Fréttablaðið - 29.11.2008, Page 41

Fréttablaðið - 29.11.2008, Page 41
JÓLAGARÐURINN í Eyjafjarðarsveit býður gesti velkomna á morgun þegar haldið verður upp á Litla-Þorlák sem er dagurinn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu en mikil stemning hefur myndast í Jólagarðinum á þessum degi síðustu ár. Arkitektar hafa ekki farið var- hluta af kreppunni og hefur stór hluti þeirra misst vinnuna á und- anförnum vikum. Skapa & Skerpa arkitektar ætla þó ekki að sitja með hendur í skauti og opna búð- ina Herðubreið að Barónsstíg 27 klukkan 13 í dag í samstarfi við fatahönnuðinn Bryndísi Svein- björnsdóttur. „Við spurðum okkur að því hvað við gætum gert þegar rekstrargrundvellinum var kippt undan okkur í einni svipan og var niðurstaðan að opna búð,“ segir Jóhann Sigurðsson, annar eigandi arkitektastofunnar. „Áður en húsnæðinu var breytt í teiknistofu, á hátindi góðærisins 2006, hafði margvísleg starfsemi átt þar heimili, allt frá herrafata- verslun til verslunar með kynlífs- hjálpartæki,“ segir Jóhann. „En nú er „risið“ sem arkitektastofan fékk í veganesti farið að hníga og ákváðum við að bíða kreppuna af okkur í kjallara hússins og opna verslunina á jarðhæð. Við erum með nokkuð stórt fundarherbergi í kjallaranum þar sem við hyggj- umst halda áfram að teikna og vinna að þróunarverkefnum en með búðinni viljum við sjá til þess að starfsemin í húsinu haldist gangandi.“ Jóhann segir að þar verði hægt að fá brot af því besta. „Við hand- veljum íslenskar bækur og geisla- diska og verðum með fjölbreytta íslenska hönnun og listmuni í umboðssölu. Við verðum með lítið upplag af hverri vöru fyrir sig og má búast við því að úrvalið íbúð- inni breytist frá viku til viku. Bryndís verður síðan með alls kyns föt og fylgihluti sem hún hannar undir merkinu Garmur.“ En verður búðin einungis starf- rækt yfir hátíðarnar? „Við munum sjá til hvernig gengur en hug- myndin er að hún verði opin áfram, en þá kannski með eitthvað breyttum áherslum þegar líður að vori.“ vera@frettabladid.is Arkitektar opna búð Skapa & Skerpa arkitektar ætla ekki að sitja með hendur í skauti, þó að rekstrargrundvellinum hafi verið kippt undan þeim, og opna búðina Herðubreið í samstarfi við fatahönnuðinn Bryndísi Sveinbjörnsdóttur. Framúrstefnulegur kertastjaki getur sómt sér vel á borðstofuborðinu. Skemmtilegar myndir skreyta veggina í versluninni. Jóhann Sigurðsson og Elín G. Gunnlaugsdóttir munu reka Herðubreið í samstarfi við fatahönnuðinn Bryndísi Sveinbjörnsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLI -OG FRYSTISKÁPAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 www.friform.is INNRÉTTINGATILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF 25%-50% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! KAUPAUKI Pottasett fyrir spanhellur ( verðmæti kr. 25.000 ) Þegar þú verslar við okkur fyrir a.m.k. kr. 500.000 færð þú vandað STÁLPOTTA- SETT í kaupbæti. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP. TIL AFGREIÐSLU AF LAGER EÐA MEÐ STUTTUM FYRIRVARA ELDHÚS BAÐ FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS 25% AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7 ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM MÁN. - FÖST. KL. 10-18 LAUGARDAG KL. 11-16 VIÐ BJÓÐUM VISSAR GERÐIR BAÐINNRÉTTINGA OG FATASKÁPA MEÐ 50% AFSLÆTTI. Einnig vissar gerðir raftækja með 40-50% afslætti (ofnar, keramikhelluborð, háfar, gaseldavélar, gashelluborð) NÚ GETUR ÞÚ GERT REYFARAKAUP!!! OPIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.