Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 46
 27. NÓVEMBER 2008 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Bókin Heimilisbragur/Icelandic Inter- ior sýnir vel fjölbreytileika íslenskra heimila. Viðfangsefni bókarinnar Heim- ilisbragur/Icelandic Interior eru íslensk nútímaheimili af öllum stærðum og gerðum. Ritstjórar eru Elsa Ævarsdótt- ir og Halla Bára Gestsdóttir en Gunnar Sverrisson tók myndirnar sem sýna mismunandi heimili Ís- lendinga nú til dags. Helga Guðný Theodors sá um grafíska hönnun en bókin er mjög smekkleg og í ætt við sams konar erlendar hönn- unarbækur. Í bókinni má finna bæði nú- tímaleg heimili með hlutum eftir íslenska hönnuði og heimili með gamaldags yfirbragði. Bókina prýða um 200 ljósmyndir sem sýna glögglega fjölbreytileika ís- lenskra heimila. Bókin hentar bæði Íslendingum og útlendingum því textinn er bæði á íslensku og ensku. Bókaútgáfan Nenna gefur bók- ina út en þar hafa verið gefnar út fleiri bækur sem tengjast hönnun, híbýlum, arkitektúr og náttúru á Íslandi. Íslensk heimili í máli og myndum Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir er grafískur hönnuður og hefur að eigin sögn gaman að því að vekja upp barnið í fólki með leikandi verk- um sem hafa þó hagnýtt gildi. Hrafnshengi Ingibjargar hefur vakið athygli, enda um skemmtilega hönnun að ræða og ein- staklega íslenska. Krummi krunkar úti og sefur í klettagjá í munnmælum Íslendinga og í fornsögum er hann sjáaldur Óðins. Þess á milli svífur hann um loftin blá og safnar glingri. Tilvalið er því að hengja spariflíkurn- ar á vængi krumma sem kann eflaust vel að meta herlegheitin. Hægt er að fá hrafn sem hangir niður úr loft- inu á stálvír en einnig er hrafninn til sem herðatré og er þá krókur í stað vírsins. Einnig má fá herðatré með buxna- klemmum. Herðatréð er 42 x 21 x 1,5 cm að stærð en hægt er að skoða hrafnshengið, eða Raven eins og það kallast á enskri tungu, betur á heimasíðu Ingibjargar, www.ihanna.net. Hrafninn flýgur og fötin með NLFÍ mælir frekar með tedrykkju í stað kaffidrykkju og er þar framleitt heilsute. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hjá Náttúrulækningafélagi Ís- lands, NLFÍ, í Hveragerði er rækt- að lífrænt grænmeti og framleidd heilsuvara. Má þar nefna heil- næmt Heilsute. Teið er vatnslosandi og búið til úr íslenskum jurtum og er vinsælt meðal vistmanna og víðar. Í teinu er mjaðjurt, maríustakkur, blóð- berg, birkilauf, gulmaðra, hlað- kolla, piparmynta og sólberjalauf. Þetta eru allt þekktar íslenskar lækningajurtir sem eiga að hafa ýmis góð áhrif á líkamsstarfsem- ina. Heilsusamleg tedrykkja Gott er að láta krumma passa fötin á breiðum vængjum sínum. Vissara er þó að festa hann vel með vír eða krók svo hann stelist ekki í burtu með góssið. Klikkaður í Cocoa Puffs! ÍS L E N S K A S IA .I S / N A T 3 77 14 05 /2 00 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.