Fréttablaðið - 04.09.2008, Page 70

Fréttablaðið - 04.09.2008, Page 70
50 4. september 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Keflavík situr á toppi Landsbankadeildar karla með 40 stig og 46 mörk skoruð. Þetta er fimm stigum og átta mörkum meira en lið FH sem er í öðru sæti en á reyndar einn leik til góða. Varamenn Keflavíkur hafa skorað 11 af þessum 46 mörkum og eiga mikinn þátt í að liðið landaði að minnsta kosti 19 af þessum 40 stigum sínum. Það má því segja að meistaraskiptingar þjálfarans Kristjáns Guðmundssonar eigi mjög mikið í því að Keflavík situr í efsta sæti deildarinnar og að félagið eigi nú frábæra möguleika á að enda 35 ára bið eftir Íslands- bikarnum. Varmenn Keflavíkur eru í nokkrum sérflokki hvað varðar markaskorun í Landsbankadeild karla í sumar því 11 mörk vara- manna Keflavíkur eru meira en tvöfalt meira en varamenn FH hafa skorað en þeir koma næstir á listanum. Varamenn Keflavíkur hafa einnig skorað átta mörkum meira en varamenn mótherja liðs- ins og tróna þar einnig langefstir. Það er nærtækt að segja að Kefla- víkurliðið sé farið að treysta á góða innkomu manna af bekknum því varamenn Keflavíkur hafa nú skorað í síðustu fimm leikjum liðs- ins. Það hafa einkum verið þeir Magnús Þorsteinsson, Þórarinn Kristjánsson og Jón Gunnar Eysteinsson sem hafa komið sterk- ir inn af bekknum í sumar en byrj- unarliðsmennirnir Patrik Redo og Hörður Sveinsson hafa einnig skorað eftir að hafa komið inn á sem varamenn. Af nógu er að taka þegar skoð- aðir eru leikir Keflvíkinga í sumar þar sem innkoma varamanna hefur breytt gangi leikja. Jón Gunnar Eysteinsson kom inn á sem varamaður í stöðunni 0- 1 fyrir HK á Kópavogsvellinum í 3. umferð 19. maí. Jón Gunnar jafnaði leikinn á 80. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Patrik Redo sigurmarkið. Magnús Þorsteinsson kom inn á sem varamaður í stöðunni 0-0 á móti FH á Keflavíkurvelli í 10. umferð 6. júlí. Magnús skoraði síðan sigurmark leiksins á 2. mín- útu í uppbótartíma og tryggði Keflavík afar dýrmæt stig í topp- slagnum. Þórarinn Kristjánsson kom inn á sem varamaður í stöðunni 0-0 á móti Fram á Laugardalsvellinum í 11. umferð. Þórarinn fékk auka- spyrnu sem hann skoraði sjálfur úr á 93. mínútu og innsiglaði síðan sigurinn með öðru marki á loka- mínútu leiksins. Hörður Sveinsson kom inn á sem varamaður á móti HK á Kefla- víkurvelli í 14. umferð 6. ágúst. Hörður skoraði síðan sigurmark leiksins í uppbótartíma eftir stoð- sendingu frá Patrik Redo sem hafði einnig komið inn á sem vara- maður. Patrik Redo kom inn á sem vara- maður á móti ÍA á Akranesvelli í 15. umferð 11. ágúst. Redo gerði síðan út um leikinn með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútunum inni á milli stórsókna Skagamanna. Jón Gunnar Eysteinsson kom inn á sem varamaður í stöðunni 0- 1 fyrir KR á KR-velli í 17. umferð 24. ágúst. Tveimur mínútum síðar jafnaði Guðmundur Steinarsson metin og Jón Gunnar kom síðan Keflavík í 2-1 eftir aðrar þrjár mínútur. KR náði reyndar að jafna leikinn og tryggja sér eitt stig í uppbótartíma. Jón Gunnar Eysteinsson átti aðra góða innkomu í síðasta leik ásamt Magnúsi Þorsteinssyni. Jón Gunnar kom þá inn á 57. mínútu í stöðunni 0-0 á móti Grindavík á Keflavíkurvelli. Jón lagði upp fyrsta markið fyrir Jóhann Birni Guðmundsson átta mínútum síðar og Magnús Þorsteinsson kom síðan inn á á 73. mínútu og skoraði mark