Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 29.11.2008, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 29. nóvember 2008 11 fyrir Heimilistæki, stór og smá, ljós, símar, pottar og pönnur í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur breytt um stefnu hvað gjaldeyrishöft varðar, að mati Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings í Landsbankanum. Edda Rós segir koma verulega á óvart hvað gjaldeyrishöftin séu víðtæk og að Seðlabank- inn skuli fá heimild til að viðhalda þeim allt til nóvemberloka 2010. „Í þessu felst mikil stefnubreyting hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem hefur hingað til talað fyrir afnámi hafta og markaðslausnum. Stefnubreyting er því töluverð tíðindi og vísbending um að vinnu- brögð sjóðsins hafi breyst töluvert frá því í Asíukreppunni,“ segir hún, en kveður höftin þó fyrst og fremst staðfestingu á því hvað staðan hér heima sé grafalvarleg. „Það, að við skulum velja jafn íþyngjandi aðgerðir fyrir atvinnulífið, segir meira en mörg orð. Áhættan við að fleyta þessum litla gjaldmiðli við jafn óvissar aðstæður var einfaldlega talin of mikil. Trúverðugleikinn er ekki fyrir hendi.“ Edda Rós kveðst hins vegar fegin að sjá hversu undirbúningur aðgerðanna virðist vandaður hjá Seðlabankanum, þótt kynna hefði mátt málið miklu betur. Aðkoma AGS sé einnig afar mikilvæg. „Hún er ákveðinn gæðastimpill og ætti að tryggja að aðgerðir Seðlabankans gangi ekki í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu.“ - óká EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Gjaldeyrishöft segir Edda Rós Karlsdóttir til marks um hve staðan hér sé grafalvarleg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kemur á óvart hvað gjaldeyrishöft eru víðtæk og heimild Seðlabankans rúm: Merkileg stefnubreyting hjá AGS „Þetta bendir til þess að menn telji sig ekki hafa nógu mikinn gjaldeyri til þess að fleyta krónunni alveg,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, fyrverandi bankastjóri Landsbankans, um ný lög og reglur um gjaldeyrisviðskipti. Sigurjón telur að yfirvöld óttist að ráða ekki við útstreymi gjaldeyris ef höftin væru engin. „En þetta þýðir auðvitað að það verða áfram tveir markaðir með krónuna. Eitt gengi verður á Íslandi og annað erlendis þar sem fullkomið frelsi er.“ Sigurjón segir að án skilaskyldu á gjaldeyri gæti myndast afar óheppileg staða fyrir þjóðfélagið. „Þá myndi gjaldeyririnn íslenski allur liggja úti og markaðurinn á Íslandi myndi aldrei ná að byggjast upp aftur.“ - gar Fyrrverandi Landsbankastjóri: Ekki til fé fyrir floti krónunnar SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Segir áfram verða tvo markaði með krónu. Miklar skyldur eru lagðar á herðar útflytjenda með nýjum lögum og reglum um gjaldeyris- viðskipti. Útflutningsfyrirtækjum ber að skila heim til Íslands öllum gjaldeyri sem þau fá fyrir sölu á vöru og þjónustu erlendis. „Maður verður að vona að þetta sé bráðabirgðaráðstöfun sem er hugsuð til að róa markaðina en ekki að það sé verið að hverfa aftur til fortíðar,“ segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, um nýju reglurnar. - gar Talsmaður Útflutningsráðs: Vonandi bara til bráðabirgða JÓN ÁSBERGSSON Verið að róa mark- aðina. GJALDEYRISHÖFT Á ÍSLANDI „Þetta eru ótrúleg mistök,“ segir Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), um ný lög sem takmarka gjaldeyris- viðskipti. Hann segir lögin munu hafa öfug áhrif, þau muni halda gjaldeyri frá því að koma inn í landið, og veikja gengi krónunnar. Vilhjálmur segir þessi lög þýða að erlendar fjárfestingar hér á landi muni stöðvast. Þá muni útflytjendur finna löglegar leiðir framhjá þeirri kvöð að flytja gjaldeyri heim í landið, og innflytjendur finna löglegar leiðir til að byggja upp eigin gjaldeyrissjóð. Það muni minnka framboð á gjald- eyri, auka eftirspurn. - bj Segir lögin ótrúleg mistök: Munu veikja gengi krónu VILHJÁLMUR EGILSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.