Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 04.09.2008, Qupperneq 2
2 4. september 2008 FIMMTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Það sér ekki fyrir endann á mínum veikindum,“ segir Ingibjörg Vala Sigurðardóttir sem dvaldi á hótelinu Forum Beach á Rhodos mörgum vikum áður en hópur Íslendinga sýktist þar í ágúst. Að sögn Ingibjargar var hún með sambýlismanni sínum og hluta fjöl- skyldunnar á Forum Beach frá 21. júní til 5. júlí. Allt fæði og drykkir voru innifaldir. Þegar dró nær lokum dvalarinnar dró til tíðinda. „Á þriðja síðasta degi veiktust ég og sambýlismaður minn. Hann náði sér eftir tvo daga en veikindin héldu áfram hjá mér. Þannig að eftir að ég var komin heim þá leit- aði ég mér læknisaðstoðar. Þá kom í ljós að þetta var salmonellusýk- ing,“ segir Ingibjörg sem kveðst í kjölfarið hafa fengið svokallaða Reiters-útgáfu af salmonellu: „Það þýðir sjálfsofnæmi. Liðir bólgnuðu upp hjá mér og ég þurfti að leggjast inn á spítala í fimm daga og núna í dag, tveimur mán- uðum seinna, halda læknar að enn séu nokkrir mánuðir í að ég jafni mig,“ útskýrir Ingibjörg. Ingibjörg telur að lyfjakostnað- ur vegna veikindanna nemi hátt í 30 þúsund krónum. Hún er komin með afsláttarkort frá Trygginga- stofnun og verður á lyfjum næstu fjóra mánuðina til þess að vinna gegn sjálfsofnæminu. Í samtali sem blaðamaður Frétta- blaðsins átti við Tómas Gestsson, forstjóra Heimsferða, í fyrradag fullyrti Tómas að þau tvö ár sem ferðaskrifstofan hefði sent far- þega á Forum Beach hefðu engar kvartanir borist undan hótelinu fyrr en nú að margir Íslendingar veiktust þar um miðjan ágúst. Ingi- björg segist hins vegar einmitt hafa sett sig í samband við Heims- ferðir vegna sinna veikinda. „Þeir sögðu mér að það hefði ekki komið upp önnur sýking á þessum tíma sem ég var þarna og því gætu þeir ekkert gert en mér væri frjálst að leggja inn kvörtun engu að síður,“ segir Ingibjörg sem einnig ræddi málin við starfsfólk sjúkrahússins sem hún lá á hér heima. „Mér var sagt að það væri rosalega erfitt að sanna þetta – nema ég hefði matinn vakúm-pakk- aðan með mér til greiningar.“ Tómas segir að eftir að málið í ágúst hafi komið upp hafi sýni verið tekin á hótelinu. Þar hafi ekki fundist salmonellusýking. Þrátt fyrir það var hótelið sótthreinsað og matvælum hent. Þess má geta að sóttvarnalæknir óskar eftir því að þeir sem urðu magaveikir í Rhodos í ágúst hafi samband við lækni. Þótt flestir jafni sig án aðstoðar geti sýkingin orsakað vökvatap og borist í blóð- rásina og orðið alvarleg. gar@frettabladid.is Fékk salmonellu á hóteli á Rhodos í júlí Íslenskt par sem gisti á hótelinu Forum Beach á Rhodos í júlí sýktist af salmon- ellu meðan á dvölinni stóð. Konan fékk sjálfsofnæmi og þurfti að leggjast inn á spítala. Íslendingarnir sem fengu matareitrunina í ágúst voru á sama hóteli. DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa í sinni vörslu umtalsvert magn af fíkniefnum sem hann ætlaði að selja. Jafn- framt var hann ákærður fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var tekinn í verslun á Akureyri með rúmlega fjórtán grömm af hassi. Sama dag tók lögregla hann á gistiheimili í bænum. Þá var hann með tæplega 193 grömm af hassi. Í þriðja sinnið var maðurinn tekinn á hótelher- bergi í Reykjavík. Þá var hann með þrjár e-töflur og slatta af hassi. Hann var einnig ákærður fyrir að bera fjaðrahíf. - jss Braut fíkniefna- og vopnalög: Fíkniefnasali með fjaðrahníf LÖGREGLUMÁL Bráðabirgðaniður- stöður réttarkrufningar mannsins sem fannst látinn á heimili sínu við Skúlagötu leiddu í ljós í gær, að áverki á enni hans hafi líklega átt þátt í dauða hans. Þegar lögregla kom að mannin- um var hann látinn. Hann reyndist hafa misst mikið blóð áður en hann lést. Tveir karlmenn sitja í gæslu- varðhaldi fram á mánudag vegna rannsóknar málsins. Þeir hafa báðir stöðu grunaðs manns. Annar þeirra er sá hinn sami og lét lögreglu vita að eitthvað grun- samlegt gæti verið á seyði á heimili hins látna. Hann hafði ætlað að heimsækja manninn á Skúlagötunni en enginn komið til dyra þegar hann hringdi dyra- bjöllunni ítrekað. Lögregla fór þegar á staðinn. Þegar þangað var komið reyndist húsráðandi vera látinn. Er talið að hann hafi látist nokkrum klukkustundum áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn sem hringdi í lög- regluna var úrskurðaður í gæslu- varðhald, svo og annar maður sem var handtekinn skömmu síðar. Annar maðurinn er nær sextugu en hinn 45 ára. