Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 42
4. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● Sinfóníuhljómsveit Íslands 2008-2009
spurt og svarað...
Greta Guðnadóttir fiðluleikari
6
Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er löngu orðinn eitt af
óskabörnum þjóðarinnar og hefur spilað sig inn í hjörtu lands-
manna með kraftmiklum flutningi sínum og einlægri túlkun. Vík-
ingur hefur um nokkurt skeið leikið einleik með Sinfóníuhljóm-
sveitinni árlega og mun í vetur frumflytja píanókonsert Daníels
Bjarnasonar sem sérstaklega er saminn fyrir hann.
Víkingur segist spenntur fyrir verkefninu og bendir á að mögu-
leikar fyrir nýsköpun séu meiri í dag en nokkru sinni fyrr. „Nú
standa allar flóðgáttir galopnar eftir heimsvæðingu liðinna ára.
Upplýsingaáreitið gerir listamönnum raunar erfiðara en áður að
hlusta eftir eigin rödd, í dag er svo auðvelt að vera stanslaust með
hugann við það sem aðrir eru að fást við og týna kannski örlítið
sjálfum sér. Þegar ég frumflyt nýtt verk þá er ég í hlutverki land-
könnuðarins,“ segir Víkingur og bætir við: „Það er þroskandi og
mikilvægt fyrir mig sem flytjanda að frumflytja verk, þá er jafn-
vel enn mikilvægara en annars að vera 100 prósent sannfærður
um allar ákvarðanir. Það er frelsandi sköpun þegar undirmeðvit-
undin er ekki með fyrirfram ákveðið mót af verkinu sem er næst-
um óumflýjanlegt þegar um eldri tónverk er að ræða. Að því leyti
er auðveldara að vera frumlegur í nýrri músík en um leið erfið-
ara að hafa heildaryfirsýn yfir verkið. Markmiðið er að allar litl-
ar ákvarðanir falli fullkomlega inn í heildarformið svo að fyrsta
myndin af verkinu sé heilsteypt og meitluð.“
Víkingur nýtur þess að spila með sinfóníuhljómsveit þótt
vissulega sé það krefjandi. „Að spila með sinfóníuhljómsveit er
það skemmtilegasta sem ég geri, en að gera það vel er líka erf-
iðara en næstum allt annað,“ segir Víkingur. „Það sem snýr að
tæknilegu hliðinni þegar kemur að því að spila yfir 90 manna
bandi er ekkert grín. Öll líkamsbeiting verður að vera á miklu
stærri skala og margir frábærir píanistar njóta sín aldrei í kons-
ertum en eru framúrskarandi að halda einleiks- eða kammertón-
leika. Listin að vera rytmískt frjáls þegar heil hljómsveit þarf að
vera samtaka manni er líka sérstúdía og kemur bara með reynsl-
unni. Það getur verið erfitt að finna hárfínt jafnvægi milli frels-
is og aga en mikilvægast er að bregðast við þeim núönsum sem
hljómsveitin framkallar á móti manni.“ En hverjir skyldu vera
draumakonsertarnir? „Rakmaninoff nr. 3 sem ég lék í fyrra og
dreymir um að leika miklu oftar, hann er á toppnum. Brahms
á reyndar huga minn þessa dagana og konsertarnir hans tveir
ásamt konsertum Beethovens eru í sérflokki. Svo bind ég vonir
við að nýi konsertinn hans Danna verði ofarlega á listanum í
framtíðinni.“
Víkingur Heiðar frumflytur píanókonsert Daníels Bjarnasonar í
Háskólabíói 12. febrúar 2009.
Látlaus landkönnuður
Það getur margt breyst á fjór-
um árum. Þetta fékk rússneski
píanistinn Olga Kern að reyna
með þátttöku sinni í Van Cli-
burn-keppninni þar sem hún
hlaut gullið og tók líf hennar
stakkaskiptum í kjölfarið.
Olga Kern tók fyrst þátt í hinni
frægu Van Cliburn-keppni í Texas
árið 1997 og stefndi vitaskuld
á verðlaunasæti, en komst ekki
einu sinni upp úr undanúrslitun-
um. Hún sneri aftur til dauflegr-
ar tilverunnar í Moskvu, þar sem
hún stundaði píanónám og bjó með
foreldrum sínum í lítilli íbúð.
Þegar Olga sneri aftur til Texas
árið 2001 hafði líf hennar tekið
stakkaskiptum. Hún hafði tekið
eftirnafn móður sinnar, sem er
óneitanlega þjálla en upphaflegt
eftirnafn hennar, Pushechnikova.
Hún hafði gengið í hjónaband sem
entist aðeins í nokkra mánuði,
eignast soninn Vladislav, flikkað
upp á útlitið og æft af meira kappi
en nokkru sinni fyrr. Hún var til-
búin í slaginn. „Ég breytti öllu, af
því að mig langaði til að eignast
nýtt líf. Ég var verulega óánægð
með lífið,“ sagði hún síðar í við-
tali.
Það þurfti ekki að spyrja að
viðbrögðunum. Olga varð fyrsta
konan í 30 ára sögu keppninnar
til að fara heim með gullmedalí-
una og í kjölfarið biðu hennar tón-
leikar um allan heim. Hún hefur
komið fram í flestum helstu tón-
leikasölum austan hafs og vest-
an, meðal annars La Scala í Míl-
anó og Carnegie Hall, og kom
fram ásamt sópransöngkonunni
Renée Fleming á hátíðartónleik-
um í Washington D.C. til heiðurs
Van Cliburn árið 2004.
