Fréttablaðið - 11.09.2008, Page 60

Fréttablaðið - 11.09.2008, Page 60
32 11. september 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 17.15 Írski þjóðfræðingurinn Cliona O’Carroll, sem starfar við Háskól- ann í Cork, flytur erindið „How’s it goin’, boy? - Útvarpsþættir byggð- ir á samfélagsdrifinni þjóðfræða- söfnun“ á vegum Félags þjóðfræð- inga á Íslandi og Háskóla Íslands í stofu 202 í Odda kl. 17.15 í dag. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starf- andi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademí- unni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsa- kynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðar- snillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademí- unnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi. - vþ Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar KARTÖFLUR Hafa fætt og kætt Íslendinga í 250 ár. Sýning á verkum myndlistarkon- unnar Ólafar Bjargar Björnsdótt- ur verður opnuð í dag kl. 17 í Artó- teki, sem er á jarðhæð aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nefnist sýningin „Áttavitinn sjálfsnánd og mild mýkingarefni“. Ólöf Björg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 með málun sem aðalgrein, og vorið 2007 lauk hún kennaranámi frá sama skóla. Ólöf Björg hefur verið virk í myndlistarlífi landsins frá útskrift; hún hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga og uppákomum ýmiss konar. Hún átti meðal annars verk á Sequences-hátíðinni árið 2007 og á afmælissýningu Hafnarfjarðar sem sett var upp í Hafnarborg nú fyrr á árinu. Málverk Ólafar Bjargar eru í senn kaótísk og nákvæm og fá litir að njóta sín til fulls. Hún hefur þó ekki einskorð- að listsköpun sína við málverkið heldur hefur hún einnig unnið með aðra miðla, til að mynda innsetn- ingar, og má í því samhengi nefna að á sýningunni í Artóteki má ein- mitt sjá bæði málverk og innsetn- ingu. Sýningin stendur til 19. okt- óber. - vþ Ólöf opnar sýningu EITT SINN Málverk eftir Ólöfu Björgu Björnsdóttur. > Ekki missa af … tónleikum hljómsveitarinnar Bardukha á Café Rosenberg við Klapparstíg, en þeir hefjast kl. 21 í kvöld. Bardukha leikur eldfjörug þjóðlög frá fjölda landa, þeirra á meðal Tyrklandi og Grikklandi. Hljómsveitin hefur verið við stífar æfingar seinni hluta sumars og því er víst óhætt að lofa miklu fjöri. Miðaverð er 500 kr. Myndlistarkonan Birta Guðjóns- dóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hve- nær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á end- urskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferða- saga. Þetta er ekki frásögn af fjar- lægðum, merkum menningarslóð- um, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleit- ar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra.” Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suð- suðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kalinin- grad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaft- felli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ Óður Birtu til jarðarinnar BIRTA GUÐJÓNSDÓTTIR Opnar sýningu í Gallery Turpentine á morgun. Leikritið Fool for Love eftir banda- ríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfur- tunglið, verður frumsýnt á Akur- eyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarn- ar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Þessi tak- markaði sýningafjöldi helgast einna helst af önnum meðlima Silf- urtunglsins, en leikararnir og leik- stjórinn eru öll komin á kaf í verk- efni hjá hinum ýmsu menningarstofnunum víða um land. Silfurtunglið hlaut sjö tilnefn- ingar til Grímunnar fyrr á árinu fyrir uppsetningu sína á Fool for Love. Hinn landskunni tónlistar- maður KK er tónlistarstjóri sýn- ingarinnar og fer einnig með hlut- verk karlsins í verkinu. KK var tilnefndur sem flytjandi ársins og lagahöfundur ársins á Grímuhátíð- inni. Hann samdi nokkur lög sér- staklega fyrir sýninguna, þar á meðal „Í eigin vanmætti“ sem fór í spilun í fyrra og náði þar með eyrum landsmanna. Nú er nýtt lag úr sýningunni komið í spilun í útvarpi; lagið nefnist „ég óttaðist“ og fjallar um samskipti aðalpers- óna leikritsins. Fool for Love var áður sett upp á efri hæðinni í Austurbæ við Snorrabraut. Þar spiluðu uppruna- legar innréttingar skemmtistaðar- ins Silfurtunglsins, sem leikhópur- inn dregur einmitt nafn sitt af, stórt hlutverk í því að draga fram þá áþreifanlegu stemningu sem skapaðist á sýningum leikritsins. Því stóð hópurinn frammi fyrir ákveðnu vandamáli þegar kom að því að færa sýninguna um set: hvernig væri best að flytja stemn- inguna með? Leikmyndahönnuður- inn Mekkín Ragnarsdóttir leysti vandann og hefur af mikilli natni endurskapað Silfurtunglið á Akur- eyri; þannig er nú viðarpanellinn, parketið og andrúmsloftið úr Aust- urbæ komið norður. - vþ Ástarflónið norður ÁSTIR Í VESTRINU Uppsetning Silfurtunglsins á Fool for Love hlaut góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda fyrr á árinu. Umsjónarkennarar námskeiðsins eru Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari og Andrea Brabin framkvæmdarstjóri Eskimo, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, Eskimo tösku, Maybelline mascara, viðurkenningarskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu. EMM School of Make-Up sér um förðun. SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 23. SEPTEMBER OG 25. SEPTEMBER. Sjálfstyrking Framkoma Líkamsburður Innsýn í fyrirsætustörf Förðun Umhirða húðar og hárs Myndataka (10 s/h myndir) Tískusýningarganga Fyrirsæta kemur í heimsókn Fíkniefnafræðsla Myndbandsupptökur Leikræn tjáning Næringarráðgjöf Skráning er hafin í síma 533 4646 og á www.eskimo.is. Verð 17.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.