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvernig hinn látni fékk áverkann á höfuðið. - jss Bráðabirgðaniðurstöður réttarkrufningar liggja fyrir: Áverki á enni talinn eiga þátt í andláti mannsins á Skúlagötu SKÚLAGATA 68 Maðurinn fannst látinn á heimili sínu við Skúlagötu. Magnús, finnst þér allt í lagi að selja litla drengi? „Það er í lagi ef það er ekki með Vilhjálmi og ekki með textanum.“ Magnús Kjartansson seldi leikna útgáfu af laginu Lítill drengur, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson flutti, í sjónvarpsauglýsingu. að eigin vali erikur3 Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Selfoss - Reykjanesbær - Kringlan - Smáralind 999kr Dr. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup yfir Íslandi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju laugardaginn 6. september klukkan 14. Sjónvarpað og útvarpað verður frá athöfninni. Í tilkynn- ingu frá Biskupsstofu segir að minningar- bók um dr. Sigurbjörn liggi frammi á Biskupsstofu, Kirkjuhúsinu við Laugaveg 31, fram á föstudag. Bókin liggur frammi milli klukkan 9 og 18. Dr. Sigurbjörn andaðist 28. ágúst síðastliðinn, 97 ára að aldri. Hann var biskup frá árinu 1959 til ársins 1981. Jarðsunginn á laugardaginn DR. SIGURBJÖRN EINARSSON Þau sögðu mér að það væri rosalega erfitt að sanna þetta – nema ég hefði mat- inn vakúm-pakkaðan með mér til greiningar. INGIBJÖRG VALA SIGURÐARDÓTTIR FERÐALANGUR OG NEMI BANDARÍKIN, AP Barack Obama er kominn með töluvert forskot á John McCain, samkvæmt skoðanakönn- un sem birt var í gær. Repúblikanar kenna neikvæðri athygli fjölmiðla um. Óþægilegar uppljóstranir um bakgrunn og fortíð Söruh Palin virðast þó ekki hafa minnkað trú McCains né landsfundarfulltrúa flokksins á henni. Hins vegar mátti merkja reiðitón í talsmönnum kosningabaráttu McCains í gær, þegar þeir hvöttu fólk til að hætta að spyrja óþægi- legra spurninga um fortíð Palins. „Þessi vitleysa er búin,“ sagði Steve Schmidt, ráðgjafi McCains. Hann sagði „fjölmiðlafárið hannað til þess að eyðileggja fyrsta kven- frambjóðanda Repúblikanaflokks- ins“. Obama mældist með 50 prósenta fylgi en McCain með 42 prósent. Fyrir landsþing flokkanna voru þeir orðnir nánast jafnir í fylgi. Landsþing demókrata í síðustu viku vakti mikla athygli, en þótt val McCains á varaforsetaefni hafi ekki síður vakið athygli fjölmiðla þá hefur hún verið mun neikvæðari. Í gærkvöld rauf svo Palin þögn- ina með ræðu sinni á landsþingi repúblikana, en í dag lýkur lands- þinginu með því að McCain tekur formlega við útnefningu sinni. - gb Obama kominn með forskot á McCain á ný: Repúblikanar biðjast griða HRISTI UPP Í KOSNINGABARÁTTUNNI Sarah Palin hefur hrist upp í kosninga- baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞEGIÐU NÚ, GUÐNI! Steingrími J. Sigfús- syni var heitt í hamsi á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Forsetakosningar 2008 GRÍÐARLEGUR LYFJAKOSTNAÐUR Ingibjörg Vala hefur þurft að greiða hátt í þrjátíu þúsund í lyfjakostnað eftir að hún sýktist af salmonellu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI „Þegiðu nú, Guðni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, þegar Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, kallaði fram í framsögu- ræðu hans um virkjunar- og stóriðjumál á Alþingi í gær. „Það er allt í lagi að vera með frammíköll ef það er eitthvað vit í því sem er sagt.“ Þessi viðbrögð Steingríms eru til vitnis um hversu hvassar umræð- urnar voru á þinginu í gær. Þar fóru fremstir í flokki Steingrímur og Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra. Eftir ræðu Steingríms bað Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, þingmenn að gæta að orðavali sínu þótt hiti færðist í leikinn. - shá Átök á Alþingi: Steingrímur bað Guðna að þegja DÓMSMÁL Rúmlega fimmtugur karlmaður í Reykjavík var í gær dæmdur til að greiða hundrað þúsund krónur í sekt fyrir að gabba lögreglu. Hann hringdi í 112 frá heimili sínu. Hann sagðist vera með hníf og ætlaði að myrða sambýliskonu sína. Það varð til þess að lög- reglumenn voru sendir að heimili mannsins. Málið var þingfest í gær. Maðurinn játaði sök. - jss Rúmlega fimmtugur maður: Sekt fyrir gabb á Neyðarlínu Missti meðvitund Maður á litlum báti var hætt kominn í sjónum nálægt Geldinganesi um áttaleytið í gærkvöldi. Talið er að maðurinn hafi misst meðvitund og báturinn siglt í strand. Lögregla og sjúkralið var kvatt á staðinn og hófu endurlífgun um leið og þau komust að manninum. LÖGREGLURFRÉTTIR Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að brjótast inn í húsnæði í Karfavogi í Reykjavík og stela þaðan tveimur tölvum að verðmæti 285 þúsund. DÓMSTÓLAR Brutust inn og stálu tölvum SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.