TÓNLISTARFJÖLSKYLDAN
Olga á ekki langt að sækja tón-
listargáfurnar. Langalangamma
hennar var vinkona Tsjajkov-
skíjs, og langamma hennar var
söngkona sem kom meðal annars
fram á tónleikum með sjálfum
Rakmaninoff. „Eitt sinn var hún
á tónleikaferð í Rússlandi þegar
undirleikarinn hennar veiktist
skyndilega. Það leit út fyrir að
aflýsa yrði tónleikunum, en Rak-
maninoff var í sama bæ og bauðst
til að spila undir hjá henni. Ég á
efnisskrána ennþá,“ segir Olga.
Báðir foreldrar Olgu eru píanó-
leikarar og hún hóf nám hjá
móður sinni fimm ára gömul. „Ég
ólst upp við tónlist eftir Chopin og
Rakmaninoff strax í móðurkviði,
og þegar ég var lítil var ég allt-
af að biðja mömmu um að spila
Chopin á píanóið. Mér fannst hún
spila Chopin svo vel. Rakmani-
noff hefur líka alltaf verið eitt af
mínum uppáhaldstónskáldum og
tónlist hans hefur fylgt mér frá
því að ég byrjaði að spila.“
Sonur hennar virðist líka hafa
erft tónlistargenin. „Ég er mjög
heppin. Foreldrar mínir hafa
tekið þátt í uppeldi Vladislavs og
hann býr hjá þeim meðan ég er á
ferðalögum. Það er erfitt að vera
svo lengi fjarverandi og það væri
freistandi að taka hann með mér
í ferðirnar, en það er betra fyrir
hann að vera í Moskvu. Hann er
sjálfur á kafi í tónlistinni, er í
píanótímum hjá mömmu og er
afar efnilegur, og þess vegna skil-
ur hann þetta betur. Hann veit að
þetta er vinnan mín, lífið mitt.
Og hann er sjálfur að velja sams
konar lífsstíl.“
UNDRABARN Á ÍSLANDI
Olga heldur um 150 tónleika á ári
og kveðst njóta þess til hins ýtr-
asta. „Ég elska að vera á sviðinu
og miðla til áheyrendanna því
sem ég elska mest af öllu. Tón-
listin hefur verið ástríða mín allt
frá því að ég var barn. Ég spilaði
fyrst á tónleikum sjö ára gömul,
konsert eftir Haydn, og ég man
ennþá spennuna og orkuna frá
áheyrendum þegar ég gekk inn á
sviðið. Það var ótrúlegt! Mig lang-
aði ekki að fara af sviðinu, ég ósk-
aði þess að stundin myndi vara að
eilífu.“
Þetta er reyndar ekki í fyrsta
sinn sem Olga leikur á Íslandi. Hún
kom fram á Listahátíð í Reykja-
vík 1992, þá aðeins fimmtán ára
gömul, ásamt fjórum öðrum rúss-
neskum undrabörnum í tónlist.
Hópurinn kom fram á Ísafirði,
Akureyri og í Þjóðleikhúsinu, og
með í för var bróðir Olgu, Vladi-
mír, sem er ári yngri og er tromp-
etleikari. Olga Pushechnikova
vakti mikla eftirtekt fyrir glæsi-
legan leik sinn í ferðinni, en lík-
lega hefur fáa íslenska tónleika-
gesti grunað að hún ætti með tíð
og tíma eftir að verða ein af stór-
stjörnum píanóheimsins.
Olga Kern leikur 2. píanó-
kon sert Rakmaninoffs í Háskóla-
bíói 14. maí 2009.
Rakmaninoff í blóðinu
Rússneski pían-
istinn Olga Kern
var fyrsta konan
í 30 ára sögu
Van Cliburn-
keppninnar
til að hljóta
gullverðlaun.
Nafn: Greta Guðnadóttir.
Fjölskylduhagir: Gift og
á tvö börn úr fyrra hjóna-
bandi.
Hljóðfæri: Fiðla.
Nám: Framhaldsnám í
Bandaríkjunum, lauk dokt-
orsgráðu 1995 frá Ríkishá-
skólanum í Flórída.
Skemmtilegast að spila:
Alltaf skemmtilegast að
spila kammermúsík.
Skemmtilegast að hlusta
á: Langskemmtilegast að
hlusta á fuglana á vorin.
Svo þykir mér ekkert betra
en að hlusta á þögnina á
fjöllum.
Helstu kostir: Ég er sam-
viskusöm og þyki búa til
góðan mat.
Helstu gallar: Aðeins of
sjálfsgagnrýnin á stundum.
Uppáhaldsbók: Ofvitinn
eftir Þórberg.
Uppáhaldskvikmynd:
Myndir með Dudley
Moore eða Goldie Hawn.
Eftirminnilegustu tón-
leikarnir: Fiðlukonsert-
inn eftir Alban Berg með
Yehudi Menuhin og New
York Fílharmóníunni í
Avery Fisher Hall í New
York.
Pínlegasta atvikið: Alltaf
jafn neyðarlegt að ætla að
taka af skarið sem leiðari
og spila dúndrandi hljóm í
þögn á tónleikum.
Hvað gerðirðu í sumar?
Var talsvert á fjöllum að
ganga með fjölskyldunni,
vinum og vandalausum.
Svo vann ég mikið í garð-
inum heima.
Til að slappa af er gott
að: vera í sumarbústaðn-
um, búa til góðan mat,
fá sér vínglas og hlusta á
gömlu gufuna.
Nýja tónlistarhúsið verð-
ur: vonandi frábært. Við
þurfum svo að fá að spila í
betra húsi. Vinnuaðstaðan
er ekki góð og hljómburð-
urinn í Háskólabíói er ekki
boðlegur tónleikagestum
okkar.
Fjallaþögnin er best
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/H
A
RI