Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 13

Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 13
LAUGARDAGUR 6. september 2008 Til stendur að úthluta 50 milljón- um króna til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir, samkvæmt auglýsingu Vinnumálastofnunar og félagsmálaráðuneytisins um styrki vegna atvinnumála kvenna. Styrkir verða hæstir tvær milljón- ir króna og lægstir 300 þúsund. Hægt verður að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlana, mark- aðs- og kynningarmála, þróunar- vinnu af ýmsu tagi og hönnunar. „Nýnæmi í styrkveitingum að þessu sinni er að konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun geta sótt um styrk vegna launakostnaðar í allt að sex mánuði,“ segir í til- kynningu. Í fyrra var fé aukið til verkefn- isins, sem fyrst var farið af stað með árið 1991, auk þess sem Ásdís Guðmundsdóttir hefur nú verið ráðin starfsmaður. Hún er með aðsetur á Sauðárkróki. - óká Konur fá 50 milljónir króna „Þetta er nú hálfgerður stormur í vatnsglasi. Við könnumst ekki við að þessi villa hafi komið upp í við- skiptum hér á landi,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar. Sænsk og finnsk viðskipta- blöð hafa greint frá því að „sér- kennileg villa“ hafi að nýju gert vart við sig í viðskiptakerfi OMX. Villan kom fyrst upp í maí, en virðist nú aftur hafa gert vart við sig. Svo virðist sem villan komi upp við mjög sérstakar aðstæður og felst í því að hægt er að stækka tilboð án þess að missa forgang í viðskiptaröð. Sænska viðskipta- blaðið E24 segir útsjónarsama mögulega geta hagnast á villunni. - msh Meinleg villa í kerfi OMX www.gardheimar.is allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 3 erikur 990kr TILBOÐ 3 callunur 750krTILBOÐ Njóttu garðsins með garðljósum! SUNNUDAGS sýnikennslan LÆRÐU AÐ NÝTA HAUSTGRÓÐURINN 14.00 – 16.00 FYRIR EFTIR FYRIR EFTIR Auðlind einstaklinga – Auðlind atvinnulífsins OPNI HÁSKÓLINN FagMennt Nánari upplýsingar: Auður H. Guðmundsdóttir, audurhg@ru.is, s. 599 6368, www.fagmennt.is NÁMSKEIÐ METIN TIL EININGA Markaðsfræði Hefst 10. september Farið er í mikilvægi markaðsstarfs í daglegri starfsemi fyrirtækja. Kennt er á miðvikudögum kl. 17:00–20:00. Árangursríkir kennsluhættir Hefst 15. september Meginviðfangsefni námskeiðsins eru fjölbreyttar aðferðir við kennslu og fjallað verður um eiginleika árangursríkra kennsluhátta. Kennt er á mánudögum kl. 17:00–20:00. Viðskiptalögfræði Hefst 15. september Meginviðfangsefnið er íslenskt réttarkerfi og þau réttarsvið sem einkum koma til skoðunar við rekstur fyrirtækja. Kennt er á mánudögum kl. 16:20–19:20 Burðarþolsfræði – Tölvustudd hönnun Námskeiðið er ætlað starfandi tæknifræðingum og verkfræðingum og öðrum sem vilja auka við kunnáttu sína í tölvustuddri hönnun með FEM-aðferð. Kennt er tvisvar í viku kl. 16:30–19:00. Upplýsingatækniréttur Hefst 18. september Námskeiðið hentar öllum sem þurfa að þekkja og vinna eftir gildandi réttarreglum á sviði upplýsingatækni. Kennt er á fimmtudögum kl. 16:30–19:00. Stjórnun Hefst 23. september Helstu viðfangsefni í stjórnun fyrirtækja og stofnana kynnt og rædd með tilliti til rekstrarumhverfis og breytinga í atvinnulífi. Kennt er á þriðjudögum kl. 16:00–18:30. Stjórnun í íþróttum Hefst 14. október Fjallað verður um skipulagsheildir íþrótta og kenningar sem snúa að uppbyggingu liðsheildar og hvatningu. Kennt er á þriðjudögum og annan hvern fimmtudag kl. 16:30–19:30. OPIN NÁMSKEIÐ C# fyrir byrjendur 10.–26. september Námskeið fyrir þá sem vilja auka við sig þekkingu í forritun. Unnið með C#, Java og .NET ásamt kynningu á hlutbundinni forritun. Kennt er á miðvikudögum og föstudögum kl. 16:00–19:00. Enska – talmál 16. sept.–21. október Hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja auka færni sína í að koma fram og tala á ensku. Áhersla lögð á aukinn orðaforða og framburð. Kennt er á þriðjudögum kl. 16:00–18:00. Excel fyrir byrjendur 16.–30. september 10 klst. námskeið fyrir þá sem hafa grunnþekkingu í Excel og vilja læra hvernig hægt er að nýta möguleika forritsins enn frekar. Farið er í helstu notkunarmöguleika forritsins. Kennt er á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 16:30–18:30. Samningatækni I & II 22.–26. september Hagnýt námskeið fyrir þá sem vilja auka færni sína í samningagerð. Kennt er á þriðjudegi, miðvikudegi og föstudegi. Gengismál Hefst 1. október Hagnýtt námskeið þar sem farið er yfir allt það helsta sem er að gerast á markaðnum í gengismálum í dag. Kennt er frá 16:30–20:30. Vefforritun 8.–17. október Námskeið fyrir þá sem hafa kynnt sér grunnatriðin í vefforritun og hafa þekkingu á HTLM og CSS. Kennt er á miðvikudögum og föstudögum kl. 16:00–18:00. www.opnihaskolinn.is OPNI HÁSKÓLINN – FagMennt: VILTU STYRKJA STÖÐU ÞÍNA Í ATVINNULÍFINU?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.