Fréttablaðið - 29.11.2008, Page 32

Fréttablaðið - 29.11.2008, Page 32
32 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Á flugvellinum í Lúxemborg árið 1980, áfangastað Flugleiða og Icelandair um árabil. Tískan í loftinu Flugfreyjustarfið hafði lengi á sér rómantískan blæ. Áður en ferðalög til útlanda urðu algeng voru flugfreyjur í fámennum hópi sem fór utan reglu- lega sem setti á þær tilheyrandi heimsborgarastimpil. Þær hafa alltaf verið einkennisklæddar við sín störf og vitanlega hafa búningar þeirra tekið breytingum í tímans rás. Einnig er liðin sú tíð að ein- ungis konur vinni við að þjónusta farþega í flugi. Nýverið voru kynntir til sögunnar nýir búningar Icelandair sem hannaðir eru af Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði. Sigríður Björg Tómas- dóttir skoðaði gamlar myndir af háloftatískunni. Á níunda ára- tugnum voru búningarn- ir aðeins frjáls- legri en oft áður. Hressar flugfreyjur fyrir fram- an Hótel Loftleiðir sumarið 1989. Flugfreyjur Loftleiða ákaflega ánægð- ar í í einkennisbúningum eins og hann var árið 1971. Frá vinstri: Erna Hrólfsdótt- ir, Suzette Carlen, Salvör Þormóðsdóttir, Ester Magnúsdóttir. Anna Harðardóttir, flugfreyja Loftleiða, fyrir framan Rolls Royce 400, eða Monsa eins og þær voru kallaðar. Myndin er tekin árið 1964. MYNDIR ÚR SAFNI ICELANDAIR Anna Harðardóttir er hér í flottum bún- ingi með svokallaðan Gala-matarbakka árið 1965. Nýju búningarnir eru dökkbláir og hvítir og horfði Steinunn til ís- lenskrar náttúru þegar kom að því að velja mynstur og efni. Við snið- ið leit hún til 70 ára sögu fyrirtækisins. Þeir voru teknir í notkun 1. nóv- ember. Elín Ida Kristjánsdóttir flugfreyja í búningnum sem nú er orðinn úreltur. Myndin er tekin síðasta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ /VILHELM u Höfuðklúturinnn setur svip sinn á Halldóru Stellu Ásgeirsdótt- ur árið 1945. Hattarnir hafa löngum tilheyrt flugfreyjubúningnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.