Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 28
28 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðis- menn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylking- arinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmun- um Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamóta- stjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ESB-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópu- sambandinu og myntbandalaginu. Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ESB við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnar- skránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitr- inga sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf. bj@heimur.is Frestur er á öllu bestur BENEDIKT JÓHANNESSON Tómur tryggingarsjóður UMRÆÐAN Helgi Áss Grétarsson skrifar um IceSasve Fyrir skömmu rituðu íslensk stjórnvöld og Evrópusambandið undir viljayfirlýsingu um lausn Icesave-deil- unnar. Í viljayfirlýsing- unni felst m.a. að íslenska ríkið ábyrgist greiðslu lágmarks- tryggingar innlánseigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Bretlandi og í Hollandi. Heildarfjárskuldbinding íslenska ríkisins vegna þessa veltur á því hvernig tekst að koma eignum Landsbanka Íslands hf. í verð. Það viðhorf hefur komið fram opinberlega að íslenska ríkið hafi með vilja- yfirlýsingunni verið neytt til að taka við skuldum langt umfram það sem því er skylt eftir lögum, sbr. grein Hannes- ar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu 21. nóvember 2008. Efast má um að þessi skilningur sé réttur. Það stafar ekki síst af því hvernig staðið hefur verið að fjármögnun íslenska innlánatryggingakerf- isins. Fjármögnun innlánatrygginga- kerfa Ráða má af aðfaraorðum til- skipunar um innlánatrygginga- kerfi 94/19/EB að tilgangur hennar sé fyrst og fremst að vernda lágmarkshagsmuni inn- lánseigenda. Þessir hagsmunir eru skilgreindir í 1. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar, þ.e. innstæð- ur hvers innlánseigenda skulu tryggðar upp að vissu lágmarki sem nemur nú tæpum 21.000 evrum. Að sjálfsögðu þurfa að vera til eignir í innlánatrygg- ingakerfum til að hægt sé að tryggja þessa lágmarksvernd. Gefið er til kynna í tilskipun- inni að lánastofnanirnar skuli sjálfar standa straum af kostn- aðinum við fjármögnun kerfis- ins, sbr. fyrri málsliður 24. mgr. aðfaraorða tilskipunar- innar. Það er flókið að vita á hverj- um tíma hversu mikið af eign- um þurfa að vera til í innlána- tryggingakerfi til að mæta mögulegum heildarskuldbind- ingum sem leiða af 1. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar. Af þessum ástæðum m.a. er ríkjum heim- ilt að ákvarða greiðslur í kerfið sem hlutfall af heildarinnlán- um, sbr. fyrri málsliður 4. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar. Skilyrði þess að slík leið sé tæk er að hún tryggi að eignir kerfisins dugi fyrir a.m.k. 90% af þeirri heildarfjárskuldbindingu sem leiðir af lágmarkstryggingu innlánseigenda í 1. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar. Mælt er fyrir um þetta í síðari málslið 4. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar sem á ensku er svohljóðandi: „The percentage guaranteed must, however, be equal to or exceed 90% of aggregate deposits until the amount to be paid under the guarantee reaches the amount referred to in para- graph 1.“ Íslenska fjármögnunarleiðin Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999 skal heildareign innstæðudeildar Tryggingar- sjóðs innstæðueigenda og fjár- festa (hér eftir nefndur Trygg- ingarsjóðurinn) nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskipta- bönkum og sparisjóðum á næst- liðnu ári. Fjármögnun Trygg- ingarsjóðsins var því í samræmi við fyrri málslið 4. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar. Engin íslensk laga- regla kvað á um að heildareignir inn- stæðudeildar trygg- ingarsjóðsins þyrftu að hrökkva fyrir 90% lágmarkinu skv. síð- ari málslið 4. mgr. 7. gr. áðurnefndrar til- skipunar. Í fram- kvæmd var þeirri reglu ekki heldur fylgt eftir þó að þess hafi verið væntanlega kostur, t.d. með verulegri hækkun á greiðsluhlutfalli viðskipta- banka og sparisjóða í sjóðinn. Fram hefur komið að um 15 milljarðar kr. séu nú til í inn- stæðudeild Tryggingarsjóðs- ins. Gert er ráð fyrir að heild- arfjárskuldbinding vegna lágmarkstryggingar innláns- eigenda Icesave-reikninganna nemi samtals 640 milljörðum króna. Sé tekið mið af 1. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar og síðari málslið 4. mgr. 7. gr. hennar þá hefði tryggingarsjóðurinn þurft að afla a.m.k. 576 millj- arða kr. frá Landsbanka Íslands hf. til að tryggingarvernd inn- lánseigenda í Icesave–reikn- ingunum væri fyrir hendi, þ.e. 90% af 640 milljörðum króna. Þessar tölur sýna augljóslega að íslenska kerfið var illa fjár- magnað miðað við þær skýru skyldur sem leiða af 1. mgr. og síðari málslið 4. mgr. 7. gr. til- skipunar um innlánatrygginga- kerfi. Ályktanir Í ritinu EES-réttur og Lands- réttur, bls. 196-227, eftir Davíð Þór Björgvinsson, núverandi dómara við Mannréttindadóm- stól Evrópu, er fjallað ítarlega um skaðabótaskyldu ríkja sam- kvæmt EES-rétti. Með hliðsjón af þeirri umfjöllun og dóma- fordæmum liggja haldbær lagarök því til grundvallar að íslenska ríkinu hafi verið skylt skv. EES-rétti að tryggja lág- markshagsmuni innlánseig- enda á Icesave-reikningum Landsbanka Íslands hf. á Bret- landi og í Hollandi. Þessi álykt- un er í hnotskurn reist á þrennu: Í fyrsta lagi er hún reist á því að í skjóli starfsleyfa frá íslenskum stjórnvöldum safn- aði Landsbanki Íslands hf. háum fjárhæðum annars vegar í útibúi bankans á Bretlandi frá síðla árs 2006 og hins vegar í útibúi bankans í Hollandi frá vormánuðum 2008. Í öðru lagi er hún reist á því að íslenska ríkið hefur hagað lögum og réttarframkvæmd þannig að haustið 2008 var Tryggingarsjóðurinn nánast tómur í samanburði við mögu- legar heildarfjárskuldbinding- ar sem á sjóðinn gætu fallið. Í þriðja lagi er hún reist á að brotið hafi verið gegn skýrum ákvæðum í tilskipun um inn- lánatryggingakerfi með þeim afleiðingum að þeir, sem ákvæðin áttu að vernda, urðu fyrir tjóni. Höfundur er lögfræðingur. HELGI ÁSS GRÉTARSSON Það er flókið að vita á hverjum tíma hversu mikið af eignum þurfa að vera til í innlánatryggingakerfi til að mæta mögulegum heildar- skuldbindingum sem leiða af 1. mgr. 7. gr. tilskipunar- innar. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.