Fréttablaðið - 07.11.2008, Page 30
4 föstudagur 7. nóvember
núna
✽ með allt á hreinu
1
3
SPENNANDI KONUKVÖLD
Ef þig langar til að hlæja, skála í góðum veigum og sjá flotta íslenska hönnun er um
að gera að skella sér á Konukvöld World Class á Apótekinu annað kvöld klukkan 20.
Sveinn Waage verður með uppistand, haldin verður tískusýning frá E-label, Sigríður
Klingenberg spáir í spilin og Ellý Ármanns dæmir í keppni um verstu stefnumóta-
söguna. Drífðu þig í Laugar og nældu þér í miða.
Þ
að var margt um manninn á glæsilegri
opnun nýrrar hárgreiðslustofu Karls Bernd-
sen, Beauty bar, síðastliðinn fimmtudag.
Karl hefur búið í London síðustu tíu árin þar sem
hann hefur farðað og greitt mörgum af stærstu
stjörnum samtímans, en hann er nú kominn aftur
til Íslands og hefur opnað glæsilega stofu í Hæða-
smára í Kópavogi.
„Það mættu um 140 manns og stemningin var
frábær,“ segir Karl um opnunina á Beauty barn-
um. „Barinn býður upp á hárgreiðslu,
förðun, litun og plokkun, en námskeið
verða einnig stór þáttur í rekstrinum,“
útskýrir Karl sem mun halda svokölluð
Beautykvöld á komandi mánuðum. „Ein-
staklingar og hópar geta skráð sig, feng-
ið fræðslu, sýnikennslu og ráðgjöf í hári
og förðun, og heitustu leyndarmálin verða
afhjúpuð á barnum,“ segir Karl að lokum og
brosir. - ag
Karl Berndsen hárgreiðslu- og förðunarmeistari:
Hélt glæsilegt opnunarteiti
Góð stemning Birkir Kristinsson, Ragnhildur Gísladóttir og Bentína Björgúlfsdóttir skemmtu
sér vel á opnun Beauty bars.
„Þetta er bók sem ég er búinn að
ganga með í maganum í nokkur
ár,“ segir Guðjón Bergmann jóga-
kennari og rithöfundur um nýj-
ustu bók sína Dropann, sem er
ætluð börnum á aldrinum tveggja
til átta ára. „Í bókinni er undir-
tónn sem getur höfðað jafnt til
barna sem fullorðinna, á sama
tíma og krakkarnir læra um hring-
rás vatnsins,“ útskýrir Guðjón og
segir hugmyndina hafa kviknað
þegar hann las bókina Haf í dropa
eftir Sigvalda Hjálmarsson.
Tuttugu prósent af ágóða bók-
sölunnar rennur til Dropans,
styrktarfélags sykursjúkra barna
á Íslandi, en samstarfið kom
til með skemmtilegum hætti.
„Þegar við Birgir Þ. Jóakimsson,
sem mynskreytir bókina, vorum
búnir að ákveða titil fórum við að
leita að vefsíðu. Þá sáum við að
dropinn.is var til og ákváðum að
styrkja félagið. Þegar ég var svo
að fara að hringja höfðu þau sam-
band að fyrrabragði og báðu mig
um að tala á aðalfundi styrktarfé-
lagsins í október. Í núverandi ár-
ferði hefur félagið misst nokkra af
sínum stærstu styrktaraðilum, svo
ég er ánægður með að geta lagt
eitthvað af mörkum,“ segir Guð-
jón að lokum. - ag
Guðjón Bergmann jógakennari:
Gefur út barnabók
Glæsileg lakkstígvél
frá Þráni skóara á
Grettisgötu 3.
Það er nauðsynlegt að lesa
góða bók í skammdeginu.
Borða biðja elska er met-
sölubók vestanhafs og er nú
komin út á íslensku. Bók sem
engin kona má missa af.
Dropinn er tíunda bók Guðjóns.
Flott stofa Glæsileg hárgreiðslu-
og förðunarstofa Karls í Hæða-
smára, Kópavogi.
algjört möst
2
„Við höfum gert þetta tvisvar áður í bílskúr,“ segir Dröfn Ösp
Snorradóttir, betur þekkt sem DD Unit, um fatamarkað sem hún
heldur ásamt Svölu Björgvinsdóttur á morgun. Mark-
aðurinn fer fram í Nýlenduvöruverslun Hemma og
Valda á Laugavegi 21, þar sem stöll-
urnar munu meðal annars selja
pallíettukjóla, vintage háhælaða
skó og pelsa.
„Við erum bara að rýma
skápana hjá okkur og verðum
með mikið af rosalega flottu
dóti, bæði föt, skó og skart,“
segir Dröfn, sem vonast til
að sjá sem flesta á morgun
milli klukkan 12 og 18. - ag
Halda fatamarkað
Flott til fara Karl, Dedda og
Ísak voru flott í tauinu.
Ánægður
Karl Berndsen
ásamt Björgu
Þórhallsdóttur
sópransöngkonu.
Sætrauður gloss frá
Makeup Store til að
halda vörunum rökum
og glansandi á köld-
um vetrardögum.
www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40
Verð frá kr. 176.000Hlaupabönd
spörumog æfum heima
Verð frá kr. 56.900Fjölþjálfar