Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 27. nóvember 2008 43 FM Belfast How To Make Friends ★★★★★ Með How to Make Friends hefur FM Belfast tekist að búa til hina fullkomnu partípoppplötu fyrir árið 2008. Hvergi veikur blettur. TJ Buff Buff ★★★★ „Strákarnir eru fullsæmdir af þess- ari fínu plötu og ættu endilega að setja stefnuna á að toppa hana. Það eru allir nauðsynlegir hæfileik- ar innanborðs til þess.“ DR. GUNNI KK Svona eru menn ★★★ KK er á persónulegu nótunum og sýnir alla sína styrkleika á mjög góðri plötu. Eins og sköpuð fyrir tíðarandann. KG Baggalútur Nýjasta nýtt ★★★★ Piparsveinageimaldarpartípopp með kokteilpinna- og diskóívafi. Tvímælalaust besta plata Bagg- a lúts. DR. GUNNI Bragi Valdimar Skúlason og Memfismafían Gilligill ★★★★ Skemmtileg barnaplata með frum- sömdum lögum og textum. Krakk- arnir vilja heyra hana aftur og aftur og það er nóg kjöt á beinunum til þess að þeir fullorðnu hafi gaman af henni líka. TJ Motion Boys Hang On ★★★★ Fágunin og glæsileikinn einkenna þessa fyrstu plötu Motion Boys. Hún er frábærlega unnin og full af grípandi og melódískum popp- lögum. TJ Vicky Pull Hard ★★★ Kröftug frumraun frá hinni efni- legu Vicky þótt kappið beri fegurð- ina ofurliði á stöku stað. KG Steini Humon Comfort ★★ Steini hefur hæfileika. Hann þarf bara að semja eftirminnilegri lög. DR. GUNNI The Viking Giant Show The Lost Garden of the Hooligans ★★★ Hressileg og skemmtileg rokkplata sem hefur yfir sér mjög alþjóðleg- an blæ, en sérkenni vantar. TJ NÝJAR PLÖTUR Emilíana Torrini er loksins á leið- inni heim til að halda tónleika. Þeir verða í Háskólabíói laugar- daginn 13. desember. Tvö ár eru liðin síðan söngkonan kom síðast fram á Íslandi. Miðasalan hófst í gær á midi.is. Aðeins 750 miðar voru í boði og seldust þeir allir samdægurs. Nýjasta plata Emilíönu, Me and Armini, hefur gengið mjög vel. Rúmlega 5.000 eintök hafa selst á Íslandi og „Jungle drum“ er eitt vinsælasta lag landsins um þess- ar mundir. Emilíana og hljóm- sveit hafa nýlokið tónleikaferð um Evrópu og Ástralíu. Snemma á nýju ári er stefnan sett á tón- leikaferð um Bretland og Banda- ríkin. Meðal liðsmanna sveitar- innar er Sigtryggur Baldursson, en samstarf hans og Emilíönu á sér langa sögu. Uppselt á Emilíönu SYNGUR Í HÁSKÓLABÍÓI Emilíana Torrini snýr aftur. Breska hljómsveitin Muse hefur hafið upptökur á sinni fimmtu hljóðversplötu. Tvö ár eru liðin frá útkomu síðustu plötu hennar, Black Holes and Revelations. „Það væri gaman ef við gætum gefið plötuna út á síðari hluta næsta árs en við höfum ekki sett okkur nein markmið,“ sagði bassa- leikarinn Chris Wolstenholme. „Okkur finnst mikilvægara að búa til bestu plötu okkar til þessa og ef það þýðir að hún komi ekki út fyrr en 2010 verður að hafa það.“ Hugsanlega verður á plötunni lag sem er það flóknasta sem for- sprakkinn Matt Bellamy hefur samið. „Ég hef unnið í mörg ár að einu lagi sem er í þrem hlutum, og það er í raun meiri sinfónía en lag,“ sagði Bellamy. Taka upp nýja plötu MUSE Hljómsveitin Muse er byrjuð að taka upp sína fimmtu hljóðversplötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.