Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 64
44 6. september 2008 LAUGARDAGUR Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötug- um fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkj- anna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildar- stjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um nor- ræna tónlist á fræðilegum vett- vangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tón- list á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnum- gangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningar- líf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslend- ingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sann- kölluð ánægja að fá að leika tón- list hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr. - vþ Píanóverk Þorkels í Salnum PÍANISTINN OG TÓNSKÁLDIÐ Kristín Jónína Taylor og Þorkell Sigurbjörnsson við æfingar í Salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 6. september ➜ Opnanir 14.00 Hjörtur Hjartarson opnar sýningu á verkum í Verðandi galleri á Laugavegi 51. Sýningin stendur til 30. september. 15.00 8+8 Made in Hafnarfjörður Til sýnis verður afrakstur samstarfs átta alþjóðlegra hönnuða og átta hafnfirskra framleiðslufyrirtækja. Sýningin er í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar og fer fram í sýningarsalnum Dverg, Lækjagötu 2. 15.00 Handverk og hefðir - jap- önsk nytjalist Sýningin stendur til 5. október. Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgötu 3. 17.00 Tilbrigði - Variation Sigurlín M. Grétarsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu. Sýningin stendur til 3. október. Café Karólína, Kaupvangsstræti 23, Akureyri. 20.00 Appelsínurauði eldur- inn sem þú sýndir mér Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar sýningu í Kling & Bang galleríi. Sýningin stendur til 28. september. Kling & Bang gallerí, Hverfisgötu 42. Sjónarrönd Sæþór Örn Ásmundson opnar sína fjórðu einkasýningu í Saltfélaginu, Grandagarði 2. Sýningin stendur yfir úr septembermánuð. Hjónin Ása Heiður Rúnarsdóttir og Birgir Breiðdal opna samsýningu í Gallerí List, Skipholti 50a. Sýningin stendur yfir til 16. september. ➜ Sýningar 13.00 Margsaga/ Equivocal Katrín Elvarsdóttir tekur á móti gestum og gangandi í Gallerí Ágúst kl. 13-15 og leiðir um sýningu sína Margsaga. Sýningin samanstendur af nýjum ljósmyndaverkum og stendur til 27. september. ➜ Fundir 13.00 UNIFEM-umræður Fyrsti fundur vetrarins í fundaröð þar sem starf UNIFEM er kynnt og fjallað um stöðu kvenna í þróunarríkjum. Fundurinn er haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42. ➜ Síðustu Forvöð Tilraunamaraþoni í Listasafni Reykjavíkur lýkur á mánudag. Fjöldi listamanna koma að sýningunni sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Opið alla daga frá 10-17. Opið fimmtudaga til 22. ➜ Opið Hús 13.00 Korpúlfsstaðir Vinnustofur listamanna verða opnar og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða málverk, leirlist, grafík, textíl og hönnun ýmiss konar milli kl. 13 og 17. ➜ Markaðir 13.00 Safnaramarkaður í Gerðu- bergi verður opinn frá 13-16. Menningarmiðstöðin Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. ➜ Ljósmyndasýningar 17.00 Fés og fígúrur Ellert Grétars son opnar ljósmyndasýn- ingu í Fótó grafí, Skólavörðustíg 4. Sýningin stendur tl 3. október. ➜ Tónlist 21.00 Hljómsveitirnar Gjöll og Digital Madness spila á Dillon. Andrea Jóns þeytir skífum. Dillon, Laugavegi 30. ➜ Hverfahátíð 14.00 Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á MIklatúni. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Boðið verður upp á opið hús í Þjóð- leikhúsinu í dag á milli kl. 13 og 16. Þar verður margt skemmtilegt um að vera; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mun taka á móti gestum í sínu fínasta leikhúspússi, ræningjarnir úr Kardemommu- bænum ætla að grilla á tröppum Þjóðleikhússins og starfsfólk og leikarar hússins verða á ferð og flugi um alla bygginguna, uppá- klædd í tilefni dagsins, leitandi að ísbirni sem ku hafa tekið sér ból- festu í húsinu. Leikhúsunnendur sem vilja tryggja sér varanlegt sæti úr Þjóð- leikhúsinu geta einnig tryggt sér stól í þessari ferð því örfá „sæti“ úr gamla salnum verða til sölu á opna húsinu. Stólarnir eru með hinu sígilda Þjóðleikhúsáklæði og í fínu standi, en ósamsettir. Kynnisferðir baksviðs verða tímasettar og verð- ur farið í litlum hópum um húsið. Síðast en ekki síst munu Skoppa og Skrítla, Einar Áskell og Maddam- amma og Putti litli úr Skilaboða- skjóðunni gleðja yngstu gestina. - vþ Þjóðleikhúsið opið SKOPPA OG SKRÍTLA Leika á als oddi í Þjóðleikhúsinu í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.