Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 22
22 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 19 637 -0,03% Velta: 31,7 milljónir MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +14,54% BAKKAVÖR +5,24% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -0,94% MAREL -0,38% FÆREYJABANKI -0,38% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,82 +0,00% ... Atorka 0,50 +0,00% ... Bakkavör 2,41 +5,24% ... Eimskipafélagið 1,30 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,10 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 78,00 -0,38% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 94,50 -0,94% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 242,88 +1,36 Innheimta skulda fyrir aðra verð- ur háð leyfi Fjármálaeftirlitsins (FME) um áramót samkvæmt innheimtulögum sem taka gildi fyrsta janúar næstkomandi. „Til að mega stunda innheimtu fyrir aðra er sett fram það skil- yrði að innheimtuaðila hafi áður verið veitt innheimtuleyfi. Það sama á við um aðila sem kaupir kröfur í þeim tilgangi að inn- heimta þær sjálfur í atvinnu- skyni. Lögmenn, opinberir aðilar, viðskiptabankar, sparisjóðir, aðrar lánastofnanir og verð- bréfafyrirtæki geta hins vegar stundað innheimtu án innheimtu- leyfis,“ segir í tilkynningu FME, en umsókn um slíkt leyfi á að vera skrifleg á þar til gerðum umsóknareyðublöðum og á að skila fyrir 10. desember næst- komandi. FME hefur svo jafnframt eftir- lit með innheimtustarfsemi þeirra sem leyfisskyldir eru, opinberir aðilar, viðskiptabank- ar, sparisjóðir, aðrar lánastofn- anir og verðbréfafyrirtæki, en lögin setja ákveðnar kvaðir og upplýsingaskyldu á þá sem inn- heimta. „Lögin heimila jafnframt viðskiptaráðherra að ákveða í reglugerð hámarksfjárhæð inn- heimtukostnaðar og leggja þá skyldu á innheimtuaðila sem stundar innheimtu á grundvelli innheimtuleyfis að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu.“ Lögin ná hins vegar ekki til innheimtu opinberra aðila á sköttum og gjöldum og löginn- heimtu. - óká Leyfa skorður á innheimtukostnað Innheimtulög taka gildi 1. janúar. Fjármálaeftirlitið sér um eftirlit og framkvæmd. Ein auðugasta fjölskylda Þýskalands, sem ber eftir- nafnið Merckle, er að skoða sölu á lyfjafyrirtæki sínu Ratiopharm ásamt öðrum eignum með það fyrir augum að grynnka á skuld- um sem söfnuðust upp við heldur misfarna skortsölu á hlutabréfum í þýska bílaris- anum Volkswagen. Merckle-fjölskyldan spáði því, líkt og fleiri skortsalar, að gengi Volkswagen myndi lækka. Raunin varð sú að það fjórfaldaðist þegar bílaframleiðandinn Porsche sagðist stefna að 75 prósenta hlut í félaginu í síðasta mánuði. Stóð þá fjölskyldan uppi með gríðar- legt tap. Ratiopharm er umsvifa- mikið á samheitalyfjamark- aðnum og etur kappi við Actavis. Bloomberg-fréttaveitan segir ákvörðun Merckle- fjölskyldunnar geta raskað söluferli Actavis verði bæði félögin sett á markaðinn á sama tíma. - jab Þjóðverjar trufla Actavis BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON INTRUM VIÐ LAUGAVEG Fyrirtæki og aðrir sem hafa af því atvinnu að inn- heimta skuldir fyrir aðra þurfa að sækja um innheimtuleyfi til Fjármálaeftirlitsins fyrir 10. næsta mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Samdráttur varð í fyrsta sinn í netverslun í Bandaríkjunum í byrjun nóvember, eftir stöðugan vöxt und- anfarin ár. Hann hefur að jafnaði verið 15 prósent á ári. Samkvæmt rannsókn