Fréttablaðið - 27.11.2008, Side 46

Fréttablaðið - 27.11.2008, Side 46
 27. NÓVEMBER 2008 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Bókin Heimilisbragur/Icelandic Inter- ior sýnir vel fjölbreytileika íslenskra heimila. Viðfangsefni bókarinnar Heim- ilisbragur/Icelandic Interior eru íslensk nútímaheimili af öllum stærðum og gerðum. Ritstjórar eru Elsa Ævarsdótt- ir og Halla Bára Gestsdóttir en Gunnar Sverrisson tók myndirnar sem sýna mismunandi heimili Ís- lendinga nú til dags. Helga Guðný Theodors sá um grafíska hönnun en bókin er mjög smekkleg og í ætt við sams konar erlendar hönn- unarbækur. Í bókinni má finna bæði nú- tímaleg heimili með hlutum eftir íslenska hönnuði og heimili með gamaldags yfirbragði. Bókina prýða um 200 ljósmyndir sem sýna glögglega fjölbreytileika ís- lenskra heimila. Bókin hentar bæði Íslendingum og útlendingum því textinn er bæði á íslensku og ensku. Bókaútgáfan Nenna gefur bók- ina út en þar hafa verið gefnar út fleiri bækur sem tengjast hönnun, híbýlum, arkitektúr og náttúru á Íslandi. Íslensk heimili í máli og myndum Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir er grafískur hönnuður og hefur að eigin sögn gaman að því að vekja upp barnið í fólki með leikandi verk- um sem hafa þó hagnýtt gildi. Hrafnshengi Ingibjargar hefur vakið athygli, enda um skemmtilega hönnun að ræða og ein- staklega íslenska. Krummi krunkar úti og sefur í klettagjá í munnmælum Íslendinga og í fornsögum er hann sjáaldur Óðins. Þess á milli svífur hann um loftin blá og safnar glingri. Tilvalið er því að hengja spariflíkurn- ar á vængi krumma sem kann eflaust vel að meta herlegheitin. Hægt er að fá hrafn sem hangir niður úr loft- inu á stálvír en einnig er hrafninn til sem herðatré og er þá krókur í stað vírsins. Einnig má fá herðatré með buxna- klemmum. Herðatréð er 42 x 21 x 1,5 cm að stærð en hægt er að skoða hrafnshengið, eða Raven eins og það kallast á enskri tungu, betur á heimasíðu Ingibjargar, www.ihanna.net. Hrafninn flýgur og fötin með NLFÍ mælir frekar með tedrykkju í stað kaffidrykkju og er þar framleitt heilsute. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hjá Náttúrulækningafélagi Ís- lands, NLFÍ, í Hveragerði er rækt- að lífrænt grænmeti og framleidd heilsuvara. Má þar nefna heil- næmt Heilsute. Teið er vatnslosandi og búið til úr íslenskum jurtum og er vinsælt meðal vistmanna og víðar. Í teinu er mjaðjurt, maríustakkur, blóð- berg, birkilauf, gulmaðra, hlað- kolla, piparmynta og sólberjalauf. Þetta eru allt þekktar íslenskar lækningajurtir sem eiga að hafa ýmis góð áhrif á líkamsstarfsem- ina. Heilsusamleg tedrykkja Gott er að láta krumma passa fötin á breiðum vængjum sínum. Vissara er þó að festa hann vel með vír eða krók svo hann stelist ekki í burtu með góssið. Klikkaður í Cocoa Puffs! ÍS L E N S K A S IA .I S / N A T 3 77 14 05 /2 00 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.