Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 62
42 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is Damon Albarn hefur staðfest að Blur ætli að koma aftur saman á næsta ári með gítarleikarann Graham Coxon innanborðs. „Blur ætlar að æfa saman og síðan kemur í ljós hvort við erum til í tuskið,“ sagði Albarn, skömmu áður en hann flutti óperu sína Monkey: Journey to the West í London. Síðasta plata Blur, Think Tank, kom út fyrir fimm árum og spil- aði Coxon þá aðeins í einu lagi eftir að hafa yfirgefið sveitina árið áður. Eftir plötuna fór Blur í pásu og Albarn sneri sér að teikni- myndasveitinni Gorillaz. Síðast gaf hann út plötu með hljómsveit- inni The Good, the Bad and the Queen. Viðhafnarútgáfur af ýmsu tagi hafa verið algengar í tónlistarútgáfu undanfarin ár og verða sífellt íburð- armeiri. Trausti Júlíusson spáði í þróunina og skoðaði nýja spariútgáfu Sigur Rós- ar-plötunnar Með suð í eyr- um við spilum endalaust. Viðhafnarútgáfur hafa verið algeng- ar í tónlistarútgáfu undanfarin ár. Algengast er að gefa út afmælisút- gáfur af eldri verkum eða veglegar yfirlitsútgáfur, en upp á síðkastið hefur færst í aukana að búa til spari- útgáfur af nýjum plötum líka. Þegar Sigur Rós var að klára Með suð í eyrum við spilum endalaust í vor ákvað sveitin að hafa sjálfa plötuna í mjög einföldum umbúðum en leggja þess í stað þeim mun meira í viðhafnarútgáfuna sem átti að koma út um haustið. Hún er nú komin og það verður að segjast eins og er að þetta er engin venjuleg útgáfa. Stóra stássstofubókin Viðhafnarútgáfan af Með suð í eyrum er í raun 200 bls. innbundin myndabók í stóru broti (24 x 30 cm). Aftast í henni eru svo tveir vasar fyrir plötuna sjálfa og DVD-diskinn sem fylgir með. Þetta er myndabók og efniviðurinn er gerð plötunnar, fyrstu tónleikarnir á tónleikaferð- inni, Náttúruhljómleikarnir o.fl. Ljósmyndarinn Eva Vermandel fylgir sveitinni í gegn um allt ferlið og myndirnar sýna m.a. upptökur, tónleika, æfingar, partí og mynd- bandagerð. Á DVD-disknum eru tvær kvikmyndir eftir Nicholas Abrahams, Við spilum endalaust, sem fæst við sama efni og ljós- myndabókin, og Árabátur at Abbey Road sem fjallar um upptökur á laginu Árabátur með sinfóníuhljóm- sveit og drengjakór. Auk þess er myndbandið við lagið Gobbledig- ook á disknum. Bókin er í takmörkuðu upplagi og hvert eintak númerað. 300 eintök fara í sölu hér á landi. Hverri bók fylgir líka filmubútur úr uppruna- legu filmunni sem Gobbledigook myndbandið var gert úr. Bókina var hægt að panta í forsölu á vef Sigur Rósar. Þeir sem það gerðu fengu nafn sitt prentað á þakkarlista í bókinni sjálfri. Það er skemmtilegt hvað það leynast snjallir markaðs- menn í herbúðum þessara ljúfu og hálfheilögu manna. Gdansk-röð Davids Gilmour Það hefur líka færst í aukana að gefa samhliða út margar mismun- andi útgáfur af sama titlinum. Gott dæmi um þetta er tónleikapakkinn Live in Gdansk með David Gilmour. Hann kemur í fimm mismunandi útgáfum, sú dýrasta hefur að geyma 3 CD og 2 DVD og kostar tæpar tíu þús. kr. á Amazon. Tónleikarnir eru reyndar mikið eyrnakonfekt fyrir Gilmour- og Pink Floyd-aðdáendur. Roxy Music-gítarleikarinn Phil Manzanera spilar með karlinum og svo eru þetta líklega síðustu upp- tökur hljómborðsleikarans Ricks Wright sem lést á árinu. Brjálaðir Dylan-aðdáendur En það eru ekki allir jafnhrifnir af viðhafnarútgáfum. Þegar áttunda Bootleg Series-plata Bobs Dylan, Tell Tale Signs, kom út í haust fékk hún allstaðar frábæra dóma. Meðal- einkunn hennar hjá yfirlitssíðunni Metacritic er t.d. 86/100. Ef maður skoðar plötuna hins vegar á Amaz- on kemur í ljós að meðaleinkunn notenda þar er bara tvær og hálf stjarna af fimm. Ástæðan er ekki sú að Dylan-aðdáendum mislíki tón- listin heldur eru þeir æfir yfir því að þriggja diska munaðarútgáfan kosti 85 pund (18 þús. kr.). Slíkt okur vilja gamlir Dylan-menn ekki láta bjóða sér! Til samanburðar má geta þess að Sigur Rósar-bókin kost- ar tæpar tíu þúsund hér á landi sem er nokkru lægra verð heldur en í Bretlandi. Stórbók og fleiri gersemar STÓRBÓK SIGUR RÓSAR Jólabókin í ár fyrir harða Sigur Rósar-aðdáendur er eflaust viðhafn- arútgáfan af Með suð í eyrum við spilum endalaust. Þetta er 200 bls. myndabók í stóru broti ásamt CD og DVD. Myndirnar eru úr bókinni. > Plata vikunnar Jeff Who? - Jeff Who? ★★★★ „Önnur fín popprokkplata, full af lögum sem límast á heilann.