Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2008, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 04.09.2008, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 4. september 2008 31 UMRÆÐAN Jón Bjarnason skrifar um kjör ljósmæðra Ljósmæður heyja nú hetjulega baráttu fyrir sanngjörnum kjarabótum og að menntun þeirra og ábyrgð sé metin að verð- leikum. Ég styð baráttu ljósmæðra eindregið. Það gerir Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Ljósmæðramenntun er ein sú elsta sérmenntun hér á landi og skipti sköpum í stórbættu heil- brigði þjóðarinnar seint á 19. öld- inni. Skipun ljósmæðra dreift á héruð landsins átti mikinn þátt í að stórlega dró úr dauða ungbarna og mæðra af barnsförum. Þær eru ljósberar hverrar fjölskyldu hjá þjóðinni allri eins og hið hlýja starfsheiti „ljósmóðir“ ber með sér. Sú staða sem komin er upp í samningaviðræðum við ljósmæður er ólíðandi, bæði gagnvart ljós- mæðrum en ekki síður fæðandi konum sem nú eru í óvissu um hvort þær fái nauðsynlega og sjálf- sagða þjónustu í mæðraeftirliti og fæðingu. Ríkisstjórnin vanmetur því ekki eingöngu störf ljósmæðra, heldur eru þarfir kvenna einnig virtar að vettugi. Hin nakta staðreynd er sú að komi ekki til stórfelldra kjarabóta fyrir þessa starfstétt mun skortur á menntuðum ljósmæðrum setja einn mikilvægasta þátt heilbrigðis- kerfis okkar í uppnám. Það er ríkis- stjórn Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks til háborinnar skammar að semja ekki nú þegar við ljósmæður um kjör sem þær eru sæmdar af og tryggir nauðsynlega endurnýjun í stéttinni. Það er ótrúlegt að enn þurfa kvennastéttir að beita hörku til að fá störf sín metin til launa. Orð stjórnarsáttmála Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks um að jafna kjör kynjanna eru innantóm þegar stétt sem telur einungis konur mætir fálátum viðbrögð- um við kröfum um að fá svipuð laun og karlastéttir með sambærilega menntun. Ef svo heldur fram sem horfir hefur Samfylkingin svikið sín stærstu kosningaloforð um að stór- hækka laun kvennastétta. Ráðherr- ar Samfylkingarinnar bera sömu ábyrgð á kjarastefnu þessarar rík- isstjórnar og Sjálfstæðisráðherr- arnir. Ég fullyrði að þorri íslensku þjóðarinnar stendur með ljósmæðr- um í baráttu sinni. Stjórnvöld ganga gegn loforðum sínum og umboði kjósenda með því að svíkja kvenna- stéttir landsins enn eina ferðina og því verður að linna. Þjóðin krefst þess að ríkisstjórnin öll skammist sín fyrir framkomuna við ljósmæð- ur og fallist þegar í stað á sann- gjarnar kröfur þeirra um bætt kjör. Höfundur er alþingismaður. JÓN BJARNASON Hver er óvinur ljósmæðra? Hin nakta staðreynd er sú að komi ekki til stórfelldra kjarabóta fyrir þessa starfstétt mun skortur á menntuðum ljósmæðrum setja einn mikil- vægasta þátt heilbrigðiskerfis okkar í uppnám. Ríkið kaupi íbúðir UMRÆÐAN Lúðvík Gizurarson skrifar um húsnæð- ismál Má ekki ríkisreka? Er betra að allt sitji fast og fjöldi fari á haus- inn, jafnvel mjög marg- ir. Óseldar, tómar og lausar íbúð- ir ættu Ríkisíbúðir ohf. að kaupa á markaðsverði og leigja þær svo út. Þetta mundi hressa upp á sölu íbúða, þar sem seljandi íbúðar kaupir mjög oft aðra. Setja má slíkt sem skilyrði í upphafi þessara viðskipta. Núna hefur ríkið boðið fram í gegnum Íbúðalánasjóð 30 milljarða til hjálpar þeim sem skulda of mikið í sínum íbúðum. Bankarn- ir segjast ekki vilja þessa pen- inga. Þetta er örlítið flókið í bili. Vonandi lagast það. Greinarhöfundur leggur til að nýtt hlutafélag í eigu hins opin- bera Ríkisíbúðir ohf. fái strax svona 10 milljarða af þessu fé til að kaupa íbúðir, sem treg sala er á og leigja þær svo út. Ríkið fær strax hluta af þessu fé til baka í formi þinglýsinga og stimpil- gjalda. Svo skapar þetta vinnu og tekjuskatt og virðisauka- skatt. Veltan í þjóðfélaginu held- ur ríkissjóði uppi svo það er um að gera að auka veltuna á húsa- markaði sem og í öllu þjóðfé- lagi. Margt hefur dregist saman og fólki er sagt upp. Koma á öllu í fullan gang aftur með átaki og afskiptum ríkisins. Samkvæmt stjórnarskrá okkar er „eignar- rétturinn friðhelgur“. Sú spurn- ing vaknar hvort það er ekki lögbrot að tala niður verð íbúða eins og bankar og fleiri hafa gert t.d. til að lækka og hafa áhrif á vísitölu. Þetta er augljóst lög- brot. Svo fara bankar illa með fólk. Fyrst er verð íbúða hækkað með offramboði lána til íbúðakaupa. Svo er lokað á öll bankalán til íbúðakaupa sem lækk- ar íbúðaverð. Þessu til viðbótar neyða bankarnir verð íbúða niður til lækkunar með því að gefa opinberlega út yfir- lýsingar um að verð fasteigna muni lækka næstu 2-3 árin eða lengur. Sjálfir hafa þeir hags- muni af lækkun íbúða þegar þeir taka þær upp í veð og skuld- ir. Brjóta lög með þessu, þar sem verð íbúða er frjálst mark- aðsverð og getur bæði hækkað og lækkað snögglega. Enginn getur séð framhaldið. Það er reynsla fyrir því. Ágætu bank- ar, ekki brjóta lög. Til sölu eru 4.300 íbúðir á Íslandi í dag. Ríkisíbúðir ohf. ættu að kaupa stóran hluta þeirra og leigja fólki sem er á götunni með börn sín. Hagkerf- ið rúlli áfram. Á því græðir ríkissjóður þegar upp er staðið og allt gert upp. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. LÚÐVÍK GIZURARSON Greinarhöfundur leggur til að nýtt hlutafélag í eigu hins opinbera Ríkisíbúðir ohf. fái strax svona 10 milljarða af þessu fé til að kaupa íbúðir, sem treg sala er á og leigja þær svo út. Kennsla hefst 15. september Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 10-16. www.schballett.is BASK LAUGAVEGUR 86-94 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 8090 NIKE SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR ADIDAS ORIGINALS AMERICAN APPAREL DR. DENIM KSUBI ACNE JEANS THOMAS BURBERRY SURFACE 2 AIR ALLAR VÖRUR 70% AF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.