ráðgjaf- arfyrirtækisins comScore var net- verslun fyrstu þrjár vikur í nóvember fjórum prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum Mastercard nam samdrátturinn 7,5 prósentum fyrstu tvær vikur mán- aðarins, auk þess sem þær sýna 3,9 prósenta samdrátt í október miðað við sama tíma í fyrra. „Alveg er klárt að netverslun Íslendinga hefur dregist saman á síðustu vikum, enda ástandið mjög óeðlilegt,“ segir Pétur Friðriksson, forstöðumaður úgáfusviðs hjá Borgun, sem þjónustar Mastercard á Íslandi, en segir tölur um netverslun þó ekki liggja á lausu. Andri Valur Hrólfsson hjá Valitor segir að erfitt sé að mæla netversl- un Íslendinga innanlands, því mikið af henni fari í raun í gegnum síma. „Þessi verslun er í raun mjög stutt komin hér,“ segir hann. Samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar í vor hefur netverslun hér dregist saman á hverju ári frá 2005. - msh Netverslun minnkar Í PÓSTMIÐSTÖÐINNI Sendingar vefverslana heimsins hafa um allangt skeið verið fyrirferðarmiklar í póstsend- ingum til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjárfestingarbankinn Straumur skilaði meira tapi í október en á fyrstu níu mánuðum ársins. Forstjóri bankans segir aðgerðir síðustu tveggja ára skila sér nú. „Við fengum á okkur högg og stóð- um uppi með skrámur. Nú höfum við kortlagt leiðina fram undan,“ sagði William Fall, forstjóri Straums, þegar hann kynnti upp- gjör fjárfestingarbankans í gær. Í kjölfar bankahrunsins voru viðskipti með hlutabréf Straums stöðvuð og hafa legið niðri í tæpa tvo mánuði. Fjárfestingarbankinn tapaði 124,7 milljónum evra fyrstu níu mánuði ársins. Það jafngildir 22,7 milljörðum króna. Heldur gaf á bátinn þegar á leið en tap á þriðja fjórðungi nam 145,6 milljónum evra. Bankinn bætti tíunda mánuðin- um við á efnahagsreikninginn til að sýna áhrif bankahrunsins í síð- asta mánuði. Tapið í október einum var 25 milljónum evra meira en alla níu mánuðina á undan, 150 milljónir evra. Þrátt fyrir mjög stór áföll stend- ur Straumur keikur og situr á ágætum sjóði. Eigið fé hans nam 758 milljónum evra í lok október. Það er rúmlega tvöfalt meira en reglubundin lágmarksupphæð eiginfjár kveður á um. Fall segir aðgerðir bankans síðastliðin tvö ár hafa skilað sér í hremmingunum nú. Jafnframt vexti í Evrópu, síðast með kaup- um á Teathers sem áður heyrði undir eignir gamla Landsbank- ans, hafi áhættu verið dreift, grynnkað á skuldum og eignir seldar. Þá stefni bankinn enn að tvíhliða skráningu erlendis. Drög að henni voru reifuð fyrir ári en stefnt er að landnámi í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fall segir unnið að því hörðum höndum að tryggja lausafjárstöðu bankans. Muni mestu um þriggja ára sambankalán upp á 200 millj- ónir evra sem falli á gjalddaga um miðjan næsta mánuð. „Við erum mjög nálægt að ljúka endurfjár- mögnun vegna þessa. Ég hafði gert mér vonir um að ná því fyrir fundinn [í gær] en því miður verð- ur það ekki fyrr en næstu daga,“ segir Fall. „Í kjölfarið vonumst við til að viðskipti hefjist að nýju með hlutabréf okkar,“ segir hann. jonab@markadurinn.is WILLIAM FALL Forstjóri Straums segir bankann hafa orðið fyrir áföllum í bankahrun- inu. Stjórnendur hafi unnið hörðum höndum að undirbúningi fyrir kaldan vetur og standi því sterkari ella. