Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 27. nóvember 2008 51 Forsvarsmenn Myndforms, sem gefur söngvamynd- ina Mamma Mia! út á DVD-mynddiski í dag, vonast til að selja hana í um 20 til 25 þúsund eintökum. „Það er hringt endalaust allan daginn til að spyrja hvenær hún á að koma í verslanir og þannig er það búið að vera í talsvert langan tíma,“ segir Halldór Guðjónsson, sölustjóri Myndforms. Standa vonir til að myndin seljist betur en Lord of the Rings- myndirnar, en hver þeirra seldist í um tuttugu þúsund eintökum. „Þetta er það stærsta sem við höfum verið með,“ segir Halldór. Bíósýningum á Mamma Mia! lauk um síðustu helgi og seldust alls um 119 þúsund miðar, sem er aðeins fimm þúsund minna en seldist á stórmyndina Titanic. Þar af sáu um 6.500 manns hinar gríðarvinsælu „singalong“-sýningar þar sem áhorfendur gátu sungið með af öllu hjarta. Slík útgáfa fylgir einmitt með DVD-disknum. Mamma Mia! er þar með orðin næstvinsælasta erlenda mynd allra tíma á Íslandi og um leið sú tekjuhæsta, enda hefur miðaverð hækkað töluvert síðan Titanic var og hét. Að sögn Halldórs stóð aldrei til að reyna að bæta met Titanic þrátt fyrir að það hafi nálgast óðfluga. „Við vorum ekkert sérstaklega að horfa á það. Myndin þarf náttúrlega að koma út fyrir jól á DVD og það hefði þurft dálítið margar sýningar í það.“ Hann segir að vinsældir Mamma Mia! hérlendis hafi komið honum á óvart. „Mér skilst að hún sé stærri hérna en í Svíþjóð, sem er verulega sérstakt.“ - fb Metupplag af Mamma Mia! MAMMA MIA! Söngvamyndin Mamma Mia! hefur notið gríðar- legra vinsælda síðan hún var frumsýnd hérlendis í sumar. Megas & Senuþjófarnir blása til jólatónleika í Salnum í Kópavogi fimmtudagskvöldið 18. desember. Meiningin er að leika lög úr hnausþykkum lagasarpi meistar- ans og krydda pakkann með sérstaklega uppæfðum jólalögum, meðal annars smellinn „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“. Mun sá jólasveinn væntanlega gera ýmislegt fleira en að kyssa mömmuna. Miðasala á þetta einstaka tækifæri til að láta sjálfan Megas koma sér endan- lega í jólafílinginn er hafin á midi.is. Megas kyssir jólasvein JÓLALEGUR Megas heldur jólatónleika hinn 18. desember næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tónlistarhátíðin Rockville er nú haldin fjórða árið í röð á Paddy’s í Keflavík. Stuðið hefst í kvöld og stendur fram á sunnudagsmorg- un. Mikill fjöldi hljómsveita kemur fram, þar á meðal Dr. Spock, Retro Stefson, Mammút, Agent Fresco, Fm Belfast, Slugs, Æla, Hellvar, Dark Harvest, Andrúm, Klaus, Miri, DLX ATX, Morðingjarnir og Sudden Weather Change. Miðaverði er haldið niðri sem kostur er, passi á kvöldin þrjú kostar 2.300 kr., en þúsund kall á stök kvöld. Rockville í fjórða sinn SPILA Á ROCKVILLE Hljómsveitin Mammút verður á Paddy‘s í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Brandon Flowers, söngvari hljóm- sveitarinnar The Killers, rakaði nýlega af sér yfirvaraskeggið sem hann hefur skartað síðustu ár. Ástæðuna segir hann vera að mottan hafi ekki samræmst nýrri stefnu sveitarinnar. „Ég ákvað að sá sem syngi þessi lög gæti ekki verið með yfirvara- skegg,“ segir söngvarinn. The Killers gáfu nýlega út plötuna Day & Age sem þykir poppaðri en fyrri verk sveitarinnar. Við upptökurnar nutu þeir lið- sinnis Stuarts Price sem unnið hefur mikið með Madonnu. Fórnaði mottunni fyrir nýju plötuna THE KILLERS Hljómsveitin var að gefa út nýja plötu sem er poppaðri en sú síð- asta. Brandon Flowers söngvari er hér enn með mottuna sem nú hefur fengið að fjúka. NORDICPHOTOS/GETTY Komin í verslanir 2999 KR Gildir til 1. desember eða á meðan birgðir endast. Með fyrirvara um villur í texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.