Fréttablaðið - 04.09.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 04.09.2008, Síða 16
16 4. september 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ To be grateful „Ég fagna því að til séu fyrirtæki á Íslandi sem enn sjá sóma sinn í því að nota íslenska tónlist í íslenskar auglýsingar. Og þegar þær eru sungnar að það sé gert á íslensku.“ LAGIÐ LÍTILL DRENGUR EFTIR MAGNÚS KJARTANSSON HLJÓMAR Í AUGLÝSINGU SPRON - Í ÓSUNGINNI ÚTGÁFU. Fréttablaðið 3. september. Gljáður svínahnakki „Við sáum ekki betur en svín- ið væri með rakaðan pung eins og Gillzenegger.“ BRAGI VALDIMAR SKÚLASON SEGIR MARGT HAFA MINNT Á ÍSLAND Í NORÐUR-AMERÍKUFERÐ BAGGALÚTS. Fréttablaðið 3. september Flugdrekinn stóri neðst á Arnarhóli hefur vakið athygli gesta og gangandi að undanförnu. Fréttablaðið spjallaði við Axel Eiríksson, höfund verksins. „Ég hef fengið verulega góð við- brögð við verkinu. Það er sérstak- lega gaman að sjá svipinn á fólk- inu sem labbar niður Hverfisgötuna. Þegar það sér flugdrekann verður það hrein- lega ungt í annað sinn og brosið festist á andlitunum,“ segir Axel Eiríksson, úrsmíðameistari og listamaður. Axel er höfundur listaverksins „Flugdreki“, sem er neðst á Arnarhóli við Hverfisgötu og hefur vakið athygli borgarbúa síðustu vikur. Listamaðurinn segir hugmynd- ina að verkinu hafa kviknað þegar hann heimsótti son sinn til Vínar- borgar. „Eins og margar aðrar hugmyndir þá datt þessi nú bara ofan úr skýjunum. Í Vínarborg var ég mikið að hugleiða lífið og tilveruna og þá hugsun að eitt- hvað sé til sem er stærra og meira en við mannfólkið. Þessa hug- mynd langaði mig til að gera sýni- lega á einhvern hátt og úr varð Flugdrekinn,“ segir Axel. Þegar hann sá auglýst eftir listaverkum til að setja upp í tengslum við menningarnótt í Reykjavík ákvað hann að sækja um pláss fyrir Flugdrekann. Í upphafi sá hann fyrir sér að verk- ið myndi rísa í Laugardalnum, þar sem Náttúruhljómleikarnir voru haldnir fyrir skömmu. „Mér datt ekki í hug í mínum villtustu draumum að ég fengi að reisa flugdrekann á Arnarhóli, en er að sjálfsögðu afar ánægður með staðsetninguna. Hér vekur verkið mikla athygli og margir ferðamenn hafa lýst yfir ánægju sinni með verkið og tekið af því ljósmyndir.“ Axel hefur samið stutt ævin- týri, sem fylgir verkinu, og sent til leikskóla borgarinnar. „Ævin- týrið var samið meira til gamans, því ég býst við því að hver ein- staklingur upplifi verkið á sinn hátt. En oft er gott fyrir börnin að saga fylgi verkinu til að koma ímyndunaraflinu af stað,“ segir Axel. Flugdrekanum var einungis ætlað að standa á Arnarhóli í tvær vikur og verður því tekinn niður í dag. Að sögn Axels er ekki víst hver afdrif verksins verða. „Þetta er svo góð smíði að það er allt til í dæminu. Það er vel mögulegt að flytja það eitthvert annað og líka að pakka því saman og geyma. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Axel og bætir við að honum hafi þótt virkilega gaman að sjá þessa hugmynd sína verða að veruleika. kjartan@frettabladid.is Hugmyndin datt úr skýjunum Á ARNARHÓLI Axel segir skemmtilegt að sjá andstæðurnar milli Flugdrekans og styttunnar af Ingólfi Arnarsyni. Bæði verkin búi vissulega yfir sinni sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ■ Söngvarinn geðþekki, Lionel Richie, nýtur gríðarlegra vinsælda í arabalöndunum. Hann hefur meðal annars haldið tónleika í Marokkó, Dubai, Quatar og Líbýu. Að sögn ABC fréttastofunnar má sjá fullvaxta írakska karlmenn voteyga yfir tónlist Richies. Þegar tónlistarframleiðand- inn Dallas Austin var hnepptur í varðhald fyrir að vera með kókaín í fórum sínum í Samein- uðu arabísku furstadæmunum, var hann náðaður þegar Richie lýsti mannkostum hans fyrir Sjeik Múhammeð. Heimild: Wikipedia LIONEL RICHIE DÁÐUR Í ARABARÍKJUM „Það er allt gott að frétta hjá okkur. Við erum önnum kafin við að gangsetja nýja atvinnu- og menntadeild sem er hugsuð fyrir fólk með geðraskanir og á að gera þeim kleift að ná markmiðum sínum varðandi atvinnu og menntun,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. „Fólk sem hefur veikst af geðröskunum hefur oft flosnað upp úr námi og veikindin hafa gert það að verkum að sumir hafa ekki náð markmiðum sínum og hafa því tiltölulega litla menntun. Það stendur fólki gríðarlega fyrir þrifum. Deildin okkar er hugsuð þannig að við ætlum að styðja þá betur til að nýta sér tækifærin í umhverfinu. Okkar stuðningur felst í því að gera náms- og atvinnutækifæri sýnilegri og hjálpa fólki í starfsleit. Starfsemi klúbbsins gengur út á það að efla virkni fólks og er nokkurs konar staður fyrir fólk til að fara á flug og vera virkt. Við trúum því að fólk geti komist þangað sem það vill.