Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2008, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 11.09.2008, Qupperneq 78
50 11. september 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. teikning af ferli, 6. þys, 8. fæða, 9. atvikast, 11. fyrir hönd, 12. sjúga, 14. steintegund, 16. tónlistarmaður, 17. skaut, 18. drulla, 20. sjó, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. yndi, 3. guð, 4. plöntutegund, 5. skip, 7. flík, 10. skammstöfun, 13. ósigur, 15. torveld, 16. kóf, 19. slá. LAUSN „Ég fæ mér lýsi, AB-mjólk með vínberjum og All Bran-flögum, appelsínusafa frá Sól, kaffi latte með nýmjólk og hafrakex með rúsínum. Lýsið og appelsínu- saf inn eru fastir liðir.“ Hjörleifur Valson fiðluleikari. LÁRÉTT: 2. graf, 6. ys, 8. ala, 9. ske, 11. pr, 12. totta, 14. kvars, 16. kk, 17. pól, 18. aur, 20. sæ, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. ra, 4. alparós, 5. far, 7. skokkur, 10. etv, 13. tap, 15. slæm, 16. kaf, 19. rá. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Vegamótastíg í Reykjavík. 2 Taílands. 3 Silja Hauksdóttir. Baggalútur hamast nú við að klára nýju plöt- una sína, Nýjasta nýtt. Eitt af síðustu verkun- um er að taka upp gestasöng Eiríks Hauksson- ar sem Baggalútar flytja sérstaklega inn frá Noregi af því tilefni. „Það hvarflaði aldrei að okkur að fá einhvern annan til að syngja þetta lag,“ segir Baggalút- urinn Guðmundur Pálsson. „Og sem betur fer fannst gat í þéttskipaðri stundarskrá Eiríks til að þetta gæti orðið.“ Mikill viðbúnaður er vegna komu Eiríks. Á dagskrá sem Baggalútsmenn hafa tekið saman fyrir söngvarann er meðal annars heimsókn í Bláa lónið, skoðunarferð um Þingvelli, Gull- foss og Geysi auk þess sem Eiríkur óskaði sér- staklega eftir að fá að renna fyrir lax. „Hann verður auðvitað í svítu í miðbænum og við reddum honum einkabílstjóra. Hann bað um ýmislegt góss til að hafa til taks í stúdíóinu, Lindubuff og Diet-Grape, sem var mikið basl að finna, og rakakrem. Rakakrem er honum mjög mikilvægt. Við urðum auðvitað við öllum þessum kröfum enda ekki á hverjum degi sem svona stórstjarna kemur til landsins.“ Eiríkur syngur soul-lag um reykingar og mun dvelja hérlendis fram yfir helgi. Aðrir gestir á plötunni verða söngkona Hjaltalín, Sigríður Thorlacius, og Bragi Valdimar, texta- og lagahöf- undur Baggalúts. „Bragi gerði þá kröfu núna að fá að syngja eitt lag. Hann hefur aldrei gert það áður og því má eigin- lega segja að hann sé gestasöngvari.“ Fram kom í Fréttablaðinu í sumar að Engil- bert Jensen hefði verið of dýr fyrir Baggalút. „Hann átti að syngja smá kafla í hinum umdeilda nauðgunar- hvatningarsöng, en ég gerði það nú bara sjálfur,“ segir Guð- mundur. „Nei, hann var ekkert of dýr fyrir okkur. Þetta snerist frekar um það hversu mikið menn voru tilbúnir að borga fyrir að fá Engilbert Jen- sen.“ - drg Baggalútur flytur inn Eika Hauks Það vakti mikla athygli í þjóðfé- laginu þegar dýrasta lóð Íslands- sögunnar var boðin til sölu. Þetta var í mars síðastliðnum þegar góðærið var enn á fullu gasi. Í boði var 3.630 fm eignarlóð á Arnarnesinu og var ásett verð hálfur milljarður. „Það kom eitt tilboð,“ segir Arnbjörn Arason, fasteignasali hjá Remax, sem hafði umsjón með sölunni. „Mér fannst það til- boð mjög gott en eigendurnir vildu halda sig við upphaflega verðið.“ Í raun var verið að selja tvær eignarlóðir í einum botnlanga. Á lóðunum standa nú tvö einbýlis- hús. Hugmyndin var að kaupand- inn rifi bæði húsin og byggði eitt stórt í staðinn. Hann hefði getað komið sér upp rammgerðu hliði og haft það huggulegt í nýja hús- inu í botnlanganum. „Satt að segja dofnuðu vonir eigendanna mjög hratt um að geta selt á upp- setta verðinu,“ segir Arnbjörn. „Þeir búa þarna og líður mjög vel og því liggur þeim ekkert á að selja. Ætli þeir séu ekki bara að bíða eftir næsta góðæri.“ - drg Dýrasta lóð landsins enn óseld FRÁ ARNARNESI Eitt tilboð kom í dýru lóðina en því var hafnað. EINKABÍLSTJÓRI, DIET-GRAPE OG RAKAKREM Baggalútur varð við öllum óskum Eiríks Haukssonar, enda ekki á hverjum degi sem svona stórstjarna kemur til landsins. