Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 64

Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 64
44 6. september 2008 LAUGARDAGUR Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötug- um fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkj- anna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildar- stjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um nor- ræna tónlist á fræðilegum vett- vangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tón- list á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnum- gangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningar- líf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslend- ingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sann- kölluð ánægja að fá að leika tón- list hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr. - vþ Píanóverk Þorkels í Salnum PÍANISTINN OG TÓNSKÁLDIÐ Kristín Jónína Taylor og Þorkell Sigurbjörnsson við æfingar í Salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 6. september ➜ Opnanir 14.00 Hjörtur Hjartarson opnar sýningu á verkum í Verðandi galleri á Laugavegi 51. Sýningin stendur til 30. september. 15.00 8+8 Made in Hafnarfjörður Til sýnis verður afrakstur samstarfs átta alþjóðlegra hönnuða og átta hafnfirskra framleiðslufyrirtækja. Sýningin er í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar og fer fram í sýningarsalnum Dverg, Lækjagötu 2. 15.00 Handverk og hefðir - jap- önsk nytjalist Sýningin stendur til 5. október. Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgötu 3. 17.00 Tilbrigði - Variation Sigurlín M. Grétarsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu. Sýningin stendur til 3. október. Café Karólína, Kaupvangsstræti 23, Akureyri. 20.00 Appelsínurauði eldur- inn sem þú sýndir mér Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar sýningu í Kling & Bang galleríi. Sýningin stendur til 28. september. Kling & Bang gallerí, Hverfisgötu 42. Sjónarrönd Sæþór Örn Ásmundson opnar sína fjórðu einkasýningu í Saltfélaginu, Grandagarði 2. Sýningin stendur yfir úr septembermánuð. Hjónin Ása Heiður Rúnarsdóttir og Birgir Breiðdal opna samsýningu í Gallerí List, Skipholti 50a. Sýningin stendur yfir til 16. september. ➜ Sýningar 13.00 Margsaga/ Equivocal Katrín Elvarsdóttir tekur á móti gestum og gangandi í Gallerí Ágúst kl. 13-15 og leiðir um sýningu sína Margsaga. Sýningin samanstendur af nýjum ljósmyndaverkum og stendur til 27. september. ➜ Fundir 13.00 UNIFEM-umræður Fyrsti fundur vetrarins í fundaröð þar sem starf UNIFEM er kynnt og fjallað um stöðu kvenna í þróunarríkjum. Fundurinn er haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42. ➜ Síðustu Forvöð Tilraunamaraþoni í Listasafni Reykjavíkur lýkur á mánudag. Fjöldi listamanna koma að sýningunni sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Opið alla daga frá 10-17. Opið fimmtudaga til 22. ➜ Opið Hús 13.00 Korpúlfsstaðir Vinnustofur listamanna verða opnar og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða málverk, leirlist, grafík, textíl og hönnun ýmiss konar milli kl. 13 og 17. ➜ Markaðir 13.00 Safnaramarkaður í Gerðu- bergi verður opinn frá 13-16. Menningarmiðstöðin Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. ➜ Ljósmyndasýningar 17.00 Fés og fígúrur Ellert Grétars son opnar ljósmyndasýn- ingu í Fótó grafí, Skólavörðustíg 4. Sýningin stendur tl 3. október. ➜ Tónlist 21.00 Hljómsveitirnar Gjöll og Digital Madness spila á Dillon. Andrea Jóns þeytir skífum. Dillon, Laugavegi 30. ➜ Hverfahátíð 14.00 Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á MIklatúni. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Boðið verður upp á opið hús í Þjóð- leikhúsinu í dag á milli kl. 13 og 16. Þar verður margt skemmtilegt um að vera; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mun taka á móti gestum í sínu fínasta leikhúspússi, ræningjarnir úr Kardemommu- bænum ætla að grilla á tröppum Þjóðleikhússins og starfsfólk og leikarar hússins verða á ferð og flugi um alla bygginguna, uppá- klædd í tilefni dagsins, leitandi að ísbirni sem ku hafa tekið sér ból- festu í húsinu. Leikhúsunnendur sem vilja tryggja sér varanlegt sæti úr Þjóð- leikhúsinu geta einnig tryggt sér stól í þessari ferð því örfá „sæti“ úr gamla salnum verða til sölu á opna húsinu. Stólarnir eru með hinu sígilda Þjóðleikhúsáklæði og í fínu standi, en ósamsettir. Kynnisferðir baksviðs verða tímasettar og verð- ur farið í litlum hópum um húsið. Síðast en ekki síst munu Skoppa og Skrítla, Einar Áskell og Maddam- amma og Putti litli úr Skilaboða- skjóðunni gleðja yngstu gestina. - vþ Þjóðleikhúsið opið SKOPPA OG SKRÍTLA Leika á als oddi í Þjóðleikhúsinu í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.