“ TJ > Í SPILARANUM Pétur W. Kristjánsson - Algjör sjúkheit Coldplay - Prospekt’s March (ep) Ragnheiður Gröndal - Bella & Her Black Coffee Guns N’ Roses - Chinese Democracy Belle & Sebastian - The BBC Sessions Skakkamanage - All Over the Face Rapparinn Addi Intro úr hljóm- sveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chill- out. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyr- irtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyr- ir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress,“ segir Addi sem naut aðstoð- ar Hrynjanda sem er útgáfufyrir- tæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið“ til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt.“ Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, held- ur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt,“ segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því per- sónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan,“ segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu.“ - fb Sjúklegt basl og dálítið stress ADDI INTRO Addi Intro, sem starfar í Skífunni, gefur út plötuna Tivoli Chillout. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BLUR Damon Albarn hefur staðfest að hljómsveitin Blur ætli að koma saman á nýjan leik. Gítarleikarinn Graham Coxon mætir til æfinga eftir áramót. Coxon kallaður til æfinga með Blur Plata rapparans Lil´ Wayne, Tha Carter III, hefur verið kjörin plata ársins af bandaríska tón- listartímaritinu Blender. Listar yfir plötur ársins fara smám saman að birt- ast og ríður Blender á vaðið með þessum nýja lista. Í öðru sæti lenti Girl Talk með plötuna Feed the Animals og í því þriðja varð TV on the Radio með Dear Sci- ence. Rokkar- arnir í Metallica voru síðan næstir á blaði með Death Magnetic og í fimmta sæti varð Hot Chip með stuð- plötuna Made in the Dark. Á meðal ann- arra á topp tíu voru Of Montreal, Vampire Weekend og Fall Out Boy. LIL´ WAYNE Rapparinn Lil´ Wayne á plötu ársins samkvæmt bandaríska tímaritinu Blender. Blender gerir upp árið Svo virðist sem Axl Rose, söngvari Guns ´N´ Roses, sé orðinn óvinur kínverskra stjórnvalda rétt eins Björk Guðmundsdóttir varð eftir tónleika sína þar í landi í mars. Bálreiðir Kínverjar hafa bannað nýjustu plötu sveitarinn- ar, Chinese Democracy, og segja hana eitraða árás á þjóðina. Þetta kemur fram í grein um plötuna sem birtist í dagblaðinu Global Times, sem stærsti kommúnista- flokkur landsins gefur út. Titillag plötunnar, sem hefur ekki verið spilað í Kína vegna viðkvæms textans, fjallar um bann gegn trúarhreyfingunni Falun Gong þar í landi. Þar syngur Rose: „Ef stóri veggurinn ykkar fellur, getið þið kennt ykkur sjálfum um.“ Opinber heimasíða Guns ´N´ Roses hefur einnig verið bönnuð í Kína. Þrátt fyrir að platan sé ekki seld í búðum verður hún væntanlega fáanleg í sjóræningja- útgáfu, rétt eins og aðrar „hættulegar“ plötur sem hafa verið bannaðar þar í landi á undan- förnum árum. Kínverjar brjálaðir AXL ROSE Söngvari Guns ´N´ Roses er ekki í náðinni í Kína vegna útgáfu plötunn- ar Chinese Democracy. Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. 9. HVER VINNUR ! SENDU SMS EST MAM Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MAMMA MIA Á DVD! VINNINGAR: MAMMA MIA! Á DVD · ABBA SINGSTAR · TÓNLISTIN ÚR MYNDINNI MAMMA MIA! PEPSI MAX · FULLT AF ÖÐRUM DVD MYNDUM OG TÖLVULEIKJUM. LENDIR Í ELKO 27. NÓVEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.