Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 40

Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 40
● heimili&hönnun Skráning og upplýsingar: Esther Helga Guðmundsdóttir, sími 568-3868 og 699-2676, netfang: esther@matarfi kn.is www.matarfi kn.is Bandarísku sérfræðingarnir Phil Werdell M.A. og Mary Fushi CENSPS koma til Íslands og miðla af áratuga reynslu sinni sem rannsóknar- og meðferðaraðilar á sviði offi tu, átröskunar og matarfíknar. Námskeið fyrir þá sem eiga í vanda með mat og þyngd Matarfíkn; líkamlegur, huglægur og andlegur vandi. Hvar og hvenær: Grensáskirkju, safnaðarheimili Laugardaginn 13.09.08 kl. 9.00-16.30 og/eða sunnudaginn 14.09.08 kl. 9.00-16.30 Verð: Stakur dagur kr. 12.800.- // báðir dagar: 21.800.- Fyrir öryrkja, nemendur og hjón: Stakur dagur kr. 9.900.- // báðir dagar 19.800.- Hádegisverður og aðrar veitingar innifaldar Opnir fyrirlestrar fyrir almenning Faraldur eða leti? Offi ta - átröskun - matarfíkn. Hvernig skarast vandinn. Allir hjartanlega velkomnir - enginn aðgangseyrir Hvar og hvenær: Grensáskirkju, föstudaginn 12.09.08 kl. 20.00-21.30 Háskólanum á Bifröst, þriðjudaginn 16.09.08 kl. 20.00-21.30 Phil Werdell M.A. Mary Foushi Í Garðabænum hafa Halla Haralds- dóttir og Hjálmar Stefánsson komið sér vel fyrir með útsýni yfir sjó- inn. Heimili þeirra er bjart og stíl- hreint og þar er engu ofaukið. Verk eftir Höllu og aðra listamenn prýða veggina. Glerverk eftir Höllu og aðra listamenn hanga uppi í nokkr- um gluggum íbúðarinnar. „Áður en við fórum í það að inn- rétta íbúðina spurði ég manninn minn hvort hann vildi ráða ein- hverju,“ segir Halla og bætir við því til útskýringar að Hjálmar sé heldur íhaldsamari en hún þegar kemur að því að velja hluti inn á heimilið. Val á húsmunum og litum fyrir nýju íbúðina kom í hlut listakonunn- ar Höllu. Hún ákvað að ganga alla leið og skipti algjörlega um stíl, ef svo má að orði komast. Í stað þess að hafa dökka húsmuni vildi Halla leggja áherslu á ljósa tóna og stíl- hreinar línur. Allir sófar og stólar í íbúðinni eru í jarðlitum en bæði leður- og tauáklæði eru í ljósum lit. Í sjónvarps- og bókaherberginu vekur stofuskápur úr palisandervið athygli, en í nýju íbúðinni virkar þessi skápur, sem kominn er til ára sinna, sem nýr. „Ég hef alltaf verið hrifin af því að hafa bækur í kringum mig,“ segir Halla og bætir við að líkt og með aðra hluti, svo sem skrautmuni, þá gæti hún þess að stilla þeim í hóf. „Það er ómögulegt að ætla sér að koma öllu fyrir,“ segir hún að bragði. Heimilið er einnig vinnustaður Höllu, en nú um helgina verður hún með málverkasýningu á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Sýningin verður í listasalnum Verðandi í Bílakringl- unni, Grófinni 8. - vg Við sjávarsíðuna ● Halla Haraldsdóttir, mynd- og glerlistakona, og Hjálmar Stefánsson, fyrrverandi útibússtjóri í Landsbankanum, fluttu fyrir tveimur árum frá Reykjanesbæ í Sjálandshverfið í Garðabæ. Eldhúsið er opið og bjart og útsýni til sjávar er einstaklega fallegt úr eldhúsinu. Húsgögnin og innréttingin eru nútímaleg en hlýleg. Vinnustofa Höllu er afar snyrtileg og skipulögð. Veggina prýða málverk eftir hana sjálfa en hún hefur einnig unnið glerlistaverk og mósaíkmyndir. Halla Har er mörgum kunn fyrir falleg listaverk og mun sýna á Ljósanótt um helgina. Allt er í stíl í stofunni. Stofuborðin eru í ljósum sandlit líkt og sófaleðrið og gólfflísarnar. Stórir gluggarnir hleypa inn mikilli birtu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mynd- og glerlistakonan Halla Haralds- dóttir er fagurkeri og ber heimili hennar þess merki. 6. SEPTEMBER 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.