Fréttablaðið - 04.09.2008, Page 32

Fréttablaðið - 04.09.2008, Page 32
Gymstick er nýtt fjölnota líkamsræktartæki sem var að koma á markað hérlendis og hefur að sögn Írisar Huldar Guðmundsdóttur, rekstrarstjóra og yfirleið- beinanda hjá Heilsuakademíunni, vakið mikla lukku á námskeiðum þar á bæ. Tækið nota menn við brennslu og til að byggja upp styrk og þol. Gymstick er líka kjör- ið fyrir þá sem hafa lítinn eða engan áhuga á að stunda æfingar í líkamsræktarsöl- um þar sem tækið er einfalt í notkun heima fyrir. Sjá www.ha.is og www.gymstick.net. Byggir upp styrk og þol Gymstick er nýtt fjölnota líkamsræktartæki sem hefur vakið lukku hérlendis. • Hjarta og æðakerfi • Kólesteról í blóði • Blóðþrýsting • Liði • Orkuflæði líkamans • Minni og andlega líðan • Námsárangur • Þroska heila og miðtaugakerfi fósturs á meðgöngu • Rakastig húðar Í fitusýrum er að finna tvo undirstöðuþætti sem eru okkur lífsnauðsynlegir á sama hátt og prótín, kolvetni, vítamín og steinefni. Omega fitusýrur byggja upp ónæmiskerfið á marga vegu og hafa jákvæð áhrif á: Udo‘s Choice fæst í apótekum og heilsubúðum Fullkomin blanda! Udo's choice 3•6•9 olíublandan er fullkomin blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsu okkar. Udo’s 3•6•9 olíublandan er sérvalin blanda náttúrulegra, óunninna, lífsnauðsynlegra fitusýra. TA I CH I námskeið hefst 17. janúar Æfingastöð SLF Háaleitisbraut TA I CH I Leiðbeinendur: TA I C I S. Hafdís Ólafsdóttir - Svanlaug Thorarensen TA I C H I Skráning: s.: 861 59 58 – hafdis@slf.is - svanlaugt@simnet.is Ég hef þurft að glíma við aukakíló í nokkur ár. Hef prófað ýmsa kúra og ekkert gengið. Það er ekki fyrr en ég kynnist Ultratone að sentímetrar og kíló fjúka af. Komin úr stærð sextán í stærð tólf í buxum og úr átján í fjórtán í bolum. Og svo er ég komin með mitti sem eg vissi ekki af. Er líka ánægðari með sjálfa mig. Staffið er æðislegt og umhverfið þægilegt. Búin að vera í Ultratone í fimm vikur og mæli með þessu. - Rósa Sigurðardóttir Loksins eitthvað vem virkar! Á þessum mánuði, sem ég er búin að vera í Ultratone hef ég misst sex kíló og mittismálið minnkað um ellefu sentímetra. Maginn, sem var togaður og teygður eftir fimm meðgöngur er loksins stinnari (og ekki bara skvap). Ég hlakka alltaf til að mæta, þjónustan er frábær og svo líður mér svo vel, líkamlega og andlega eftir hvern tíma. Bara frábært í alla staði. - Margrét Sigurpálsdóttir Áhyggjur og stress geta ýtt undir ofnæmisviðbrögð hjá fólki. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að mikið álag getur bæði aukið ofnæmiseinkenni fólks og lengt það tímabil sem ofnæmisein- kenni vara. Rannsóknin var gerð við Háskól- ann í Ohio í Bandaríkjunum, en þar í landi er ofnæmi fimmti algeng- asti sjúkdómurinn. Voru 28 ofnæm- issjúklingar settir í ofnæmispróf. Helmingur hópsins fékk að slaka á eftir prófið á meðan hinn helming- urinn þurfti að leysa krefjandi verkefni. Niðurstöðurnar sýndu að ofnæm- isviðbrögð hópsins sem var undir álagi voru tvöfalt meiri en hjá hinum hópnum. Því er talið að fólk geti fengið verri ofnæmisviðbrögð ef það er undir miklu álagi þegar ofnæmisköstin byrja. - kka Streita eykur ofnæmi Best er að reyna að draga úr streitu þegar ofnæmi skellur á. NÚ ER TÍMINN til að nýta sér það úrval ávaxta og grænmetis sem er á boðstólum, njóta þess að borða þá beint eða matreiða úr þeim góða rétti. Uppskriftir að ljúffengum grænmetisréttum má til dæmis finna á vefsíðunni www.cafesigrun.com. Talið er að hófleg líkamsrækt geti reynst ágætt mótvægi við lítils- háttar minnistapi. Þetta er útkoma úr rannsókn sem Háskólinn í Mel- bourne í Ástralíu lét gera á 138 sjálfboðaliðum sem komnir eru yfir fimmtugt. Sjálfboðaliðunum var skipt í tvo hópa. Þátttakendur í öðrum hópn- um voru beðnir um að framkvæma léttar fimmtíu mínútna æfingar þrisvar í viku, eins og að fara reglulega í góðan göngutúr, á meðan ekki var mælst til neins af hinum. Í lok rannsóknarnar var allur hópurinn látinn leysa próf, sem miðaði að því að sýna hvort æfing- arnar hefðu eitthvað að segja. Niðurstöðurnar voru þeim sem hreyfðu sig meira óneitanlega í hag. Hópurinn sem iðkaði reglulegar æfingar kom þannig betur út en hinn í þeim þáttum prófsins sem reyndu á minni. Rannsókn sem gerð var á hópunum ári eftir að æfingaferlinu lauk sýndi enn fremur að þeir sem hreyfðu sig nutu enn góðs af. Ástæðan er talin vera sú að aukið blóðflæði er til heilans á meðan á líkamsæfingum stendur. Að sögn Susan Sorensen, yfir- manns rannsóknarsviðs hjá Alzheimer-samtökum Ástralíu, er regluleg hreyfing ein besta aðferð- in til að draga úr hættu á elliglöp- um, auk þess sem hún getur hægt á einkennum þeirra. „Við þurfum þó að rannsaka frekar hvort hreyf- ing bæti ekki aðeins hugræna virkni heldur komi í veg fyrir að minnistap þróist yfir í elliglöp.“ Frá þessu er greint á www.bbc. co.uk Æfingar mótvægi við minnistapi Niðurstöður úr nýlegri rannsókn sýna að hófleg líkamsrækt getur komið sér vel fyrir fólk sem á við lítilsháttar minnistap að etja. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Melbourne benda til að reglu- leg hreyfing geti reynst mótvægi við lítilsháttar minnistapi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.