og lagði upp annað áður en leiknum lauk. Það er þó ekki eins og byrjunar- liðsmennirnir séu ekki að standa sig því í Keflavíkurliðinu er markahæsti leikmaður Lands- bankadeildar karla, Guðmundur Steinarsson, sem hefur skorað fjórtán mörk í deildinni í sumar. ooj@frettabladid.is Meistaraskiptingar hjá Kristjáni Varamenn Keflavíkur hafa skorað ellefu mörk í Landsbankadeild karla og innkoma varamanna liðsins hef- ur oft ráðið úrslitum og tryggt liðinu dýrmæt stig í baráttunni við FH um Íslandsmeistaratitilinn. ÞRJÚ MÖRK Magnús Þorsteinsson hefur átt flottar innkomur í sumar og kom að tveimur mörkum í síðasta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN TVÖ MÖRK Jón Gunnar Eysteinsson hefur breytt miklu í síðustu tveimur leikjum eftir að hafa komið inn á af bekknum. VÍKURFRÉTTIR BJARGVÆTTURINN Þórarinn Kristjánsson hefur skorað þrisvar í sumar eftir að hafa komið af bekknum. VÍKURFRÉTTIR MÖRK VARAMANNA: Keflavík 11 FH 5 Fylkir 4 Þróttur 4 Breiðablik 4 KR 3 Fjölnir 3 Valur 2 HK 2 Grindavík 1 Fram og ÍA 0 MEISTARAÞJÁLF- ARI Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FLEST MÖRK VARAMANNA Magnús Þorsteinsson, Keflavík 3 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 3 Jóhann Þórhallsson, Fylki 3 Arnar Gunnlaugsson, FH 3 Magnús Már Lúðvíksson, Þrótti 3 Jón Gunnar Eysteinsson, Keflavík 2 Patrik Ted Redo, Keflavík 2 Pétur Georg Markan, Fjölni 2 Magnús Páll Gunnarsson, Breiðabl. 2 16 leikmenn hafa skorað 1 mark FÓTBOLTI Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley sagði í gær starfi sínu lausu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham en Björgólfur Guðmundsson, eigandi félagsins, samþykkti að leysa hann undan samningi. Salan á vinstri bakverðinum George McCartney til Sund- erland á lokadegi félags- skiptagluggans mun hafa fyllt mælinn. En nokkrum dögum áður var miðvörður- inn Anton Ferdinand einnig seldur til Sunderland gegn vilja Curbishley. „Ákvarðanir varðandi leikmannamál voru teknar án þess að ég fengi neitt um þær að segja og það eru ekki vinnubrögð sem ég samþykkti þegar ég skrifaði undir hjá West Ham. Það er algjört lykilatriði að ég, sem knattspyrnustjóri, stjórni hvaða leikmenn spili fyrir liðið,“ sagði Curbishley í yfirlýsingu. Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu og fyrrverandi leikmað- ur West Ham, er efstur á blaði hjá veðbönkum sem líklegur arf- taki Curbishley, en þar eru Harry Redknapp og Stuart Pearc einnig nefndir til sögunnar. Kevin Keen, varaliðsþjálfari West Ham, stýr- ir nú aðalliðinu tímabundið. - óþ Alan Curbishley hætti hjá West Ham í gær og leit að eftirmanni er þegar hafin: Bilic efstur hjá veðbönkum HÆTTUR Curbishley var ekki sáttur með vinnu- umhverfi sitt hjá West Ham og sagði því af sér. NORDIC PHOTOS/GETTY > Árni samdi við Akureyri Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var handknatt- leikskappinn Árni Þór Sigtryggsson við það að semja við handboltalið Akureyrar þrátt fyrir mikinn áhuga félaga sunnan heiða. Það gekk eftir því á þriðjudagskvöldið skrifaði Árni Þór undir eins árs samn- ing við Akureyrarliðið. Norðanmenn eru ekki hættir þar og ku vera von á útlendingi í herbúðir félagsins á næstu dögum. Ranghermt var í fréttinni í gær að Árni væri í skóla fyrir norðan en hann nemur nám í verkfræði í Reykjavík og verður því væntanlega á miklum þeytingi í vetur. Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason varð að draga sig út úr íslenska landsliðshópunum sem mætir Noregi og Skotlandi í undankeppni HM 2010 vegna meiðsla sem hann hlaut í leik með liði sínu Helsingborg gegn Hammarby í sænsku úrvals- deildinni. Talið er að krossband í hægra hné sé slitið en það liggur ekki endanlega fyrir að svo stöddu. Ólafur Ingi fór í röntgenmyndatöku á hnénu í gær og á von á því að fá allt á hreint á morgun, föstudag. „Í þeim skoðunum sem ég er búinn að ganga í gegnum þá lítur þetta ekkert allt of vel út. Maður er eiginlega bara að búa sig undir það versta, að um slitið krossband sé að ræða,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi var nýkominn úr meiðslum á sama hnénu, en í apríl tognaði innra liðband og það kom rifa í krossbandið og hann var frá keppni í þrjá mánuði eftir það. Hann var því aðeins nýbyrjaður að spila aftur með Helsingborg þegar hann varð fyrir því óláni að meiðast á ný. „Þetta er akkúrat það sem maður þurfti ekki á að halda. Það var allt að ganga upp hjá mér eftir að ég komst aftur á ról, ég spilaði vel og var kominn aftur í landsliðshópinn. En það er aldrei hægt að reikna með einhverju sem þessu,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli, því þegar hann meiðist þá virðist það alltaf vera alvarlega meiðsli. „Ég sleit krossband í vinstra hnénu fyrir þremur árum síðan þegar ég var að spila með Brentford á Englandi og það virðist bara vera þannig að þegar ég meiðist ,þá er það eitthvað alvarlegt. Ég hef lítið sem ekkert verið að eiga við minni máttar meiðsli á mínum ferli,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi ætlar að kíkja í stutta heimsókn með fjöl- skyldu sinni til Íslands áður en endurhæfingin hefst að fullu ytra en hann lætur meiðslin ekkert slá sig út af laginu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina en að koma sterkari til baka,“ segir Ólafur Ingi. ÓLAFUR INGI SKÚLASON: MEIDDIST ILLA Á HNÉ Í LEIK MEÐ HELSINGBORG OG VERÐUR FRÁ KEPPNI Í NOKKURN TÍMA Ætla að koma sterkari til baka úr meiðslunum KÖRFUBOLTI Snæfell hefur ráðið til sín bandaríska leikstjórnandann Nate Brown sem hefur leikið hér á fjórum tímabilum undanfarin fimm ár. Nate Brown kom fyrst til Þórs Þorlákshafnar í ársbyrjun 2004 en hefur síðan spilað með Snæfelli og svo síðustu tvö tímabil með ÍR. Það merkilega við feril hans á Íslandi er að þetta verður í fyrsta sinn sem hann byrjar tímabil en í öll fyrri skiptin hefur hann komið þegar lið hefur skipt um Banda- ríkjamann. Nate Brown hefur alls leikið 60 leiki í úrvalsdeild karla og er hann með 18,9 stig, 6,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Nate setti meðal annars met í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann gaf 18 stoðsendingar í leik á móti verðandi meisturum í Keflavík en hann var bæði efstur í stoðsendingum og stolnum boltum í deildarkeppninni. - óój Nate Brown til Snæfells: Er í fyrsta sinn með frá byrjun NÁLÆGT ÞRENNUNNI Nate Brown var með 17,9 stig, 7,3 fráköst og 7,7 stoð- sendingar í leik á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 6. september á Ljósanótt í Reykjanesbæ Flögu tímataka Kort af hlaupaleið er á hlaup.is Hálfmaraþon (ræsing kl. 10:30) 10 km hlaup (ræsing kl. 11:15) 3,5 km skemmtiskokk (ræsing kl. 11:20) Verðlauna afhending kl. ca. 13:00 Skráning er hafin í Lífsstíl s: 420 7001

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.