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Standa sterkir eftir högg AFKOMA STRAUMS* Tímabil Hagnaður/tap Júl-sept 2008 -145,6 milljónir evra Júl-sept 2007 200 þúsund evrur Tímabil Hagnaður/tap á hlut Júl-sept 2008 -0,015 evrur Júl-sept 2007 0,00 evrur * Á þriðja ársfjórðungi Tiger Woods látinn fjúka Bandaríski bílaframleiðandinn General Mot- ors hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við kylfinginn Tiger Woods. Ár var eftir af samningnum, sem gerður var 1999, en Woods auglýsti Buick-bíla fyrir GM. Ástæða uppsagnarinnar er sú að GM, sem rambar á barmi gjaldþrots, reynir nú að skera niður allan óþarfa kostnað, og Woods hefur gert lítið sem ekkert fyrir sölu Buick-bíla. Árið 1999 seldust 445 þúsund slíkir bílar en í fyrra ekki nema 185 þúsund. Woods mun þó ekki staddur á flæðiskeri, því árstekjur hans eru um 100 milljón dollarar. GM, ásamt Ford og Chrysler, hefur hins vegar óskað eftir 25 milljarða dollara neyðaraðstoð ríkisins. Svart hagkerfi á netinu Mikið og blómlegt neðanjarðarhagkerfi virðist þrífast á veraldarvefnum samkvæmt nýrri rannsókn hugbúnaðarfyrirtækisins Symantec, sem meðal annars framleiðir búnað til vírusvarna. Fyrirtækið fylgdist í eitt ár með spjallrásum þar sem hugbúnaður til að stela persónuupplýsingum og stolnar persónuupplýsingar á borð við kreditkortaupplýs- ingar ganga kaupum og sölum. Samkvæmt áætlun Symantec nemur þessi markaður 276 milljónum dala á ári. Samkvæmt rannsókninni kosta stolin kreditkortanúm- er á bilinu 10 cent og 25 dollara, en upplýsingar um bankareikninga kosta frá 10 dölum upp í 100 dollara. Peningaskápurinn … „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á langtímafjárfestingum hér, bæði frá innlendum og erlendum fjárfestum,“ segir William Fall, forstjóri Straums. Bankinn hyggst setja á lagg- irnar fjárfestingasjóð sem vonast er til að hefji starfsemi fyrir árslok. Stjórn hans verður sjálfstæð og starfsemin aðskilin frá Straumi. Stefnt er að skráningu hans á hlutabréfa- markað. Sjóðurinn ber heitið Fönix fjárfestir í íslenskri atvinnustarfsemi, bæði fyrirtækjum sem nú þegar eru starf- andi en hyggja á breytingar og nýjum sem eiga eftir að líta dagsins ljós. „Það eru mikil tækifæri hér nú. Íslensk fyrirtæki eru almennt vel rekin. Eftir hremmingarnar sem eru að ganga vantar þau aðgang að hlutafé. Þar komum við til sögunnar,“ segir Fall og bætir við að horft verði til ýmiss konar atvinnustarfsemi. Straumur mun leggja um 40 milljónir evra inn í sjóðinn í fyrstu skrefum. Það jafngildir sjö milljörð- um króna. Stefnt er að því að aðrir fjárfestar leggi til allt að 500 milljónir evra. - jab Fönix rís í nýju landi UM FÖNIXINN Í grískri og rómverskri goðafræði má finna söguna um fuglinn Fönix. Hann gat orðið fimm hundruð ára. Þegar fuglinn fann endalokin nálgast flaug hann til Egyptalands og bjó til hreiður sem hann kveikti í. Úr öskunni reis svo nýr fugl. Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norður- áls, sem á og rekur álverið á Grundartanga, hækkaði um 14,54 prósent í tuttugu viðskipt- um upp á tæpar tuttugu milljón- ir króna í Kauphöllinni í gær. Það hefur nú hækkað um 45,9 prósent síðan á föstudag fyrir viku. Gengi bréfa í félaginu var skráð á markað í júní í fyrra- sumar og endaði í 3.426 krónum á fyrsta degi. Það fór hæst í 6.150 krónur 15. maí síðastliðinn en hefur fallið jafnt og þétt síðan þá og fór í lægsta gildi frá upphafi á föstudag í síðustu viku, 675 krónur á hlut. - jab Álfélag stekkur úr lægsta gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.