Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 35

Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 35
Kennslan skiptist í tvær annir. Haustönnin er 12 vikna námskeið, og vorönnin 12 – 14 vikna námskeið. Kennt er í Skipholti 35 í Reykjavík, og Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Frekari upplýsingar á balletskoli.is Skólinn er aðili að Frístundakorti ÍTR. Innritun er hafin í síma 567 8965 og 588 4960 Balletnámskeið fyrir yngri nemendur og framhaldsnemendur Ballet-leikskóli Ein kennslustund í viku, 3 – 4 ára Ballet-forskóli Ein kennslustund í viku, 4 – 6 ára Balletstig 2 – 3 kennslustundir í viku, 7 ára og eldri G ra fís ka v in nu st of an e hf . H H 08 -0 12 8 Hótel Hvolsvöllur er staðsett í hjarta Njáluslóða þar sem sagan svífur yfir vötnum aðeins um 100 km frá Reykjavík 13. September BLIND DATE Stefnumót: 25 ára aldurstakmark! Aðeins fyrir einhleypa, karla og konur. Gisting/ Hátíðarkvöldverður/ Ball Ath: aðeins 25 herbergi fyrir konur og 25 herbergi fyrir karla Verð: 8.500 kr á mann. Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöl lur | s : +354 487 8050 | fax: +354 487 8058 | hotelhvolsvol lur@simnet. is | www.hotelhvolsvol lur . is Dansskóli Ragnars Sverrissonar nýtur þeirrar sérstöðu að bjóða upp á danstíma fyrir tveggja til þriggja ára börn. „Skólinn hefur þá sérstöðu að bjóða upp á barnadanstíma fyrir tveggja til þriggja ára börn en þau koma í tímana ásamt foreldrum sínum. Í tímunum kynnast börnin dansi og læra að tengja hreyfingar við tón- list í gegnum leik og einföld spor,“ segir Ragnar Sverrisson, eigandi Dansskóla Ragnars Sverrissonar, sem hefur kennt dans í fjölmörg ár og lét drauminn um að stofna dans- skóla rætast í fyrra. Alls kyns dans er kenndur við skólann, þar á meðal salsa, brúðar- vals og breik sem er nýjasta viðbót- in og er ekki síst ætlað að höfða til drengja. „Í fyrra fengum við nokkra stráka í freestyle en þar eru stelp- urnar í meirihluta. Við ákváðum því að prófa að bjóða upp á breik því þar er hlutfallið yfirleitt öfugt. Í breikinu læra nemendurnir töff og skemmtileg spor og þar getur dansáhuginn kviknað.“ Að sögn Ragnar vekja sjónvarps- þættir eins og So You Think You Can Dance áhuga hjá bæði strákum og stelpum sem skilar sér inn í dansskólana. Nemendur skólans eru frá tveggja til sjötíu ára og segir Ragnar nokkuð jafnt hlutfall á milli barna og unglinga og síðan fullorðinna í skólanum. „Hinir full- orðnu hafa lengi sóst eftir því að læra samkvæmisdansa enda ekki margar íþróttir þar sem hjón og pör geta æft íþróttir saman og á jafnréttisgrundvelli.“ - ve Tveggja ára dansa Nemendur dansskólans í grímubúningatíma. MYND/DANSSKÓLI RAGNARS SVERRISSONAR GÓÐ FERILSKRÁ er af mörgum talin vera eitt mikilvægasta tækið í atvinnuleit. Mímir Símenntun býður í október upp á námskeið þar sem farið verður í grundvallaratriði í gerð feril- skrár. Þátttakendum gefst þar meðal annars færi á að útbúa sína eigin ferilskrá. Allar nánari upplýsingar á www.mimir.is. Námskeið í svart/hvítri ljósmyndun og staf- rænni ljósmyndun hefjast við Myndlista- skólann í Reykjavík hinn 22. september. Sjá www.myndlistaskolinn.is. Spáð verður í sumarbústaðar- menningu, kynntar verða innlend- ar og erlendar afþreyingarbók- menntir af ýmsum toga, rýnt í nýjustu þýðingar og útbúinn les- listi fyrir bústaðinn á námskeið- inu Bækurnar í bústaðinn, sem er á meðal þess sem Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á í haust. Einnig verða tíndar til nokkrar sögur úr glatkistunni sem vert er að líta aftur á eins og kemur fram á heimasíðu Endur- menntunar, www.endurmenntun. is. Þar er hægt að skrá sig á nám- skeiðið sem hefst þriðjudaginn 30. september og lýkur 7. október. Þess má geta að Katrín Jakobs- dóttir íslenskufræðingur hefur umsjón með námskeiðinu. - rve Sögur úr glatkistunni Katrín Jakobsdóttir heldur utan um námskeiðið Bækurnar í bústaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.