri samkeppni KÖRFUBOLTI Ísland tapaði fyrsta leiknum sínum á æfingamótinu á Írlandi þegar liðið lá 65-84 fyrir Pólverjum. Pólverjar eru A-þjóð en taka ekki þátt í undankeppni EM að þessu sinni þar sem þeir verða gestgjafar á úrslitakeppn- inni næsta haust. Bakvörðuinn Łukasz Wichniarz skoraði 19 stig fyrir Pólverja en hrökk heldur betur í gang í seinni hálfleiknum. Pólverjar skoruðu fyrstu fimm stig leiksins en íslenska liðið var vel inni í leiknum í fyrri hálfleik, komst fyrst yfir í 28-27 og staðan var síðan jöfn, 31-31, í hálfleik. Það gekk hins vegar allt á aftur- fótunum hjá íslenska liðinu í þriðja leikhlutanum sem tapaðist 11-33. Íslenska liðið náði aðeins að laga stöðuna í lokaleikhlutanum og ná muninum úr 26 stigum niður í þau 19 stig sem skildu liðin að í lokin. Jón Arnór Stefánsson var stiga- hæstur með 11 stig auk þess að gefa 5 stoðsendingar en Hlynur Bæringsson skoraði 10 stig. Jón og Hlynur voru í byrjunarliðinu ásamt þeim Jakobi Erni Sigurðar- syni, Páli Axel Vilbergssyni og hinum unga miðherja Sigurði Gunnari Þorsteinssyni. Tölfræðin var íslenska liðinu óhagstæð, liðið tapaði fráköstun- um 25-37, hitti aðeins úr 8 af 30 þriggja stiga skotum sínum (26 prósent) og Pólverjar fengu 18 fleiri víti en Ísland. Pólska liðið nýtti 21 af 29 vítum á meðan aðeins 3 af 11 vítum íslenska liðsins skil- uðu sér í körfuna. - óój ÍSLAND-PÓLLAND 65-84 (20-22, 11-9, 11-33, 23-20) Stigin: Jón Arnór Stefánsson 11 (5 stoðs.), Hlynur Bæringsson 10, Logi Gunnarsson 9, Sigurður Þorvaldsson 6 (8 fráköst), Jakob Sigurðarson 6, Páll Axel Vilbergsson 5, Fannar Ólafs- son 4, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4, Magnús Þór Gunnarsson 3, Helgi Már Magnússon 3, Sveinbjörn Claess- en 2 og Friðrik Stefánsson 2. Ísland tapaði með 19 stigum á móti Póllandi á æfingamótinu í Írlandi í gær: Skotnir í kaf í þriðja leikhluta STIGAHÆSTUR Nýi KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig en var í mjög strangri gæslu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.