Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2008, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 25.11.2008, Qupperneq 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Hugmyndafræðin heillaði mig þar sem hún er heilsteypt og gengur ekki aðeins út á hugleiðslu og líkamsæfingar heldur líka siðfræði, þar sem rétt breytni er í hávegum höfð. Svo nær hún yfir hugmyndir um réttlátt samfélag,“ segir Bergsteinn Jónsson, verk- efnastjóri hjá Unicef, sem hefur stundað andlegan lífsstíl í Ananda Marga-hreyfingunni síðustu fjórtán ár. Ananda Marga kemur frá Ind- landi og gengur meðal annars út á ástundun jóga og hugleiðslu. Berg- steinn kynntist fræðunum nítján ára og hefur síðan þá iðkað hug- leiðslu kvölds og morgna og jóga fimm til sex sinnum í viku ásamt því að kenna það í Kaffi Hljóma- lind þrisvar í viku. „Þegar ég komst í snertingu við þetta var ég, eins og fleiri ungling- ar, haldinn ákveðnu rótleysi. Á þessum aldri fara spurningar um alheiminn að leita á mann og rétt- lætiskenndin verður sterkari. Maður getur verið rosalega þröng- sýnn, upptekinn af því hverju má klæðast svo dæmi sé nefnt, og að sama skapi mjög opinn. Þráin eftir óendanleikanum vaknar. Menn hrærast í heiminum eftir einhverj- um krafti, annaðhvort í áttina til hans eða frá. Ég leitaði í hann þar sem ég vildi tengjast honum og hefði í raun ekki getað endað ann- ars staðar en þar sem ég er í dag.“ Bergsteinn varði fyrst meiri tíma í hugleiðslu, eða þar til hann stofnaði fjölskyldu. „Þá fór ég auð- vitað að sinna meira fjölskyldunni, sem er líka í takt við þá speki að hugleiðsla og þjónusta verði að fara saman, því tileinki maður sér bara annaðhvort er hætt við að sjálfselska nái yfirhöndinni.“ Hann bætir við að eiginkonan sé á sömu bylgjulengd þótt hún stundi lífs- stílinn ekki í eins miklum mæli. „Ég neyti líka hugleiðslumiðaðrar fæðu. Borða mikið grænmeti. Laukur, hvítlaukur, sveppir og egg eru hins vegar á bannlista þar sem mælt er með að halda sig frá þeim fæðutegundum eigi að stunda djúpa hugleiðslu. Sú hugmynd er algengari á Indlandi heldur en á Vesturlöndum. Líkaminn bregst nefnilega við á ákveðinn máta þegar laukur er skorinn og hans neytt. Laukurinn og sveppirnir hita líkamann og hafa ertandi áhrif á miðtaugakerfið. Þetta verður reyndar til þess að oft er erfitt að fara út að borða,“ segir hann og hlær. Spurður hvort ekki þurfi mikla sjálfstjórn og aga til að geta til- einkað sér þessa lífsspeki svarar Bergsteinn: „Maður gerir bara eins og fyrir mann er lagt, þar sem þetta er hluti af heildarpakkanum. Virki hann verður maður að gefa sig honum fullkomlega á vald. Annars er maður bara hálfur í þessu og útkoman er þá eftir því.“ roald@frettabladid.is Trúir á réttlátt samfélag Bergsteinn Jónsson stundar þann andlega lífsstíl sem Ananda Marga-hreyfingin boðar og segir hug- myndafræðina hafa fært sér orku, kærleik og hugrekki til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Bergsteinn Jónsson segist betur í stakk búinn til að takast á við lífið og tilveruna eftir að hann tileinkaði sér boðskap Ananda Marga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR JÓLASÝNING Árbæjarsafns verður opin þrjá sunnudaga í aðventu, hinn 7. desember, 14. desember og 21. desember. Jólasýningin hefur notið mikilla vin- sælda síðustu ár enda gaman að fylgjast með undir- búningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Árskort í tækjasal aðeins 3.333 kr. á mánuði* Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Bonn Köln Aspen-Lux Verð kr. 251.900,- Verð Kr. 282.900,- Verð Kr. 313.900,- Verðdæmi : Yfir 200 tegundir af sófasettum kr.149.900,- verð frá Smíðum eftir þínum þörfum VERÐHRUN n á t t ú r u l e g a Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar. Upplýsingar og skráning í síma: 899 5020 eða á eig@heima.is Farið verður með einföldum hætti yfir: • Hvernig við getum náð stjórn á blóðsykrinum! • Hvernig verðum við okkur úti um þau næringarefni sem líkaminn þarfnast! • Hvernig við getum auðveldlega öðlast meiri orku, vellíðan og heilbrigði! Í lok fyrirlestrar fáið þið leiðbeiningar um val á heilsufæði. Innifalið í námskeiði er mappa með uppskriftum og fróðleik. Námskeiðið verður þriðjud. 2. des. kl. 20-22. í Heilsuhúsinu Lágmúla. Verð aðeins kr. 3.500.- Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi & Akureyri Langar þig að breyta mataræðinu til batnaðar? Veist þú ekki hvar þú átt að byrja?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.