“ Mikið er um að vera í Klúbbnum Geysi, fólk er að koma til starfa í klúbbnum eftir sumarleyfi. Klúbburinn er að fara í gang með heilsueflingu þar sem aukin áhersla er á hreyfingu og mataræði. Margvíslegir fyrirlestrar verða í boði um hollustu og hreyfingu og heilsuverndandi þætti. „Heilsueflingin er þema í september og október,“ segir Kristinn. „Við leggjum áherslu á að hjálpa fólki að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og verðum því með fyrirlestra og bjóðum upp á blóðþrýst- ings- og kólesterólmælingar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTINN EINARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI GEYSIS Gangsetja atvinnu- og menntadeild Um hinn upplýsta heim hafði í áranna rás breiðst út sú saga manna á milli að einhvers staðar langt í burtu hafi fæðst barn sem óx hraðar en önnur börn. Að end- ingu varð það stærra, já miklu stærra en íbúarnir í byggðarlaginu sem samt voru mjög hávaxnir. Sagan segir að dag einn hafi stóra manneskjan byrjað að smíða flugdreka og hafði fólk aldrei séð annað eins. Almennt var talið að ekki væri hægt að láta nokkuð svona þungt fljúga. Sumir spurðu; af hverju ertu að þessu? Aðrir spurðu; hvernig datt þér þetta í hug? Þá var það ung stúlka sem sagði: „Ætlar þú að senda skilaboð með drekanum?“ Þá á stóra manneskjan að hafa hrist höfuðið og sagt já, ja eða da, flest höfum við heyrt þessi tilsvör. Ef það er rétt að stóra manneskjan hafi hrist höf- uðið og jánkað þá gæti þetta allt eins hafa gerst í Búlgaríu eða einhverju öðru landi þar sem fólk jánkar með því að hrista höfuðið. Alla vega gerðist þetta ekki hér á Íslandi. Við vitum jú að þegar við segjum já þá nikkum við með höfðinu. Áfram með söguna. Svo kom að því að draga átti drekann á loft og hafði fjöldi fólks safnast saman til að verða vitni að svo merkilegum atburði. Stóra manneskjan dró drekann nokkra metra eftir jörðinni og hófst hann þá til flugs með háværu hvisshljóði og söng í drátt- arreipinu. Flugdrekinn hækkaði flugið óðfluga og að endingu hvarf hann upp í skýjaþykknið en um leið lýstist allur himinninn upp með miklum þrumugný. Í sömu andrá skall dráttarreipið í jörðina og um leið brast á haglél og voru höglin á stærð við hænuegg. Þar með var flugdrekinn horfinn sjónum manna. Haldið var uppi spurnum af afdrifum drekans næstu árin. Almannarómur segir að stóra manneskjan hafi fengið svar við því sem hún spurði um. Alla vega fór hún nú að taka meiri þátt í lífi íbúanna með því að vinna þau störf þar sem stærð hennar nýttist best til dæmis við að pússa kirkjuklukkur, tína eplin úr eplatrjánum og fleira því líkt. Víkur nú sögunni hingað til Íslands, nánar til tekið til Reykjavíkur, já alla leið hingað í miðbæinn á Arnarhólinn. Þar lenti þessi ægistóri flugdreki eina bjarta sumarnótt. Getur verið að þarna sé kominn flugdreki stóru manneskjunnar eftir öll þessi ár, eða … eða hvað? Eða er þetta bara eins og hver annar flugdreki? Axel Eiríksson ÆVINTÝRIÐ UM FLUGDREKANN Margir telja að fyrsti flugdrek- inn hafi verið smíðaður fyrir um 2.800 árum í Kína, en þar munu nauðsynleg efni til flugdrekagerðar hafa verið til taks, líkt og silki og bambus. Þó eru þeir til sem halda því fram að flugdrekinn sé enn eldri uppfinning. Ljóst þykir að flugdrekar þekktust í Asíu og Afríku löngu áður en þeir birtust fyrst í Evrópu, en menn greinir á um hvenær það á að hafa gerst. Einna helst hefur verið talið að fyrstu flugdrekunum hafi verið flogið í Evrópu einhvers staðar á bilinu frá miðöldum og fram að sautjándu öld. Flugdrekar hafa verið notaðir í ýmsum tilgangi í gegnum söguna, meðal annars sem hernaðartæki, í listrænum tilgangi og sem dægra- dvöl. UPPRUNI FLUGDREKANS Ófrumlegur endurflutningur „Einu sinni var ég staddur í afmælis- veislu þar sem Geir H. Haarde steig á svið og söng nokkur vel valin lög. Þó að sviðsframkoma Geirs væri ekki sérlega spennandi, enginn luftgítar og engin háspörk, og lögin allt saman endurteknar ábreiður og ekkert frumsamið efni á dagskránni, þá reyndist hann vera ágætis raulari og myndi sóma sér vel í Broadway- sýningu með Ragga Bjarna,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, ritstjóri Reykjavík Grapevine. „Ræða forsæt- isráðherra um efnahagsmál minnti mig talsvert á tónlistarflutning Geirs. Flutningurinn var tilþrifalítill en fagmannlegur, en efnistökin reynd- ust meira og minna ófrumlegur endurflutningur á gömlum tuggum með fáum og litlausum tilbrigðum við upprunalegu útgáfuna sem naut talsverða vinsælda í upphafi tíunda áratugarins.“ SJÓNARHÓLL RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA UM EFNAHAGSMÁLIN SVEINN BIRKIR BJÖRNSSON Ritstjóri Reykjavík Grapevine.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.