Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.11.2008, Qupperneq 6
6 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR GJALDEYRISHÖFT Á ÍSLANDI Seðlabankinn hefur á grundvelli laga sem Alþingi samþykkti í fyrrinótt sett strangar reglur um gjaldeyrisviðskipti á Íslandi. Yfir- lýst markmið er að stemma stigu við útstreymi gjaldeyris frá land- inu og verjast frekara falli krón- unnar. Þótt mikil höft séu sett á fjár- magnsflutninga frá landinu hefur samtímis verið aflétt öllum tak- mörkunum sem gilt hafa frá í okt- óber á gjaldeyrisviðskiptum vegna kaupa á vöru og þjónustu erlendis frá. Eitt höfuðatriðið í nýju reglun- um er að óheimilt verður að flytja gjaldeyri úr landi til fjármálavið- skipta, til dæmis til kaupa á hluta- bréfum. „Fjárfesting í verðbréf- um, hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingasjóða, peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármála- gerningum með erlendum gjald- eyri er óheimil. Þó er aðilum sem fjárfest hafa í slíkum fjármála- gerningum fyrir gildistöku reglna þessara heimilt að endurfjár- festa,“ segir í reglunum. Þetta þýðir meðal annars að þeir sem eiga nú þegar erlend hluta- bréf mega eiga þau áfram eða selja þau og kaupa önnur erlend verðbréf. Aðrir aðilar á Íslandi, einstaklingar og fyrirtæki, eru hins vegar útilokaðir frá slíkum viðskiptum á meðan nýju reglurn- ar gilda. Sérstaklega er mælt fyrir um að þeir sem eignist gjaldeyri verði að skila honum til íslenskra fjármála- stofnana, annað hvort með því að selja hann eða leggja inn á gjald- eyrisreikning í banka. „Öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt, skal skilað til fjármálafyrirtækis hér á landi innan tveggja vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans.“ Þeir sem eiga fé inni á gjaldeyr- isreikningum geta ekki tekið það út nema að geta sýnt fram á að þeir ætli að nota gjaldeyrinn í samræmi við nýju reglurnar. Sama gildir um þá sem vilja kaupa gjaldeyri af bönkunum. „Óheimilt er að taka út af gjaldeyrisreikn- ingum reiðufé í erlendum gjald- eyri, nema sýnt sé fram á að það verði notað til að greiða fyrir vöru eða þjónustu, þar með talin ferða- lög,“ segir Seðlabankinn og bætir við að hámarksúttekt á gjaldeyri í reiðufé sé hálf milljón króna á hvern aðila í hverjum mánuði. Þessar nýju reglur sem Seðla- bankinn hefur sett í samráði við Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra eiga að gilda að hámarki í tvö ár, eða á samningstíma Íslend- inga við Alþjóða gjaldeyrissjóð- inn. Seðlabankinn segir reglurnar hins vegar verða afnumdar eins og fljótt og aðstæður leyfi og að þær verði endurskoðaðar innan þriggja mánaða. gar@frettabladid.is Seðlabankinn frystir gjaldeyrinn á Íslandi Ný lög færa Seðlabankanum víðtæk völd til að stjórna gjaldeyrisviðskiptum Íslendinga. Bannað verður að fjárfesta í erlendum verðbréfum. Skila á öllum gjaldeyri til íslenskra banka og bannað er að flytja gjaldeyri úr landi. SEÐLABANKI ÍSLANDS Nýjar reglur um gjaldeyrisviðskipti geta gilt í allt að tvö ár en þó á að afnema þær eins fljótt og kostur er segir Seðlabankinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta er löggjöf sem var brýn til að tryggja gjald- eyrisforða og styrkja stöðu krónunnar,“ segir Björgvin G. Sigurðsson um ný lög um gjaldeyris- höft. „Aðrar væringar um önnur mál verða að bíða betri tíma. Þetta er beint framhald af neyðarlögun- um,“ segir hann aðspurð- ur hvort lagasetningin sé í raun traustsyfirlýsing við Seðlabankann og bankastjórn hans. „Nú erum við í þannig aðstöðu að við þurfum að vinna sem eitt, stofnanir og stjórnvöld. Það var nauðsynlegt að setja þessi lög um gjaldeyrisflutn- inga og nú þurfum við að treysta hvert öðru. Það er ekki hægt að leyfa sér annað en að þjappa sér saman nú.“ Björgvin segist vongóð- ur um að hér muni fljót- lega aftur verða haftalaust geng- isumhverfi. „Höftin verða afnumin um leið og aðstæður leyfa,“ segir hann. „Krónan mun ná sér á strik og spegla raunstærðir í okkar efnahagskerfi. Krónan mun jafna sig og við höfum ekki aðra val- kosti en að ná eðlilegri verðmynun á hana.“ Lögin, sem gilda út samkomu- lagið við AGS, hefjist með ýtrustu aðgerðum, en hratt muni draga úr þeim eftir því sem ástandið batni. „Ég tel að þetta þurfi að vera með þessum hætti til að hafa þau áhrif sem lögin eiga að hafa,“ segir Björgvin. - ss Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um lög um gjaldeyrishöft: Þurfum að treysta hvert öðru BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR ® Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að nýju gjaldeyrislögin verði endurskoðuð fyrir 1. mars og kannski fyrr ef vel gengur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að með lögunum sé verið að auka völd seðlabankastjóra. Geir segir að ríkisstjórnin telji nauðsynlegt að hafa bremsur fyrst í stað þegar krónunni verði ýtt á flot. Nýju lögin séu ekki í trássi við EES-samninginn. „Við teljum alveg víst að EES-samningurinn standi,“ segir hann. Geir segir að lögin hafi verið sett til að tryggja nauðsynlegar varnir gegn því að gengi krónunnar „hrapi ískyggilega niður“. „Það er nauðsynlegt að okkar dómi og dómi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins að hafa þennan viðbúnað ef á þarf að halda. Þetta er ekki langtímaráðstöfun heldur fyrst og fremst til skamms tíma. Það eru hagsmunir atvinnuveganna og fyrirtækjanna að koma í veg fyrir að hér verði áfall í gengismálum.“ Geir hefur ekki áhyggjur af því að lögin hafi slæm áhrif á atvinnu- lífið. Ætlunin sé að tryggja að gjaldeyrir komi inn í landið og sporna gegn því að gjaldeyrir „flýi burt með óeðlilegum hætti“. Reglurnar eigi að endurskoða fyrir 1. mars og jafnvel fyrr ef vel gengur. Spurður um hvort lögin auki völd seðlabankastjóra á tímum þegar almenningur krefjist afsagnar hans bendir Geir á að Seðlabankinn gefi út reglur sem viðskiptaráðherra verði að samþykkja. Þetta muni byggjast á samstarfi fagaðila og þeirra sem beri ábyrgð á stjórn bankans. - ghs Nýju gjaldeyrislögin verða endurskoðuð fyrir 1. mars og jafnvel fyrr, segir Geir H. Haarde forsætisráðherra: Þarf bremsur þegar krónan fer á flot EKKI TIL FRAMBÚÐAR „Fyrirtækin verða að átta sig á því að hér er ekki verið að binda í reglur hindranir til frambúðar,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Er reykskynjari á þínu heimili? Já 90,4% Nei 9,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sáttur við ákvörðun stjórnvalda um að takmarka gjaldeyrisviðskipti? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.