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Sveppi, sem verður aðalleik- arinn í nýrri sjónvarpsþáttaröð, Umbinn, sem er í undirbúningi. Þættirnir verða í heimildarmynd- arstíl, eða „mockumentary“, og fjalla um seinheppinn náunga sem vill feta í fótspor Einars Bárðar- sonar sem næsti umboðsmaður Íslands. „Þetta er karakter sem við erum að móta,“ segir Sveppi, sem líst vel á að feta í fótspor Einars. „Ég fíla hann ágætlega, það er ekki annað hægt.“ Kristófer Dignus, sem leikstýrir þáttunum ásamt Reyni Lyngdal, fékk hugmyndina eftir að hafa lesið bók Arnars Eggerts Thoroddsen um Einar Bárðarson, Öll trixin í bókinni, sem kom út fyrir síðustu jól. „Umboðsmenn á Íslandi eru allir frekar sérstakir. Þetta eru draumóramenn með stórt egó en samt flottir náungar,“ segir Krist- ófer. Þættirnir verða í anda kvikmynd- arinnar Spinal Tap og þáttanna The Office sem hafa notið mikilla vin- sælda. „Við ætlum að reyna að brúa bilið milli skáldskapar og raun- veruleika og komum með alvöru- persónur inn í,“ segir hann og nefn- ir til sögunnar stjörnur á borð við Bubba Morth ens, Björgvin Hall- dórsson og Birgittu Haukdal. Kristófer fékk handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna Umbans og er langt á veg kominn með undirbúninginn. Viðræður standa yfir við Stöð 2 um að sýna þættina á næsta ári en Pegasus annast framleiðsl- una. Kristófer hefur fleiri járn í eldinum því hann undirbýr einnig tólf sjón- varpsþætti byggða á bók Ólafs Hauks Símonarsonar, Fólkið í blokk- inni. „Ég setti mig í samband við Ólaf og honum leist vel á mig. Þetta er barna- og ungl- ingasaga en er eins og svo margt sem Ólafur Haukur gerir, eitthvað sem fjölskyldan getur horft á saman,“ segir Kristófer, sem á í viðræðum við Ríkissjónvarpið um sýningu þessara þátta. Þess má geta að söngleikurinn Fólk- ið í blokkinni verður sýndur í Borgarleikhúsinu í vetur sem er einmitt byggður á sömu bók. freyr@frettabladid.is SVERRIR ÞÓR SVERRISSON: FETAR Í FÓTSPOR EINARS BÁRÐARSONAR Nýr umboðsmaður Íslands SVERRIR ÞÓR SVERRISSON Sveppi fer með aðalhlutverkið í þáttunum Umbinn sem verða að öllum líkindum sýndir á Stöð 2. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KRISTÓFER DIGNUS Leikstjórinn knái er með tvö spennandi verkefni í burðar- liðnum. EINAR BÁRÐARSON Einar var í aðalhlut- verki í bókinni Öll trixin í bókinni, sem kom út fyrir síðustu jól. Það verður nóg að gera hjá leik- aranum Atla Þór Alberts- syni í vetur. Hann leikur í tveimur sýningum hjá Borgarleikhúsinu, meðal annars hinni ótrúlega vinsælu Fló á skinni sem getur kallað á átta sýningar á viku. Jafnframt mun Atli áfram stjórna útvarps- þættinum Frá A til J ásamt félaga sínum Jóhanni G. Jóhannssyni. Í ofanálag réði hann sig nýlega sem kynningarfulltrúa hjá Ríkisútvarp- inu. Nöglin, dægurmálaverð- laun tímaritsins Monitor, verður afhent í fyrsta sinn í kvöld. Verðlauna- afhendingin fer fram á Apótekinu og er búist við veglegri veislu hjá Atla Fannari Bjarka- syni ritstjóra og hans fólki. Meðal þeirra sem eru á gestalistan- um eru fótboltamenn- irnir Eiður Smári Guðjohnsen og Her- mann Hreiðarsson, þó að ólíklegt verði að teljast að þeir geti mætt, Hollywood-leikkon- an Anita Briem, sálfræðineminn Ásgeir Kolbeinsson, tónlistarfólk- ið Högni Egilsson, Svala Björg- vins og Bergur Ebbi Benedikts- son auk miðborgarstjórans Jakobs Frímanns Magnússonar. Þorvaldur H. Gröndal – Doddi í Trabant – er genginn í Motion Boys. Doddi spilaði á trommur í Trabant en er nú kominn á bassa og kemur í staðinn fyrir Vidda, sem var líka í Trabant. Þetta er í annað skipti sem Doddi hleypur í skarðið fyrir Vidda því um árið tók hann við bass- anum þegar Viddi hætti í hljómsveitinni Kanada. Motion Boys æfir nú á fullu til að geta fylgt plötunni Hang on eftir á tónleikum. Platan kemur út 1. október. - hdm, / drg FRÉTTIR AF FÓLKI www.takk. is Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.