Fréttablaðið - 04.09.2008, Side 8

Fréttablaðið - 04.09.2008, Side 8
8 4. september 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tveir eða þrír rúm- enskir karlmenn hafa að undan- förnu svikið út fé í bönkum og verslunum með blekkingum. Í vikunni komu tveir erlendir karlmenn í fyrirtæki og banka á Suðurnesjum. Þar vildu þeir skipta peningaseðlum. Með því að „rugla“ starfsmann bankans tókst þeim að hafa á brott með sér peninga- seðla. Í síðustu viku beittu nokkrir útlendingar blekkingum í verslun- armiðstöð í Reykjavík til að ná peningum frá starfsfólki. Þeir voru með nokkra fimm þúsund krónu seðla sem þeir lögðu á afgreiðsluborðið og báðu starfs- mann að skipta þeim í þúsund krónu seðla. Rugluðu þeir síðan öllu saman og hættu við að láta skipta fyrir sig. Í öllum ruglingn- um tóku þeir hluta af þúsund króna seðlunum og settu með þeim peningum sem þeir komu með. Þannig náðu þeir að svíkja fé út úr nokkrum verslunum. Þá gerðu útlendingar einnig til- raun til þess að fá skipt peninga- seðlum í matvöruverslun í Garða- bæ, en starfsmaðurinn neitaði að skipta við þá enda matvöruversl- anir ekki bankar í þeim skilningi. Í öðru tilviki er vitað til þess að mennirnir hafi notað þá aðferð að biðja afgreiðslufólk að skipta tvö þúsund króna seðlum í fimm þús- und króna seðla. Þegar þeir höfðu fengið stærri peningamyntina í hendur þá hættu þeir við, en skil- uðu aðeins hluta peninganna til baka. Ómar Smári Ármannsson, yfir- maður fjármunabrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bendir afgreiðslufólki verslana og banka á að hafa framangreint í huga. Hann segir lögreglu nú leita mannanna, sem fari líkast til á milli landa til að svíkja út peninga. Þeir hafi ekki haft verulegar fjár- hæðir upp úr krafsinu svo vitað sé. Vakni grunur hjá fólki um að mennirnir séu á ferðinni er það vinsamlegast beðið um að láta lög- regluna vita. jss@frettabladid.is Sviku út fé í verslunum og bönkum Rúmenskir karlmenn hafa að undanförnu náð að svíkja út peninga í verslunum og bönkum hér á landi með skipulögðum hætti. Þeirra er leitað. FJÁRSVIKARAR Tveir eða þrír Rúmenar hafa náð að svíkja út fé með því að rugla afgreiðslufólk í ríminu. STJÓRNSÝSLA Skipan Þorsteins Dav- íðssonar í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystri er enn í rannsókn hjá umboðsmanni Alþingis. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra skipaði Þorstein í desember í fyrra, en Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sagði sig frá málinu vegna tengsla. Umboðsmaður leit- aði rökstuðnings Árna í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni Alþingis er málið enn í rannsókn og ekki vitað hve- nær úrskurðar er að vænta. Málið hafi ekki tekið óeðlilega langan tíma. - kóp Skipan héraðsdómara: Skipan Þorsteins enn í rannsókn VINNUMARKAÐUR Stjórn VR og stjórn Landssambands íslenskra verzlunarmanna, LÍV, skora á Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, formann LÍV og varaforseta Alþýðusambands Íslands, ASÍ, að bjóða sig fram til forseta ASÍ, þegar kosið verður á ársfundi sambandsins í október. Grétar Þorsteinsson, núverandi forseti, hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér áfram. „Ég tek þessar áskoranir mjög alvarlega og mun ræða þær við aðra í verkalýðshreyfingunni á næstu dögum og vikum,“ segir Ingibjörg. og kveðst fagna þess- um stuðningi. Ingibjörg hefur verið formaður LÍV frá 1989 og varaforseti ASÍ í þrettán ár. Hún er eina konan sem kjörin hefur verið formaður lands- sambands innan ASÍ. - ghs VR og Landssambands íslenskra verzlunarmanna: Skora á Ingibjörgu Í RANN- SÓKN Skipan Þorsteins Davíðssonar í stöðu héraðs- dómara er enn í rannsókn hjá umboðsmanni Alþingis. HLÝ IR KROPPAR Hentar vel í vetur SVANUR Primaloft® Léttur ungbarna heilgalli sem veitir einstaka hlýju í köldu veðri. Fóðraður með Primaloft® sem er byltingakennd hágæða fylling sem er létt, mjúk og vatnsfráhrindandi. Verð: 16.500 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.